Heima er bezt - 01.08.1959, Síða 10

Heima er bezt - 01.08.1959, Síða 10
STEFÁN ÁSBJARNARSON, Guðmundarstöðum: Farið yfir Smjörvatnsnei^i 'S / illi Vopnafjarðar og Jökuldals er fjallvegur- ^ / inn Smjörvatnsheiði, sem var allfjölfarin leið y fram um árið 1920. Á þeim árum verzluðu Jökuldælingar nokkuð við Vopnafjarðar- kauptún og ráku þangað fé í kaupstað, það er að segja ráku fé norður yfir Smjörvatnsheiði á haustin til slátr- unar. Stundum urðu þessar lógunarferðir hrakninga- samar, því heiðin er bæði hálend og hrjóstrug, grýtt og nærri 40 kílómetra leið bæja á milli. Veðrasöm er hún og mjög, einkum í norðanátt. Varð því til mikilla úr- bóta sæluhúskofi, sem Bjömes heitinn símaverkstjóri reisti á miðri heiðinni. Veitti hann mörgum vegfarend- um skjól. Þar var einnig sími. Nú er þessi kofi fyrir löngu þaklaus orðinn, því síminn var fljótt lagður nið- ur á heiðinni, vegna þess að staurarnir þóttu standast illa veðrahaminn þar efra, en á hinn bóginn kostnaðar- samar viðgerðir á staurum og streng. Dagar kofans voru þá um leið taldir. Þakið fauk út í veður og vind en veggirnir munu enn standa af sér mörg veður, því þeir eru hlaðnir lárétt úr símastaurum, sem lagðir eru hver ofan á annan og járnbundnir saman til horna og fyrr mun margur steypuveggurinn molna en staura- veggur þessi fúna sundur. Um sæluhúsið skiptast leið- irnar þegar farið er úr Vopnafirði austur yfir heiði. Leiðin til vinstri liggur austur í Fossvelli í Jökulsár- hlíð, sem er næsti bær við heiðina að austan. Er hægt að fara alla leið í Fossvelli með staurum, sem enn standa allþétt með köflum, þó eyður séu nú allvíða orðnar í stauralínuna. Verða þessir strjálingsstaurar því vegvísar ef á þarf að halda, enn í dag, ef ekki er um mjög dimmt veður að ræða. Þótti hverjum þeim manni vel borgið yfir heiðina, sem gat farið með staur- um í hvernig veðri sem var, meðan símaleiðin lá milli Sunnudals í Vopnafirði og Fossvalla. Höfðu menn orð- ið úti á þessum slóðum fyrrum. Hin leiðin, sem liggur til hægri frá sæluhúsinu, er öllu vandrataðri. Er-þar ekki um aðra vegvísa að ræða en nokkrar strjálar vörður, sem þarf að leita að í alla- vega krókum og útafbrigðum þó ekki sé nema mein- laus þoka, sem er mjög tíð á Smjörvatnsheiði, þó bjart sé beggja vegna heiðarinnar. Þessi leið er farin niður að bænum Hofteigi á Jökuldal, sem er kirkjustaður þar í sveit og áður prestsetur. Farið er í suður frá sæluhúsi yfir norðari Vaðal, kvísl sem er aðdragandi Kaldár, sem rennur í Jökulsá út í Hlíð. Leiðin, þegar yfir Vaðalinn er komið, liggur fyrst um sinn eftir Hofteigsöldu, sem er allhár urðarhryggur í suður og endar niður í Áföng- um, sem er melbrekka austast í Öldunni. Hofteigsalda er lengstum snjóber þó allt sé á kafi í snjó beggja vegna. Hin ofsafengnu norðanveður, sem eru miklu hvassari á austurheiðinni, skafa snjóinn af Öldunni og reka hann á undan sér niður á Jökuldalsbrúnir. Þar fyrir neðan er lengi stormahlé, einkum þegar kemur út um Hofteig. Er Hofteigur ein mesta vildisjörð á Austurlandi. Þar hefur löngum verið búið stórbúi. Til dæmis hafði Þor- grímur Arnórsson, prestur frá 1848—1861, tæp 1500 fjár þar, enda er jörðin sérlega vel fallin til sauðfjárbú- skapar vegna veðursældar og víðlendis. Þar hefur búið nú í nokkur ár einyrkinn og stórbóndinn Karl Gunn- arsson frá Fossvöllum, sem mun framfleyta flestu sauð- fé á eins manns vinnu á landi hér, virðist hann einráð- inn í að hefja hina fornu góðjörð til vegs og frama á nýtímavísu með byggingum og ræktun. Eftir áðurnefndri Hofteigsöldu ráku Jökuldæiir féð í kaupstað á Vopnafjörð og fóru hana aftur austur með björg í bú, sem borin var að haustinu á klyfjahestum. Svo þurfti oft að skreppa norður yfir heiði á veturna, til dæmis fyrir jólin og eftir meðulum, svo að segja í hvaða illviðrum eða ófærð, sem verður oft með ólík- indum þar efra. Þá varð heiðin sporadrjúg fótgang- andi manni með þungan bagga á baki í kafaldsófærð í skammdegi, vetrarhríð og náttmyrkri. Venjulega gistu þessir menn á bæjunum undir heiðinni að norðan nóttina áður en þeir lögðu austur yfir. Pálmi Hannesson fór yfir heiðina í fyrsta sinn á sól- björtum sumardegi og vel ríðandi, en lét þess getið í landafræði-kennslustund, „að mörgum myndi þykja hún löng“ og Árni frá Múla kvað: En sá heiðar andskoti, ekkert strá né kvikindi, en hundrað milljón helvíti, af hnullungum og stórgrýti. En hinir þögulu vetrarferðamenn öxluðu sínar þungu byrðar norðan heiðar og gengu hiklaust móti brekk- unni, ófærðinni og vegalengdinni og hin óskráða saga geymir nöfn þessara langþolnu burðarmanna af Dal: Bræðranna Sigurbjörns járnhryggs og Guðmundar beinatrölls, Pálma tréfótar, sem einfættur axlaði jafn þungar byrðar og vöskustu heilfættir menn og Guðjóns í Heiðarseli, sem lagði austur yfir heiðina frá Guð- mundarstöðum á útmánuðum í ófærð, með mjölpoka á baki og smávegis í öðrum poka fyrir og var hann þó ckki mikill fvrir manni að sjá, en gæddur hinni ódrep- andi seiglu 19. aldamótanna. Allir þessir menn og ótal fleiri, sem báru þunga bagga austur yfir heiði og ofan 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.