Heima er bezt - 01.03.1959, Síða 35
'f
■
297. Hvað cg hafði þráð þessa stund!
Og hvað ég hafði verið hræddur um
Mikka! Loksins gat ég nú faðmað að
mér gamla, trygga vininn minn. Og ég
þarf víst ekki að vera fjölorður um, að
Mikki var eigi síður glaður en ég sjálfur!
298. Maðurinn, er kom með Mikka til
mín, sagði mér nú frá, að kona ein, sem
var mesti dýravinur, hefði tekið Mikka
og annazt hann, og er hún af tilviljun
las auglýsinguna, sendi hún hundinn til
næsta fiskiþorps með járnbrautarlest.
299. Dagarnir líða hratt, og Nikulás er
aftur kominn á fætur. Hann er nú ger-
breyttur maður. Síðan hann hætti að
drekka hefur hann reynzt bezti maður
og mjög vingjarnlegur. Og við Mikki
unum okkur prýðisvel á eynni hans.
300. Kvöld eitt, þegar ég er að ganga
mér til skemmtunar með Mikka, rekur
hann allt í einu upp ógurlegt illsku-
gjamm og þýtur í hendingskasti ofan að
bátabryggju. Ég kalla á hann og skipa
honum að koma. Hann sinnir því ekki.
301. Ég sé, að maður gengur í land úr
báti við bryggjuna og stefnir upp að
húsi okkar. Mikki þýtur að húsinu með
ógurlegu gelti. Loks bítur hann í frakka-
lafið á manninum og rykkir og rífur í
það af öllum kröftum.
302. Ég blístra og kalla á Mikka, sem
hleypur á eftir honum. En Mikki er al-
veg trylltur af bræði og gegnir mér ekki.
Og loks hleypur maðurinn dauðskelk-
aður eins og fætur toga í áttina heim
til hússins.
tm....._
303. Nú kannast ég við gestinn og verð
verulega hræddur. Þetta er þá enginn
annar en gamli þorparinn Perlberg! —
Bölvandi ryðst hann inn í húsið og
skellir hurðinni á eftir sér.
304. Ég get séð skuggann af Perlberg
gegnum gluggatjöldin í herbergi Niku-
lásar og bægslagang hans. Það er auðséð,
að hann er bálreiður. Ætti ég að hætta
á að smeygja mér inn til þeirra?
305. Nei, ég kýs að bíða úti, og labba
gætilega burt frá húsinu. Hvað skyldi nú
Perlberg hafa í huga? Ekki þarf að efa,
að það er eitthvað misjafnt og óhreint,
eins og oftast áður!