Heima er bezt - 01.08.1959, Side 13

Heima er bezt - 01.08.1959, Side 13
bakkanum skammt framan við bæinn Gnýstaði. Þó veðrið væri glórulaust og orðið dimmt af kvöldi gekk Gísli á miðjan beitarhúsavegginn og hefur þar ekki skeikað feti um ratvísi. Við silumst áfram en ekki birtir í élið. Þvert á móti kyngdi æ meira niður. Byrjað var að rökkva og nú skall hann á með norðaustan stinnings kalda, sem þeytti snjókófinu framan í okkur og féð, sem nú fór að tregðast í gangi að kafa mjöllina, sem orðin var á miðj- ar síður, en nú hallaði skyndilega undan fæti og við komum niður í hvamm. Var þar afdrep nokkurt og um leið þverneitaði féð að fara lengra, enda tilgangs- laus frekari rekstur móti veðrinu, sem gerðist nú all- hvasst. Ég litaðist um í þessum krika og sannast að segja höfðum við gengið alllengi án þess að vita hvar við fórum, en hér þekkti ég mig, kallaði til Hallgríms og sagði að við værum staddir í Víðárbotnum, sem eru suður af Gnýstöðum og beinna hefði ekki orðið farið eftir áttavita en þessari eðlisávísun. En ég er alls staðar rati að rata, nema á Smjörvatnsheiði. Vildi ég láta fyrir- berast þar sem við vorum komnir, því þarna eru stórir steinar, sem hægt er að hama sig undir, því snjór var svo laus að ekki var hægt að grafa sig í fönn, enda hafði hvorugur okkar félaga reynslu í því að grafa sig í fönn eða liggja úti. En fyrir nokkrum árum höfðu tveir Vopnfirðingar legið úti í eitt dægur á þessum slóðum. Voru þeir að koma með fé austan af Dal. Þeir fengu snjóbleytuhríð, byrjuðu að villast og settust síðan að þarna á heiðinni, grófu sig í fönn og bjuggu til snjó- kerlingu að auki, sér til skemmtunar í snjóbyrginu. Lít- ið varð um svefn hjá þeirn félögum. En er dagur rann, var hríðinni létt að nokkru, en veður þó allillt, féð týnt, svo mennirnir héldu heimleiðis. Ekkert varð þeim meint af volkinu, nema það slettist eitthvað upp á vináttuna þessa vondu nótt, því úr snjóbyrginu komu þeir óvinir, en höfðu áður verið mestu mátar, en þeirra saga verður ekki sögð hér lengri. En áttum við Hallgrímur að yfirgefa féð og leita byggða? Nú áttum við undan brekkunni að sækja ofan á Gnýstaðadalinn og ekkert að óttast nema þá að hrapa í árgilið. Hins vegar gat verið áhætta að hafast þarna við á berangrinum til næsta morguns, því báðir vorum við sveittir og blautir í fætur. Hallgrímur tók af skarið í þessu máli og kvaðst vilja leita byggða. Víðáin kemur þarna upp í botninum þar sem við vorum staddir. Rennur hún að mestu neðanjarðar und- ir stórgrýttri urðinni og sér lítið til hennar. Eftir þess- um grjótfarvegi klöngruðumst við niður á við. Gekk á ýmsu fynr okkur í hríðinni og slömpuðumst við annað veifið ofan í urðarpytti eða steyttum fætur á steinum, en farveginum héldum við samt með því að þreifa okkur áfram í hríðarmyrkrinu. Dagsbirtuna þraut nú óðum. En er við höfðum skammt farið, rof- aði lítið eitt í hríðina. Hertum við nú gönguna, ef göngu skyldi kalla, og brátt sáum við grilla í ljósið á Hraunfelli. Það var að vísu langt undan, en ef allt gengi eftir áætlun, myndum við ná Hraunfelli upp úr vökulokum ef hann skellti ekki saman aftur. Er svo skemmst frá því að segja, að við bröltum áfram yfir stokka og steina niður Víðarfjall, en kelduþungir vor- urn við út Gnýstaðadalinn, því landið er þarna sundur skorið af lækjum og giljadrögum. Veðrið batnaði, eft- ir því sem utar dró á dalinn og loksins náðum við eyði- býlinu Gnýstöðum, sem stendur á eystri bakka Sunnu- dalsár. Hraunfell er á bakkanum hinum megin árinn- ar góðan spöl útnorður frá Gnýstöðum. Er því yfir Sunnudalsá að fara og er þarna að henni alldjúpt gil. Þegar að ánni kom sáum við að hún mundi vera væð, en nokkur krapi var kominn í hana, og til þess að þurfa ekki að láta þurrka buxur okkar beggja á Hraunfelli, bauðst Hallgrímur til að bera mig yfir ána. Gekk það vel. Það voru vögusíðir menn sem gengu í hlað á Hraun- felli þetta kvöld. Fólk var þar nýháttað, en fór á fætur og veitti okkur ágætan beina. Sváfum við svo þar um nóttina. Um morguninn vaknaði ég með höfuðverk. Veður var svalt og bjart en logn að mestu. Við lögðum síðan af stað til að sækja féð og gengum ána á næturís yfir hyl, sem er skammt framan við vaðið, þar sem við óðum kvöldið áður. Hylur þessi er djúpur. Norðan að honum gengur klettastapi neðst í Hraunfellstúni. í þessum hyl drekkti sér geðveik kona frá Hraunfelli á 19. öldinni. Voru varðhöld um hana, en kvöld eitt heyrði fólkið hana ganga fram pallinn og hafði hún yfir þetta alkunna vers: Allra síðast þá á ég hér andláti mínu að gegna, sé þá, minn guð, fyrir sjónum mér sonar þíns pínan rnegna, þegar hann lagður lágt á tré og leit til mín augum grátande; vægðu mér því hans vegna. Að svo mæltu stökk hún fram af pallskörinni og út. Maður nokkur veitti henni eftirför og elti hana niður túnið. Þegar fram á stapann kom hafði hann hendur á pilsi hennar í sömu andrá og hún steypti sér fram af stapanum. Lét hún þar lífið. Við komumst þarna yfir heilu og höldnu og héldum síðan sem leið liggur suður frá Gnýstöðum, en aftan- þungir vorum við upp Víðárfjall. Féð var allt kyrrt í Víðárbotnum og komumst við með það út að Sauðá, sem rennur í Sunnudalsá andspænis Hraunfelli. Var þá komið að myrkri. Skildum við féð þarna eftir í krafstri, en fórum sjálfir yfir í Hraunfell og gistum þar næstu nótt. Daginn eftir rákum við svo féð áleiðis út í sveit. Þegar við vorum komnir út að Fossá, sem er á skammt framan við Borgir, sáum við hvar maður kom á móti okkur. Var þar kominn Páll á Refsstað, sem heilsaði okkur með eftirfarandi orðum: „Velkomnir úr dauð- anum.“ Þá var ekkert símasamband innan sveitar í Vopnafirði, en símað hafði verið frá Fossvöllum á Vopnafjörð og spurt eftir hvort við værum ekki komn- Framhald. á bls. 290. Heima er bezt 269

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.