Heima er bezt - 01.08.1959, Síða 19

Heima er bezt - 01.08.1959, Síða 19
niður eftir, og öll goðin risu upp úr fossinum og kvört- uðu yfir, að þeim væri svo kalt. Draumurinn varð mér hugstæður, og bað ég einlægt um að fá að koma að fossinum. Seinast sögðu pabbi og mamma, að það væri bezt að halda töðugjöldin við fossinn, þá væru þau laus við þessa rellu. Einn sunnudag fórum við öll ofan eftir, og þar voru haldin töðugjöld. Ég var einlægt hjá fossinum og hélt, að goðin myndu koma aftur og sýna sig, en þau komu aldrei. Seinast sagði pabbi: „Ég held, að við missum þetta barn í fossinn.“ En það kærði ég mig ekki um og gætti þess að fara ekki of nærri, en mér voru það mikil vonbrigði, að sjá ekki goðin. Ég man fyrst eftir jólum, þegar ég var sex ára gömul. Mamma átti svo annríkt fyrir þau, að hún hafði ekki tíma til að segja okkur sögur í rökkrinu. Það þurfti að tæta og prjóna svo að enginn klæddi köttinn. Það var skorið laufabrauð og steypt kerti. A aðfangadagskvöld vorum við klædd í allt nýtt, og fengum sitt hvort kert- ið. Við áttum von á jólagesti og kom hann seint í þetta sinn. Pabbi fór sjálfur til dyra og kom inn með gest- inn. Það var maður, sem skreið á hnjám. Hann hafði sítt, grátt hár og skegg. Hann heilsaði mömmu fyrst og rétti okkur svo höndina, en á hana vantaði allar fremstu kúkurnar. Ég þorði ekki að heilsa honum en pabbi leit byrstur á mig og tók ég þá í hönd hans. Þetta var Kristján, sem kallaður var fótalausi. Ég hef löngun til að segja sögu hans hér, en hún er of löng til þess. Hann var ævinlega sjálfsagður gestur á jólunum og fékk alltaf sína jólagjöf. A hverju sumri, þegar ekki var hafís fyrir Norður- landi, kom danskur maður, Fog að nafni, seglskipi sínu til Húsavíkur. Hann nefndist spekúlant. Heldur var fátt með þeim faktornum á Húsavík, því að þeir bænd- ur, sem ekki skulduðu faktornum, kusu heldur að fara út í skip og skipta við spekúlantinn, því að hann hafði á boðstólum flestan þann varning, sem hugurinn girnt- ist. Faðir minn var meðal þeirra bænda, sem skiptu við Fog, enda voru honum viðskiptin greiðari en ýmsum öðrum, þar sem hann gat talað dönslcu. Vinátta tókst með honum og spekúlantinum, og hafði pabbi heim með sér ýmsa hluti, sem annars voru ekki til á smábæj- um. Meðal þeirra hluta var borðbúnaður, hnífapör, skeiðar, bollapör og diskar. Ég hygg, að pabbi hafi pantað þessa hluti árið áður. Einu sinni færði hann okk- ur systkinunum að gjöf myndskreyttar könnur frá spekúlantinum, og tók hver þeirra mörk. Þótti okkur mikið til lcoma að drekka mjólkina úr þeim á morgn- ana. Einu sinni fór pabbi með lausan hest til Húsavíkur og bauð spekúlantinum heim með sér. Þeir riðu alla nóttina og komu heim að morgni í blíðskaparveðri, og var þeim gefið kaffi á hlaðinu. Eftir að Fog hafði sof- ið nokkra tíma, fór hann á fætur og fékk að borða. Lambi hafði verið slátrað og við krakkarnir sendir í berjamó, og var honum gefin lambasteik og berjaskyr. Pabbi fylgdi honum síðan aftur til Húsavíkur, því að spekúlantinn var ekki vanur reiðmaður, og þótti ekki ráðlegt, að