Heima er bezt - 01.08.1959, Síða 14

Heima er bezt - 01.08.1959, Síða 14
ÁRNI í EYJUM ÁRNASON: Einn á eyðihjarni Yfir kaldcm eyðisand einn um nótt ég sveima.... Fyrstu mánuði ársins 1910 var nokkuð kalt í veðri, frost allhörð og snjókoma, sem þó varð að mestu leyti að svellhjarni í lágsveitum Yestur- Skaftafellssýslu, því að öðru hvoru blotaði í snjóinn nýfallinn og. fraus svo strax á eftir. Eins og oft áður og síðar, bar svo til þenna vetur, að útlent skip strandaði á Meðallandsfjörum. í þetta sinn var það enskur togari, Thomas Hamling að nafni. Varð hann fyrir því óhappi, að rekast upp á Skarðsfjöru. Skipverj- ar komust heim til bæjar hraktir og illa til reika. Það gátu menn fljótt skilið að tvo menn vantaði af skips- höfninni, að annar væri dáinn en hinn slasaður. Strax barst fréttin um sveitina. Allir sem gátu, brugðu við að leita hins strandaða skips og manna þeirra er vantaði. Skipið fannst fljótt og lík þess er látinn var, en það tók nokkurn tíma og allmikla leit að finna hinn slasaða mann. Hann var fótbrotinn og mjög illa hald- inn af kulda og þreytu. Var hann fluttur til bæjar, þar sem hann fékk þá hjúkrun, sem unnt var að veita og góða hjálp er Iæknirinn kom á vettvang. Maðurinn hresstist líka furðu fljótt, en varð þó vitan- lega að vera kyrr og eftir af félögum sínum, er þeir skömrnu síðar voru fluttir til Reykjavíkur áleiðis heim til sín. Skömmu eftir þetta þurfti ég að fara til Víkur í Mýrdal. Stóð svo á, að ég þurfti að leggja af stað dag- inn, sem uppboð var haldið á varningi þeim, er bjargað var úr togaranum. Þann dag var bjart veður og spakt með talsverðu frosti. Ég lagði af stað um hádegisbilið. Kúðafljót var þá ekki neinn farartálmi, þareð það var lagt alltraustum ísi, nema nokkrir smá álar vestast í „Utfljótinu“. Ég hélt sem leið lá að Þykkvabæjarklaustri. Þar naut ég hins bezta beina, eins og jafnan á þeim bæjum, og fékk náttstað. Að morgni var svipað veður en frost þó nokkru meira. Lítill snjór var í Alftaveri en íshella yfir öllu. Það var álit manna þar, að á sandinum mundi hjarnið halda gangandi manni, þó lítt eða alls ekki væri fært hestum. Ég lagði af stað frá Þykkvabæjarklaustri snemma morguns. Var ég með létta tösku á bakinu. í henni voru þurrir sokkar, matarbiti og auk þessa stakk ég í hana smávisk af þurri töðu. Ég gekk sem leið lá fram hjá Hraunbæ og út í Mýrdalssand. Gekk ferðin vel, því að færið var þá ágætt. Nú varð fyrir mér auður lækur sem heitir „Kælir“. Þareð frostið var allhart fannst mér ekki gott að bleyta plögg mín. Tók ég því það ráð að fara úr sokkunum og vaða berfættur yfir lækinn, sem ekki var djúpur. Allt gekk þetta vel. Eftir þetta var þurr vegur út undir Dýralækjarsker, en þar var auður uppsprettulækur. Ég hafði sömu aðferð við hann, óð hann berfættur og bretti upp buxnaskálmunum til að verja þær bleytu. Þetta gekk prýðilega. Þegar upp úr læknum kom, lét ég ofurlítinn töðuvisk við ilina, um leið og ég fór í sokkana, til þess að fyrirbyggja að raki kæmist að þeim. Rétt síðar fór færðin að þyngjast. Snjórinn fór vax- andi eftir því sem utar kom. Hörð skel var á honum sem hélt manni eitt og eitt skref, en jafnaðarlegast brotnaði hún undan fætinum. Auðséð var að gangan mundi verða erfið. Þó hélt ég áfram og vonaði að skárra yrði þegar enn utar kæmi á sandinn. Nálægt miðjum sandinum eru tvær ár með stuttu millibili. Þær eru Blautakvísl og Háöldukvísl. Þær voru báðar auðar enda frjósa þær sjaldan. Blautakvísl var í tveim álum en ís á miðjunni. Ég fór nú úr sokkunum og ytri buxunum og óð yfir austari álinn. En þat sem aðeins fá skref voru milli álanna, vildi ég spara tímann og hlaupa milli þeirra án þess að fara í skó eða sokka. En ísinn var kaldur og krafðist tolls. Tók hann því of- urlítið af yztu húð iljanna á fótum mér, heldur en að fá ekki neitt. Þetta gekk nú samt allt sæmilega, einnig yfir Háöldukvísl. Hún var þó nokkuð dýpri og lá í einu lagi, en tolla greiddi ég henni enga. Ekki batnaði færðin, það var nú eitthvað annað. Leiðin sóttist því seint og þreyta fór að gera vart við sig. Langt var enn til byggða og nokkur tvísýni var á, hvort þrekið entist til þess að komast á leiðarenda. Þó var ekki um annað að gera en reyna að halda áfram. Ekki dugði að leggjast fyrir. Hægt og hægt nálgaðist Höfðabrekkufjall og hvert sporið færði mig nær tak- markinu. Þannig hélt ég áfram lengi, hægt og sígandi, en þreytan óx og freistingin að setjast niður og hvílast. Ymsar sagnir komu fram í huga minn, sagnir um menn, sem lentu í ófærð og illveðrum á eyðisöndum eða á heiðum uppi. Þeir ko’must stundum til byggða eftir mikið erfiði oft stórskemmdir af kali eða meiddir. Aðr- ir lögðust fyrir þreyttir og örmagna eða villtust af leið og enginn var til frásagnar um stríðið, sem háð var áð- ur en yfir lauk. Það segir fátt af einum. Það var óumræðilega gott að vera þurr í fæturna og töðuviskurinn veitti notalega hlýju. Ekki hlóðst heldur til muna snjór í buxurnar því þær höfðu ekki blotnað í ánum. Ég var öruggur um að halda réttri leið, þótt nú væri farið að snjóa nokkuð, því stikur stóðu upp úr snjónum með stuttu millibili — 60 faðma millibili —. I raun og veru var þess vegna allt í lagi á meðan þrekið 270 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.