Heima er bezt - 01.08.1959, Side 11

Heima er bezt - 01.08.1959, Side 11
á Dal, eru nú löngu liðnir, en heiðin geymir öll þeirra gengnu spor. Nú á dögum er heiðin fáfarin nema á haustin. Þá sækja Vopnfirðingar fé sitt, það sem kemur fyrir í fjallgöngum Jökuldælinga. Féð er sótt í Hofteigsrétt oftast tvisvar til þrisvar á haustin og jafnan rekið norð- ur eftir Oldunni, sem er skemmsta leið frá Hofteigi. En ef vel viðrar að haustinu verður stundum beðið nokk- uð lengi eftir fé úr síðustu leit Jökuldælinga, beðið jafnvel fram eftir vetri, því þar eru heiðalönd víð og vandsmöluð og öll fjallskil orðin þar lausari í reipun- um en áður var, sem víðar nú á dögum, bæði vegna mannfæðar og ýmissa anna þegar haustveðrátta er góð. En ef haustar snemma að, smala norðanveðrin heiðina flestum smölum betur og sópa fénu á undan sér ofan í heimalönd á Jökuldal. Þá fara Vopnfirðingar norður með 400 fjár úr fyrstu rétt í Hofteigi. Haustið 1948 lögðum við Hallgrímur á Hrappsstöð- um austur yfir heiði að sækja fé úr annarri göngu á Jökuldal. Við fengum símaboð daginn áður um að féð „væri til“ og geymt í Hjarðarhaga. Við urðum að fara gangandi, því heiðin var orðin ófær hestum vegna snjóa, enda orðið síðla hausts, kominn 25. október. Snjóalög um veturnætur eru kallaðir „haustkálfar“ austur hér og taldir boða góðan vetur. Þriðji aðilinn að þessari fjár- sókn var Páll á Refsstað og ætlaði hann að láta mann frá sér fylgja okkur á hestum svo langt inn á heiði sem komizt yrði vegna færðar. Morguninn sem við lögðum upp var norðaustan jaglandi en úrkomulítið. Snjór var þá orðinn hestum í kvið, niður um bæi, norðan undir heiðinni. Það mátti því reikna með allmiklum snjó á heiðinni, sem liggur allhátt yfir sjó. Hins vegar var talið að snjólaust mundi vera austan á heiðinni og niður á Jökuldal, því útsynn- ingurinn í Vopnafirði nær ekki nema austur að Hof- teigsöldu þegar hann lætur minna. Segir nú eklci af ferð okkar nema við sátum á hestunum meðan sætt var unz hestfærið þraut við Steinku. Þar voru skaflar orðn- ir hestum á miðjar síður og sneri fylgdarmaður okkar þar við, en við héldum sem leið liggur upp á Þrívörðu- háls um Kjötvörðuhraun og allan þennan annan áfanga frá Steinku að Beinavörðu. Varða þessi stendur á miðri heiðinni við Vaðlana, sem renna í Kaldá og eru þar vatna og gangnaskil milli Vopnafjarðar og Jökulsár- hlíðar og Jökuldals hins vegar. Léttangur var á leiðinni frá Steinku að Beinavörðu, en ekki fórum við eins hratt yfir og maður, sem hljóp þessa vegalengd á 20 mínum, utan við öll met, því hann skokkaði þetta á 19. öldinni, áður en metöldin okkar hófst. Að góðra ferða- manna sið stönzuðum við hjá Beinakerlingu og gripum þar í okkur bita. Ekkert stórviðri á 20. öldinni hefur fellt úr kerlingunni nokkurn stein, og þó er hún orðin grábrún af elli. Eftir að hafa matazt, kvöddum við gömlu konuna og héldum áleiðis upp á Ölduna. Veður fór nú að gerast allrisjótt. Norðan stinningskaldi með alldimmum éljum stóð í bak okkar, svo okkur skilaði vel áfram á berangrinum þarna, hins vegar var það hvasst að við töluðumst lítið við, þarna sem við