Heima er bezt - 01.08.1959, Side 17
bóndi á Fjöllum. Arnfríður var næst; hún giftist Bald-
vin Friðrikssyni; þau bjuggu í Mjóadal í Bárðardal. —
María, sú fjórða í röðinni var heima meðan mamma bjó,
en seinna giftist hún Hirti Jónssyni, fóstursyni séra
Jóns Austmanns á Halldórsstöðum í Bárðardal. Sigríð-
ur var næst, giftist hún Jónasi Helgasyni frá Græna-
vatni í iMývatnssveit; þá Kristjana, sem giftist Snorra
Jónssyni á Fjöllum í Kelduhverfi, bróður Jóns. Þessar
þrjár síðasttöldu systur mínar fluttust allar til Ameríku.
Þegar fæddar voru sex dætur eignuðust foreldrar mín-
ir son, sem var látinn heita Erlendur, en hann dó viku-
gamall. En eftir eitt ár fæddist annar drengur, sem einn-
ig var látinn heita Erlendur, og var þá gleðin mikil. Er-
lendur fór til Ameríku um leið og systur mínar, og
byggði þar skóla í nýju íslenzku byggðinni. Áður hafði
hann verið á A'föðruvallaskólanum. Svo fæddust enn
tvær dætur, og var hin eldri sú, er þetta ritar, 20. maí
1864, en hin yngri hét Hólmfríður, átti hún Sigvalda á
Fljótsbakka í Reykjadal, og lifir hún enn. Þá var Björn,
sem einnig fór til Ameríku 18 ára gamall, kvæntist þar
íslenzkri konu og varð verksmiðjueigandi. Yngstur var
Eiríkur, kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Jarlsstöðum,
bóndi á Sandhaugum í Bárðardal.
Auk foreldra minna og systkina var á heimilinu rosk-
in kona, Steinunn Jónsdóttir. Hún var fóstursystir
mömmu. Hún hafði misst báða foreldra sína í æsku og
Erlendur afi minn hafði tekið hana að sér. Þegar for-
eldrar mínir fluttu í Ingjaldsstaði, flutti hún með þeim.
Nunna annaðist okkur börnin og hún hafði sérlegt dá-
læti á mér og arfleiddi mig að eigum sínum. Af þeim
skildi ég m. a. eftir heima rokk og skáp, sem nú hefur
verið sendur á Þjóðminjasafnið en fagurlega útskorinn
kistill hefur fylgt mér hvert sem ég hef farið.
Þar voru einnig þeir Davíð Jónsson vinnumaður,
tryggur og iðinn og bezti fjármaður, og Maggi smali.
Það fyrsta, sem ég man eftir var, að ég heyrði sagt:
„Gættu að barninu“. Ég vissi strax að barnið var ég, og
var ég þá komin innan um marga hesta, sem bundnir
voru við hestasteininn. Adér var lyft upp í söðul og ég
man hvað mér þótti það gaman, ég hafði aldrei séð
mikið af veröldinni. Þá var ég tveggja ára.
Öðru atviki man ég eftir, frá því ég var á þriðja ári.
jóhann föðurbróðir minn var á Ingjaldsstöðum; hann
fékk aldrei jörð, sem honum líkaði, og var oft á laus-
um kili; átti konu og einn son. Nú hafði hann fengið
jörð suður á landi og ætlaði að flytjast þangað. En áður
en bræðurnir skildu, vildu þeir fara til kirkju á Ljósa-
vatni og vera til altaris. Ég var bara tveggja ára, sem
fyrr segir, en Björg kona Jóhanns vildi endilega hafa
mig með til kirkjunnar, því að ég var heitin eftir henni.
Ég var dubbuð upp í það bezta, sem ég átti, og Jóhann
reiddi mig fyrir framan sig. Ég var ánægð með það, en
þegar farið var yfir fljótið og vatnið flaut upp á síður
hestsins, varð ég hrædd og fór að grenja, trúði Jóhanni
ekki lengur fyrir lífi rnínu, og kallaði: „Pabbi, taktu
mig, taktu mig.“ Svo stóð ég á hnakknefinu hjá pabba
og hélt um hálsinn á honum. „Þú kyrkir mig, barn,“
sagði hann, og ég skildi það og losaði strax um takið.
