Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.1959, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.08.1959, Qupperneq 2
Bókvitiá og askarnir Eitt af einkennum aldar vorrar er, hversu vísindin grípa sífelldlega meira og meira inn í hið daglega líf vort. Við samanburð á þjóðfélagi liðinnar aldar og nú- tímanum verður þetta ljósast. Hið frumstæða líf liðinna alda, hvort heldur var bóndans eða sjómannsins, krafð- ist lítillar þekkingar á öðru en hinum óbrotnustu vinnu- brögðum. Líkamleg vinna var ein talin gilda í barátt- unni fyrir daglegu brauði. Af þessu viðhorfi kynslóð- anna spratt orðtækið að „bókvitið yrði ekki látið í ask- ana“ og sú ótrú, sem lengi var furðurík á þeim mönn- um, sem lært höfðu til búnaðar eða annarra atvinnu- starfa. Og enn er ekki örgrannt um, að sumir telji brjóstvitið þekkingunni fremra. Bóndinn, sem yrkir jörðina og elur búpening sinn, hvar sem er, getur ekki lengur verið samkeppnisfær án þess að vita nokkur fræðileg deili á því sem hann er að gera. Bóndinn þarf að vita um þarfir gróðursins, sem hann ræktar, eðli jarðvegsins, efni hans og vöntun, svo að úr verði bætt á réttan hátt. Hann þarf á sama hátt að kunna að fóðra og kynbæta bústofn sinn. Ýmsar greinar vísinda hafa lagt þarna grundvöllinn, sem sí- fellt er byggt ofan á. Grasafræði, efnafræði, eðlisfræði og erfðafræði, svo að eitthvað sé nefnt, hafa allar lagt þar til sinn skerf. Og þegar valdið straumhvörfum í landbúnaði þeirra þjóða, sem bezt hafa kunnað að hag- nýta sér þessi vísindi. Hvarvetna um heim eru reknar tilraunastöðvar, og unnið að rannsóknum af fjölmenn- um flokki vísindamanna, og ærnu fé til þess kostað. Og þótt um margt sé deilt, eru menn á einu máli um að því fé sé vel varið. Og ekki hafa fiskiveiðarnar síður notið stuðnings náttúruvísindanna en landbúnaðurinn. Hafrannsóknirn- ar hafa ekki sízt miðað að því að kynnast lífi og hátt- um nytjafiskanna og hversu tryggja megi afla án þess of nærri sé gengið stofninum og fullkomið rán rekið á miðunum. En slíkt er einmitt eitt viðfangsefni vísind- anna, að tálma rányrkju jafnt á sjó og landi. Aflaleysi og grasbrestur eru orð, sem vér mætum oft á síðum íslenzkra árferðisannála. Ekki vil ég halda því fram, að þekkingin geti útrýmt þeim vágestum með öllu, en aukin þekking á náttúrunni veitir mann- inum síaukið vald yfir henni, og dregur þannig úr ofur- valdi þessara vágesta. Bættar ræktunaraðferðir og val nytjaplantna hefur þegar sýnt oss, hversu hamla má gegn óhagstæðri sprettutíð, og aukin tækni, bætt veið- arfæri og þekking á fiskigöngum dregur úr áhrifum aflatregðunnar. í þessum atriðum sjáum vér ávöxt þekkingarinnar og þjónustu hennar í hinu daglega lífi. Framfarir þjóðar vorrar hafa verið stórkostlegar á fáeinum áratugum. Sums staðar höfum vér vissulega flýtt oss um of. Hafnar hafa verið dýrar og áhættusam- ar framkvæmdir, án þess að tryggja fyrst hinn fræði- lega grundvöll. Oss hefur verið, og er enn, tamara að glingra við eitthvað sem kallast listir, en vinna að raun- hæfum vísindum. Þegar margt þarf að vinna og fram- kvæma með takmörkuðum efnum, verður ekki allt gert í einu. Þá verður vitanlega að treysta grunninn og vinna fyrst þau störfin, sem hin önnur hvíla á. Og meðal þjóðar vorrar sem annars staðar er grunvöllur- inn framleiðslan til lands og sjávar. Vegna þessa verð- um vér að stunda af kappi öll þau vísindi, sem á ein- hvern hátt treysta þessa undirstöðu, því að hitt kemur á eftir. Hafrannsóknir eru oss ekki síður lífsnauðsyn en verndun landhelginnar, enda má segja að það tvennt fari ófrávíkjanlega saman. Þekking á skipum, veiðar- færum og ekki sízt á nýtingu aflans er oss blátt áfram lífsnauðsyn. Mannkynið skortir fæðu. Betri hagnýting hvers efnis, sent etið verður er því heimsnauðsyn, og þar höfum við mikið starf að vinna. Á sama hátt þurfum vér að vinna að ræktun landsins og búfjárins. Tilraunastöðvar þarf að efla og auka, og keppa að því marki að fá sem mestan arð af sem minnstu landi. Vér þurfum að klæða verulegan hluta landsins skógi, svo að vér megum vera sjálfum oss nógir í timburframleiðslu. En til þess að fá unnið þetta verð- um vér að legga undirstöðuna með tilraunum. Því verður ekki neitað, að slíkar rannsóknir kosta mikið fé. En mistökin, sem óhjákvæmilega hljóta að skapast af þekkingarskortinum, og sú sóun verðmæta í mannafli og öðru, sem sífellt á sér stað vegna þess að menn eru að fálma sig áfram, er langtum dýrkeyptari. Vér verjum miklu fé til alls konar menningarþarfa, og er það í sjálfu sér lofsvert. En oss hættir við að gleyma þeim þekkingargrundvelli, sem þjóðfélag vort hvílir á. En það eru raunvísindin. Á þeim hvílir þjóð- félagsbygging vor, og þau vísindi verðum vér að iðka og efla, ef oss á vel að vegna í landinu. St. Std. 258 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.