hann færi einn. Þegar pabbi kom heim aftur, var hann í frakka með slagi og hafði hatt, en áður hafði ég engan mann nema prestinn séð þannig búinn. Og kom mér í hug, að ekki gæti kóngurinn verið fallegri mað.ur, en faðir minn. Ég hafði mjög gaman af að vera á hestbaki. Ein- hverju sinni fór ég í leyfisleysi út í haga, batt sokka- bandinu mínu upp í Lýsing, þriggja vetra fola, leiddi hann að þúfu og klifraði á bak. Hesturinn tók á sprett, en þegar hann stökk yfir gróf, datt ég af honum ofan í. Þegar ég leit upp stóð Lýsingur á bakkanum og veif- aði taglinu í ákafa og horfði á mig með megnustu fyr- irlitningu. Augu hans virtust segja: „Klaufinn þinn, gaztu ekki tollað á baki.“ Ég fór aftur á bak á hann, en hvernig sem ég reyndi að hleypa honum, fór hann að- eins fet fyrir fet eftir það. Síðast man ég eftir föður mínum, þegar hann lá bana- leguna. Ég var þá sjö ára og orðin læs fyrir löngu. Pabbi hafði sjálfur kennt mér að lesa. Ég sat á rúm- stokknum hjá honum og átti að læra að lesa gotneska letrið; það var gömul skrudda um Gretti. Fyrst sat ég á rúmstokknum, svo færði ég mig á stól, síðan á kassa, þá á skammel, og loks upp á rúmstokkinn aftur. Allt í einu reis faðir minn upp og sagði: „Ég held, að það sé kvikasilfur í þessu barni.“ Ég spurði hvað kvikasilfur væri. Hann sagði að það væri efni, sem aldrei gæti ver- ið kyrrt. Ég man ekki til að við töluðumst við eftir þetta, en það er merkilegt, að þessi orð hans hafa oft hjálpað mér í lífinu. Pabbi lá lengi veikur ogr dó á þorra 1872. Þegar hann var jarðaður var haldin erfidrykkja og kom margt fólk úr nágrenninu. Mér þótti undarlegt að það skyldi vera haldinn veizla, þegar pabbi var dáinn. Ég sat úti í horni og naut einskis og engu tauti varð við mig komið, hefur mamma sagt mér. Éinhver var við jarðarförina, sem bar taugaveiki með sér, og við lögðumst öll saman veik, sá eini, sem var á fótum var vinnumaðurinn, Dabbi. Arnfríður systir mín var þá einhvers staðar við nám og var kölluð heim, hún hefur hjúkrað okkur vel, því að við komumst öll yfir veikina. Eftir að við vorum orðin frísk, var ég einu sinni frammi í eldhúsi hjá mömmu, og þá bvrjuðu allar flöskurnar á hillunum að dansa. Eg spurði mömmu, hvað þetta væri. „Það er jarðskjálfti,“ sagði hún „á það nú líka að leggjast á okkur.“ \"ið hlupum út, þegar jarðskjálftakippirnir komu. Þetta var um vorið og auð jörð, við fleygðum okkur niður, því að jörðin gekk í bylgjum. Kýrnar urðu órólegar á básunum og garnli vinnumaðurinn leysti þær og hleypti út öllum skepn- um, sem voru innilokaðar. Jarðskjálftarnir gerðu engan skaða og hættu von bráðar. Dag einn kom hár og fallegur maður heim í Ingjalds- staði. Það var borinn fyrir hann matur fram í stofu, mamma sat þar hjá honum, og töluðu þau lengi saman. María kom inn til mín og sagði, að ég ætti að koma fram í stofu og tala við þennan ókunna mann. Ég var feimin og vildi ekki fara. „Þú þarft ekki að vera feim- in,“ sagði hún, „þetta er móðurbróðir hennar mömmu.“ Heima er bezt 275

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.