Þegar komið var upp úr fljótinu, var hesturinn mjög
viljugur. Adamma reið við hliðina á okkur, og ég held,
að það hafi verið í fyrsta sinn, sem ég sá móður mína;
hún var svo falleg á hesti. Svo man ég ekki, fyrr en
komið var í kirkjuna. Foreldrar mínir, Jóhann, kona
hans og sonur fóru öll inn að grátunum, en ég sat ein
eftir; mamma sagði mér, að ég skyldi sitja kyrr; mér
fanst þetta skrýtið og fór að hyggja að, hvað verið
væri að gera, og sá að þau fengu eitthvað að borða og
drekka. Þá á ég að hafa sagt: „Má ég smakka?“ En svo
var ég tekin aftan frá og sett á kné; ég leit upp og sá
mann með hýr, góð augu. Hann hvíslaði að mér:
„Litla stúlkan á að vera góð og hlusta á hvað prestur-
inn segir.“ Ég reyndi svo að sitja kvrr og hlusta, en
skildi ekki orð. Fegin var ég, þegar mamma kom í sæti
sitt, þá hljóp ég til hennar heldur tindilfætt. Seinna um
daginn man ég eftir stórri stofu, þar sem við sátum öll
og drukkum kaffi. Ég sat á kné hjá ókunnugum manni,
og hann tók köku af einu fatinu, gaf mér og sagði:
„Nú máttu smakka.“ Seinna hef ég heyrt, að það hafi
verið séra Þorsteinn, sem var prestur í Yztafelli. Hann
hafði sagt við pabba, að þetta hefði verið í fyrsta sinn,
sem hann hefði haft ástæðu til að hlæja við altarið.
Svo man ég ekkert eftir mér, fyrr en ég var fjögurra
ára. Það var eitt af þessum indælu, kyrru haustkvöldum,
þegar náttúran virðist standa á öndinni. Sólin hvarf bak
við Ljósavatnsfjallið, en svo var aftur sólskin um stund,
meðan hún gekk yfir Ljósavatnsskarðið, unz hún hvarf
bak við Krossöxlina. Helm föðurbróðir minn var orest-
O O
komandi og mamma hafði borið út stofuborðið og tvo
stóla, bræðurnir sátu úti á hlaðinu og drukku kaffi. Svo
fór að dimrna, og þá sá ég stjörnurnar í fyrsta skipti.
Ég spurði hvað þetta væri á himninum, og Helgi föður-
bróðir sagði, að það væru augu guðs. Ég hafði heyrt
guð nefndan og lært „Faðir vor“ og fleiri bænir. „Hef-
ur hann svona mörg augu?“ spurði ég. „Já, hann þarf
að sjá yfir allan heiminn og líta eftir öllum litlum stúlk-
um, hvort þær geri eitthvað, sem þær mega ekki.“ Þá
hefur hann séð, að ég tók sykur úr skálinni hennar
mömmu, hugsaði ég. Um nóttina dreymdi mig, að mað-
ur kom neðan götuna með sítt, grátt skegg, og ég þótt-
ist vita, að það væri guð, en ég undraðist, að hann hafði
aðeins tvö augu, þau höfðu verið svo mörg kvöldið
áður.
’ Ég hafði mjög gaman af sóleyjunum í túninu og
gleym-mér-eiunum á lækjarbökkunum, og einu sinni
ásetti ég mér að tína blóm og gefa huldukonunni, sem
bjó í klettinum við ána, en Rauðá rennur nokkru fyrir
neðan bæinn. Ég tíndi stóran vönd og komst með hann
niður að ánni þótt þýft væri. Ég barði að dyrum á
klettinum, en enginn kom út. Ég tók þá stein og lamdi
með honum hvað eftir annað þrjú högg, en allt kom
fyrir ekki, huldufólkið var ekki heima. Ég sneri von-
svikin heim, en komst ekki lengra en upp í þýfið og
sofnaði þar í skorningi. Um kvöldið var mín saknað og
farið að leita mín og loks fann vinnumaður mig, sem
hafði séð móta fyrir hvítu skýlunni minni í myrkrinu.
Hann reisti mig upp og danglaði í mig. Ég fór að gráta
Heima er bezt 273