Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 15
entist, en það mátti heldur ekkert út af bera ef vel átti að fara. Það var mér fullljóst. Smá lasleiki eða misstig gat ráðið úrslitum. Bezt var því að fara hægt og þreyta sig ekki um of að óþörfu. Það var farið að rökkva enda sorti í lofti og vaxandi snjókoma. Jæja, þarna var þá Múlakvísl, loksins komst ég að henni. Það er jökulkvísl, sem fellur austan undir Höfðabrekkufjalli og þaðan beinustu leið til sjávar. Hér var snjórinn orðinn grynnri og frostið fannst mér eitt- hvað minna. Kvíslin var vatnslítil eins og oftast í frost- um. Þá var að leggja í hana og vaða. Nú nennti ég ekki úr sokkunum. Það hefði líka tafið til muna því Múla- kvísl lá í fleiri álum með eyrum á milli. Þess utan var hún grýtt í botni. Hvergi var áin djúp og brátt var komið yfir. Þar með var sandurinn að baki, óvinurinn sigraður. jMér datt í hug að fara heim að Höfðabrekku. En þar eð allbratt er þangað upp að fara og torvelt mundi að velja snjólétta leið í dimmunni, tók ég þann kostinn að halda áfram göngu minni út með fjallinu. Þar var víða snjólétt. Ég hélt því áfram og gekk greiðlega. Kerling- ardalsá var uppbólgin af frostinu og rann í einum ál milli skara. Hann var meir en mittisdjúpur en straum- léttur og þess vegna ekki svo erfiður viðfangs. Nú var skammt eftir heim að Fagradal og fór ég að greikka sporið, því að ég hlakkaði til að komast til húsa. Ég knúði þar hurðu og stóð ekki á að bæjardyrnar væru opnaðar. í Fagradal var mér tekið undur vel og í té látinn sá greiði, sem með þurfti. Þar naut ég ágætrar hvíldar um nóttina. Ég var ekki mjög árrisull næsta morgun enda dálítið lerka í ganglimunum. Var þess vegna nokkuð teldð að líða á dag er ég lagði af stað þaðan. Nú var ekki löng leið eftir til ákvörðunarstaðar. Ut með Víkurhömrum var ágætt færi, og eftir skamma stund var ég kominn að kauptúninu Vík í iMýrdal. Einn sá fyrsti er ég hitti að máli í Víkinni, var Sig- urður Eggerz sýslumaður. Þegar ég heilsaði honum sagði hann: „Sjaldan hef ég orðið jafn feginn að sjá mann eins og þig núna.“ „Hvað ber til þess,“ spurði ég. „Ég var að koma af stranduppboðinu í gær,“ svaraði hann. „Ég frétti í Álftaverinu, að þú hefðir lagt einn af stað út á sand. Við fórum með sjó og er hingað kom í gærkvöldi fór ég að grennslast eftir hvort nokkur hefði séð þig. Þegar það var ekki og allar eftirgrennslanir í morgun báru engan árangur, var ég nú að gera ráð- stafanir til þess að þín væri leitað. En nú ertu kominn, heill og hress. Guði sé lof.“ Þannig sagði Eggerz og hristi hönd mína með hlýju brosi eins og ég væri úr helju heimtur. Ferð rninni yfir sandinn var lokið án nokkurra virki- legra óhappa. Ég var kominn til vina minna í kauptún- inu í Vík í Mýrdal. (Skrifað eftir frásögn Einars Sigurfinnssonar frá Lágu-Kotey í Meðallandi, síðar að Iðu, Biskupstung- um, 18. apríl 1959). Bréfaskipti Hajdís Baldvinsdóttir, Svarfhóli, Miðdölum, Dalasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 14—18 ára. Ólafia G. Guðmundsdóttir, Kolsstöðum, Miðdölum, Dala- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrin- um 16—25 ára. Guðrún Jónsdóttir, Lundi, Vík í Mýrdal, Vestur-Skaftafells- sýslu, óskar eftir að komast í bréfaskipti við pilt eða stúlku á aldrinum 11—13 ára. Guðbjörg Magnúsdóttir, Svínafelli, Oræfum, Austur-Skafta- fellssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við 11—14 ára pilta eða stúlkur. Jóhanna Gunnarsdóttir, Svínafelli, Öræfum, Austur-Skafta- fellssýslu, óskar eftir bréfaskipum við pilta eða stúlkur á alrdinum 22—24 ára. Sigriður Sigurðardóttir, Grenjaðarstað, S.-Þing., óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 14—15 ára. Halldór Sigurðsson, Grenjaðarstað, S.-Þing., óskar eftir bréfa- skiptum við stúlkur og drengi á aldrinum 10—12 ára. Gerður Sigurðardóttir, Grenjaðarstað, S.-Þing., óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 13—14 ára. Kristbjörg S. Ólafsdóttir, Nesi, Aðaldal, S.-Þing., óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 13—14 ára. Erla Jónsdóttir, Munaðarnesi, Ingólfsfirði, Strandasýslu, óskar eftir að skrifast á við krakka, á aldrinum 11—13 ára. Anna Bjarnadóttir, Hólakoti, pr. Hofsós, Skagafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 11—14 ára. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Brakanda, Hörgárdal, Eyjafirði, óskar eftir bréfaskiptunr við pilta og stúlkur, 18—20 ára. Erla Þorsteinsdóttir, Brakanda, Hörgárdal, Eyjafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur, 15—17 ára. Guðriður Þorsteinsdóttir, Brakanda, Eyjafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur 13—15 ára. Arnheiður Þorsteinsdóttir, Fornhaga, Hörgárdal, Eyjafjarðar- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur 17—19 ára. Gunnfríður Ingólfsdóttir, Fornhaga, Hörgárdal, Eyjafjarðar- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við 15—17 ára pilta eða stúlkur. Erna K. Hjaltadóttir, Hjarðarholti, Laxárdal, Dalasýslu óskar eftir að komast í bréfasamband við 9—10 ára dreng eða stúlku. Bára Hjaltadóttir, Hjarðarholti, Laxárdal, Dalasýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldr- inum 7—8 ára. Sigriður Guðmundsdóttir, Hjarðarholti, Laxárdal, Dalasýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við dreng eða stúlku, á aldrinum 14—16 ára. Heima er bezt 271

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.