Heima er bezt - 01.08.1959, Side 9
botninum barst að eyrum mínum þungur og svæfandi
árniður. Þar kváðust þær á systurnar, Skálmardalsá og
Vattardalsá, og fluttu í óðaönn veturinn af Vestfjarða-
hálendinu. Fuglinn á firðinum bærði ekki á sér.
Það leið að miðnætti. Lambærnar hópuðu sig saman
og lögðust margar á eyrina við sjóinn. Lömbin voru
orðin ansi spræk, og hlupu sitt á hvað. Þau gengdu ekki
mæðrum sínum, þó þær kölluðu til þeirra. Loks voru
þau þreytt og lögðust líka.
— Alít í einu var kyrrðin rofin, þó heyrðist ekki
neitt. Ærnar stóðu upp, hröðuðu sér til lambanna sinna
og gerðu sig ósköp mömmulegar. Og lömbin notuðu
tækifærið, og fengu sér sopa. Meira að segja hryssan
leit upp úr kafgresinu og sperrti eyrun. Hvað var á
seyði? Það hlaut að vera eitthvað óhreint á ferðinni.
Mig var farið að syfja, reis þó upp í bæli mínu og leit
í kringum mig, en sá ekkert. Þreifaði til byssunnar sem
lá við hliðina á mér. Jú, það var allt í lagi. Ég var við
öllu búinn, og svefninn fór af mér í bili. Svo leið lang-
ur tími. Líklega tveir klukkutímar. Ég reyndi að halda
mér vakandi, en mikið syfjaði mig. Ég hafði farið
snemma á fætur um morguninn, var þreyttur og nú gat
ég ekki haldið mér uppi lengur. — Komi þeir sem koma
vilja, hugsaði ég, breiddi svörtu kápuna upp yfir höf-
uðið — og svo hvarf mér veröldin. Ekki veit ég hversu
lengi. En ég hrökk upp við ógurlegt angistarvein. Slíkt
hafði ég aldrei heyrt.
— Hvað var þetta? Var þá virkilega svona reimt
hérna, og það um hábjarta vornóttina? Var ég í trölla-
byggðum? Sóttu nú að mér draugarnir, sem endur fyr-
ir löngu gerðu óp og sköll að Guðmundi góða og félög-
um hans í Kerlingarfirði? — Ég reif ofan af mér káp-
una í dauðans ofboði, greip til byssunnar og leit í
krigum mig. — Og þeirri sjón sem þá blasti við mér
hef ég ekki gleymt. Við fætur mér stóð yrðlinga-
mamma, hárlaus og horuð. Hún öskraði upp yfir sig í
æðisgengnum tryllingi og úr kjaftinum á henni hraut
skræpótt heiðlóa. Mér var næstum innan handar, að
reka byssuhlaupið upp í kjaftinn á henni og hleypa af.
En, var það hægt? Nei, svo auðvelt gat ekki verið að
liggja á greni, sízt fyrir mig óvanan og frábitinn öllum
veiðiskap. Ef ég þekkti þá gömlu rétt, mundi hún
fljótlega koma aftur þó hún hefði hrokkið við. Kannski,
— kannski ekki. O-jæja, það varð þá að hafa það. Hún
bætti þá bara einu ári við ævidaginn. Annað eins hafði
nú komið fyrir. Og mér varð það fyrst fyrir, að sparka
til skepnunnar með fætinum. Síðan kastaði ég olíukáp-
unni minni í áttina til hennar, svona til áréttingar, svo
hún skyldi þó hypja sig burt og hætta þessu kvalræðis
öskri. Og á meðan að hún skokkaði út á hlíðina, taut-
aði ég við sjálfan mig: — Þetta var þér líkt, bölvuð
boran. Fyrst að drepa alsaklausan fugl af eggjum eða
ungum, og síðan að geta ekki lofað þreyttum manni að
sofa um lágnættið. Komdu aftur ef þú villist!