geng- um á slóðum fyrri kynslóða. Hérna var það á Óldunni, sem vinnumaður frá Sunnudal í Vopnafirði féll af hest- baki og beið bana. Nokkrir úr Hraunfellsdal riðu til kirkju austur yfir heiði í Hofteig. Þá var fólk trúað á Islandi og farið snemma á fætur á sunnudögum. Vega- lengdin tæpir 40 kílómetrar og messað klukkan 12. En kannske voru kirkjuferðinrar á þeim dögum trú og skemmtun sameinuð á hagfelldan hátt. Og áfram höld- um við eftir slóð minninganna og senn erum við komn- ir ofan í Afanga, sem liggja austan Öldunnar. Þarna niðri á Laxárdalnum gerðist saga á síðari helm- ingi 19. aldar, hún er á þessa leið: Kvöld eitt á útmánuðum var barið að dyrum á Borg- um, sem er næstfremsti bær í Hraunfellsdal norðan Smjörvatnsheiðar. Þar voru komnir 3 gestir, hjón norð- an úr Þingeyjarsýslu ásamt dóttur sinni frumvaxta. Voru þau að fara vistferlum austur á Jökuldal. Gistu þau um nóttina á Borgum. Morguninn eftir var komin norðaustan snjóbleytuhríð. Þó vildu hjónin fyrir alla muni halda áfram ferð sinni, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir bóndans á Borgum, Kristjáns, og sonar hans, sem vildu kyrrsetja þau í svo tvísýnu veðri. En þegar engar fortölur dugðu, en hjónin með öllu ókunnug á þessurn slóðum, réðst Guðmundur Kristjánsson, síðar póstur, til fylgdar með þeim. Hann var þá um tvítugt. Einn hest höfðu hjónin undir föggum. Þegar upp á Svörtubrún kom, versnaði veðrið og vildi Guðmundur að þau sneru við, en Þingeyingur- inn aftók það með öllu, svo Guðmundur hélt lengra með þeim upp með Fossá. Þegar inn á Þrívörðuháls kom stakk Guðmundur við fótum og sagðist ekki fara lengra, en ef þau væru ófáanleg að snúa með sér aftur ofan í Borgir yrði að ráðast sem verða vildi um fram- hald ferðarinnar. Sagði hann þeim svo greinilega til vegar, kvaddi og hélt síðan heim á leið, en hjónin ásamt dóttur sinni héldu áfram ferðinni suður í hríð- arsortann. Er skemmst frá því að segja að veður versn- aði eftir því sem á daginn leið og hærra kom upp á heiðina. Náðu þau þó við illan leik niður fyrir Áfanga- brekkur eftir mikla hrakninga í Vöðlunum, og þá orð- in uppgefin og gegnvot. En með því að dagur var að kvöldi kominn og þeim hjónum ekki örgrannt um að þau færu villur vegar, tóku þau það ráð að grafa sig í fönn þarna efst á Laxárdalnum. Þaðan er hálfs annars klukkutíma gangur til næsta bæjar á Jökuldal. Höfð- ust þau svo við í snjóbyrginu yfir nóttina, en köld varð þeim gistingin. Þegar birta tók um morguninn var veður orðið bjart- ara, en komið frost og skafrenningur. Sást þá rofa í fjöllin austan við Jökuldal. Þá tók Þingeyingurinn svo til orða: „Nú skuluð þið mæðgur halda áfram og reyna að ná bæjum, en ég fer ekki lengra að sinni, því ég má mig lítið hræra vegna taksóttar." Þær mæðgur lögðu svo af stað og stefndu á austurfjöllin og leið ekki á mjög löngu áður en þær nálguðust Jökuldalsbrúnir. Náðu þær svo niður að Fossvöllum. Var þar brugðið við og brotizt norður í heiðina með skíðagrind, brekán og önnur föng, til að sækja hinn sjúka mann. Þeir Heima er bezt 267

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.