Heima er bezt - 01.08.1959, Page 7

Heima er bezt - 01.08.1959, Page 7
BERGSVEINN SKÚLASON: Á URÐAHLÍÐ n prðahlíð heitir hlíð alllöng við norðanverðan Skálmarfjörð í Barðastrandarsýslu. — Þar er land gott sauðfé um burð: Þurrir móar, kjarr ' í lautum, léttir lækir líða úr fjalli, fjara á skerjum, skjól í hvömmum og urðir margar sem veita strjálum nýgræðingi furðu gott skjól í vornæðingum. Sólar nýtur vorlangan daginn. Og hlíðin á sögu, meiri en aðrar systur hennar í ná- grenninu. Þar er Grænhóll og Gránunes. Núpar og Núpasel. Brattahlíð og Urðarhjalli auk annarra örnefna. Og loks eru þar Urðir, býli þeirra Kotkels og Grímu, er illa voru þokkuð í sinni sveit og galdraveðrið gerðu forðum að Þórði Ingunnarsyni og móður hans. Það veður var svo mikið, að þau fórust í flóanum útifyrir, rak á Iand og eru heygð í yztu totu Skálmarnessins. Heitir þar síðan Haugsnes, þó aldrei hafi haugur þeirra eða kumbl fundizt. Skip og farangur rak út um eyjar, og draga sumar nafn af þessu galdraslysi, s. s. Kjaley og Skjaldarey. Svo má finna við sjávarmál hróf mörg og bátauppsátur, síðan vöðuselurinn gekk í fjörðinn og var veiddur í skammdeginu. Allt er land þarna svo og fjörðurinn kennt til merar einnar er Skálm hét. Sú var ættuð úr búi Gríms Ingjaldssonar í Steingrímsfirði, en flæktist vestur til Breiðafjarðar og þaðan suður um Snæfellsnes í landa- leit með Sel-Þóri syni hans, og bar loks beinin í Skálm- arkeldu — sem ég ekki veit hvar er. Hrossið hefur löng- um verið þarfasti þjónninn á íslandi. Reimt var á þesSum slóðum, sögðu mér kunnugir menn. Vildu sumir rekja reimleikana til galdrahyskisins á Urðum til forna. Aðrir, og þeir voru fleiri, töldu að flögðin og óvættirnar sem gerðu óp og sköll að Guð- mundi biskupi Arasyni, er hann hafðist við í Kerlingar- firði á sínum hérvistardögum, hefðu hrokkið út á hlíð- ina, er hann gekk á móti þeim með helga dóma sína, og hefðust þar við síðan — þó mikið væri nú af þeim dreg- ið. Enn aðrir sögðu vera slæðing eftir umkomulítinn mann, sem löngu seinna dó á Urðahlíð af vosbúð og kulda. En, eiður sær, aldrei sótti að mér á þessum slóðum, þó oft væri dimmt fyrir augum í haustmyrkrum og hríðaréljum á vetrum. Eini draugurinn, sem á mínum vegi varð, var útselsurta í haustmyrkri, er átti kóp sinn á þurru landi. En frá þeim fjöruverkum verður ekki sagt hér. En þó aldrei yrði ég var við reimleika á Urðahlíð, þá hafðist þar við ýmiss konar „illþýði“, eins og verða vill þar sem strjálbýlt er og fáförult. Einhvers staðar verða vondir að vera. Hrafnar urpu óvenju þétt í klettunum. Valur átti hreiður í Múlatöflu og smyrill í Núpnum yfir selinu. Ernir urpu sinn við hvorn enda á þessari löngu hlíð, í ókleifum hömrum. Þeir voru eins konar stafnbúar. Og svo grenjaði refapar sig óaflátanlega á Urðum, skammt frá bæjarstæði gamla Kotkels. Sumir sögðu þarna vera gömlu Urðahjónin, Kotkel og Grímu, og höfðu til marks, að grenjamenn drápu þau á hverju sumri, en þó komu þau aftur næsta vor og bjuggu búi sínu. — Svo geta engir verið tryggir nema draugar. Innan um þennan söfnuð eyddi ég mestum hluta sólarhringsins, meðan dagur var lengstur, um nokk- urra ára skeið. Ekld var ég þó oft einn á sveimi. Kind- urnar mínar gengu á hlíðinni. Rauðblesótta hryssu hafði ég til reiðar, mesta kosta grip. Og oftast var Snati með í förinni. — Milli þess sem ég hugaði að lambán- um á hlíðinni og veiddi seli í fjörunni, eyddi ég mikl- um tíma í að athuga sambýlishætti þessara fleygu ná- granna, svo og tæfu. — Þeir dagar voru ekki lengi að líða. 2. A greninu. Ekki man ég nú lengur hvaða ár það var, sem ég var ráðinn refaskytta til grenjavinnslu á Urðahlíð. En það var á þeim árum, sem ekki var lögð ýkja mikil áherzla á að drepa fallegar læður, né roskna duglega refi. Held- ur vildu menn þá eignast afkvæmi svo göfugra dýra, og ala í girðingum yfir sumartímann, meðan nógur fisk- ur var í firðinum og fugl í eyjum. Það var búhnykkur. Þá var þannig ært í landi, að ekki var hægt að lifa á búpeningi eða kartöflurækt til sveita né iðju sinni og útgerð við sjóinn. Skotið var loks saman í Kreppulána- sjóð handa bændum, verkamenn sultu eða fóru á sveit- Heima er bezt 263

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.