Heima er bezt - 01.08.1959, Síða 8
Svinanes.
ina, en útgerðarmenn á höfuðið, risu upp aftur og urðu
vellríkir. Þá flæmdist fólk burt úr öllum sveitum, og
hefur ekki haft þar viðdvöl síðan.
Nú heyrir þetta sögunni til, og er mörgum gleymt.
En svo getur farið, að aftur hefji sultur og seyra yfir-
reið sína um landið. Sagan endurtekur sig, sagði for-
sætisráðherra kreppuáranna.
Piltar tveir úr nágrenninu höfðu haft með höndum
grenjavinnsluna á Urðahiíð nokkur undanfarin ár. Þeim
lánaðist veiðiskapurinn. Jafnan komu þeir heim að
nokkrum dögum liðnum með yrðlinga í poka, og sögð-
ust hafa drepið bæði dýrin — Kotkcl og Gríniu. Það
var nú meiri frammistaðan. Og satt var það, að alltaf
llurfu þau af hlíðinni, eftir að yrðlingarnir voru komn-
ir til bæja og sáust ekki meir það sumarið. Þau voru
klók hjónin.
En snemma var búizt um í gamla greninu á Urðum
næsta vor. Og í fyllingu tímans fæddust yrðlingar,
stundum fimm, stundum sjö. Stundum hvítir, stundum
mórauðir. Sitt á hvað. Og skötuhjúin spásseruðu um
hlíðina og næsta nágrenni um sauðburðinn, prúð og
hæversk, slóttug og lymskuleg, og komu sínum göldr-
um fram engu síður en gömlu Urðahjónin. Og þau
drápu allt sem þau réðu við — nenia unglömb. Nýtt
lambakjöt var eitur í þeirra beinum. Lifandi lömb voru
þeirn heilög dýr.
— F.g var farinn að þekkja Urðahjónin, sérstaklega
húsfreyjuna. Og frúin þekkti mig, hvort heldur að ég
var gangandi með smalaprikið mitt og hundinn eða á
rauðu hryssunni og reið greitt. Og okkur kom vel sam-
an. Ég gerði henni ekkert mein, nema þegar ég sigaði
Snata á hana, ef ég varð þess var að hún lá í leyni fyrir
æðarfuglinum í lónunum. Hún hafði einstaklega gaman
af að drcpa stálpaða æðarunga, og gilti þá einu þó hún
kollvætti sig. — Svo sópaði hún upp kríueggjunum á
eyrinni, og dró hildirnar úr ánurn í bú sitt. Það taldi ég
ekkert gera til. En Snati minn var ekki á sama máli.
Honum var meinilla við skepnuna, hversu friðsöm sem
hún var. Fyrir. honum mátti hún aldrei í friði fara. En
hún var frárri á fæti og klókari, því Snati var gamall og
feitur. Annað hvort hljóp hún beint til fjalls eða stalck
sér í holurðir, þangað sem enginn komst nema hún og
músarindillinn. — Veiðiskap bónda hennar þekkti ég
minna, máski hefur hann verið stórtækari og sótt lengra
til fanga.
Þetta var mórauð skepna, meðallagi stór og vel vax-
in. Loðin og fönguleg fram á vor, en eftir að hafa lagt
og legið á yrðlingunum skamma hríð, gekk hárabúnað-
urinn fljótlega úr skorðum. Á nokkrum dögum varð
hún lítið annað en haus og hali og stórt júgur með
mörgum spenum, sem gerðu hana óeðlilega kviðsíða, ef
hún átti ekki greiðan aðgang að börnum sínum í vögg-
unni. — Hún hefði líklega verið talin kostakýr í fjósi.
— Og nú skyldi ég liggja á Urðum og fást við þessi
aðskotadýr eða margafturgengnu grenbúa.
— Það réðst um sumarmál.
— Svo leið fram á vorið. Nágrannarnir voru stund-
um að spyrja mig hvort ekki væri gren á Urðahlíð. —
Ég kvaðst ekki vita það. En ef svo væri, hefði læðan
lagt seint. Hvergi varð vart við dýrbít. Það var því eng-
um til meins, þó yrðlingarnir fengju að njóta móður-
mjólkurinnar frarn eftir vorinu. Áuk þess tækju þeir
betur eldinu heima, því eldri sem þeir væru teknir frá
móðurbr j óstunum.
En vorið leið. Og einn dag lagði ég upp í grenja-
vinnsluna, með nesti og nýja skó. Hjá því varð ekki
komizt. Að vopni hafði ég byssu og dýraboga. Svarta
olíukápu til að verjast vætu, ef svo kynni að fara að
rigndi, og nesti til tveggja daga. Þessu, ásamt sjálfum
mér, tjaslaði ég öllu upp á hryssuna rauðu. Svo var lagt
á hlíðina. Snati varð eftir heima.
— Veðrið var svo gott, sem það getur bezt orðið á
þessum slóðum um sólstöður á vorin. Utnyrðingsræma
hafði verið um daginn, en nú, um miðaftansbil, var hún
dáin og komið rjómalogn. Það mátti búast við austan
golu með kvöldinu. Englar guðs á himnum voru víst
búnir að rýja, því húsmóðir þeirra, María mey, greiddi
úr ullarflókunum sínum yfir Svínanesinu og mjúkar
þokuslæður hjúfruðu sig að grænum hlíðum brattra
fjalla. Sólin gyllti enn hæstu fjallatinda og nípur. Ljóst
var af öllu, að nóttin mundi verða kyrr og björt.
— Ég fór mér að engu óðslega. Og það mun hafa
verið liðið nær náttmálum, þegar ég kom á Urðir. Þar
var allt með kyrrurn kjörum. Eklci þurfti ég lengi að
leita að greninu, því mér voru fylgsni tæfu næsta kunn.
— Ég spretti af hryssunni og sleppti henni. Hún myndi
bíða mín að venju. Svo lagðist ég niður í laut skammt
frá grenmunnanum, hlóð byssuna 'og bjó um mig sem
bezt ég kunni. Svona átti víst að hafa það, þegar legið
var á greni! Síðan beið ég átekta.
Ekki var ég í neinum sérstökum vígahug. Veðrið var
svo yndislegt, að ekki var auðvelt að komast í illt skap.
— Ég fór að virða fyrir mér náttúrufegurðina í þessum
þröngu fjörðum og nesin sviptignu, sem teygðu sig eins
og fengsælir risavaxnir fingur út í Breiðafjörð. — Guð-
mundur bóndi á Selskerjum fór að fé sínu handan
fjarðarins. Hann gekk frá hálfbyggðu fjárhúsi í túninu
og hundur rann á eftir honum. Ljós reykur af létturn
eldivið læddist upp úr eldhússtrompnum. Það var sama
kyrrðin þeim megin fjarðarins. En innan úr fjarðar-
264 Heima er bezt