Síðan bældi ég mig aftur, og breiddi kápuna yfir
höfuðið sem fyrr. En svefninn var farinn, og vildi ekki
koma aftur.
— Þegar leið á morguninn, lagði ég á hryssuna, sem
enn beið mín í nágrenninu, og fór að líta eftir lambán-
um á hlíðinni og netunum í fjörunni. Sú mórauða
mundi ekki koma aftur á meðan, eftir viðtökurnar sem
hún fékk í nótt. — Allt var í lagi með ærnar, og einn
kópur hafði kæft sig í neti um nóttina. Hann kynni að
koma í góðar þarfir seinna.
Að smalamennsku og vitjun lokinni, labbaði ég upp á
grenið aftur. Ég hlustaði öll göt og gættir. Jú, yrðling-
arnir voru farnir að hreyfa sig. Þeir voru orðnir soltn-
ir, líklega nokkuð gamlir og lítið um æti í greninu.
Þetta var allt eins og það átti að vera. Með kvöldinu
skyldu þeir fá nýnæmi. — Svo bjó ég um mig í bæli
mínu sem fyrr, og svaf fram undir kvöld.
Hvað mundi næsta nótt bera í skauti sínu?
Að náttmálum egndi ég bogann með nýrri sellifur og
görnum, og lagði í aðaldyr grenisins. — Að skammri
stundu liðinni, var rösklega kippt í spottann sem bog-
inn var festur með. Það glamraði hátt í steini og stáli.
Ég seildist í skyndi eftir vopninu. Lítill mórauður ref-
ur hafði fest aðra framlöppina í boganum, og leit nú í
fyrsta sinn dagsins ljós undir beru lofti. Honum var á
svipstundu stungið í kassa með götum á lokinu, sem
stóð þarna í urðinni. Það var arfur eftir hina fyrri
grenjamenn, og kom nú í góðar þarfir. Og aftur var
boginn egndur, og aftur var kippt í spottann. Að
morgni voru fjórir yrðlingar í kassanum, feitir og
loðnir. En þeir kunnu illa við sig í hinum nýju heim-
kynnum, og ekkert fengu þeir að éta. Loks tók einn
upp á því, að reka upp gól og vein öðru hvoru. Ég lá
sem fyrr og bærði ekki á mér, milli þess sem ég þreif-
aði á spottanum sem lá til mín úr boganum. Og nú var
ekki kippt í spottann lengur. Ekki var þó grenið tómt.
Nóttin leið af.
Veðrið var enn kyrrt, en tekið að þykkna í lofti.
Færi að rigna, héldi ég heim með það sem komið var
í kassann, léti vel yfir minni ferð og sýndi yrðlingana
sem merki um góðan árangur af grenjavinnslunni. Það
hlaut að duga, svo sem stundum áður.
En betur var hægt að gera. Og það rigndi ekkert.
Góður nágranni minn, sem bjó hinum megin fjalls-
ins, kvartaði um ókyrrð í varphólmunum hjá sér, og
kenndi um grenbúum á Urðahlíð. iVIér var ekki grun-
laust um, að það hefði við rök að styðjast. Bezt var því
að fullnægja öllu réttlæti, væri þess kostur.
Svo beið ég átekta.
Um miðaftansleytið veiddi ég einn yrðling. Þeir
voru ekki fleiri í greninu.
Og dagurinn leið til kvölds.
Skömmu eftir sólarlag kom einhver annarleg ókyrrð
á lambærnar, sem enn höfðu þokað sér saman á eyrina
við sjóinn. Og rauða hryssan, sem enn beið mín hin
rólegasta, sperrti eyrun og horfði til fjalls. Ég leit í
sömu átt. — Og sjá, ofan hlíðina læddist yrðlinga-
mamma. Því gat það nú ekki verið steggurinn? Það
hefði þó verið meira bragð að því, að fást við hann.
Nei, þetta var læðan. Nú var hún stygg. Auðsjáanlega
vör um sig, og enn langt í burtu. Llún hélt alla leið til
Framhald á bls. 290.
Heima er bezt 265