Heima er bezt - 01.08.1959, Qupperneq 20
Hann tók mig á kné sér og spurði, hvað ég héti og
hvað ég væri gömul. „Viltu ekki koma og heimsækja
okkur?“ spurði hann. „Ég á tvær litlar telpur á þínum
aldri, sem þú getur leikið við.“ Ég var ekki frábitin
því, að það væri gaman að sjá sig um. Þessi maður var
jón Sigurðsson á Gautlöndum, forseti Alþingis. Ég var
klædd upp á og vafin sjölum, og hann reiddi mig á
hnakknefinu upp í Gautlönd.
Þegar þangað kom, leiddi Jón mig inn löng göng, og
inn í baðstofu. „Sæl, Sólveig mín, sagði hann, ég hef
hérna dálítið að færa þér. Eg fann þessa telpu á leið-
inni, og tók hana með mér.“ Sólveig vissi víst, hvaðan
ég var. Hún klæddi mig úr yztu fötunum, horfði á
mig um stund og sagði: „Ósköp ertu skrýtin.“ Svo
komu mörg börn og þyrptust um okkur, og Þuríður,
elzta dóttirin, kom með lítinn spegil. „Villtu sjá, hvern-
ig þú lítur út?“ spurði hún. Ég leit í spegilinn og sá
grátt andlit, stór augu, nef og eyru og hér unt bil hár-
lausan koll, ég hafði misst hárið i taugaveikinni. Ég sá í
kringum mig þessi fríðu, velbúnu börn og hrópaði:
„Mikið lifandi ósköp og skelfing er ég ljót.“ Jón tók
mig við hönd sér og leiddi mig að borðinu og sá um,
að ég borðaði vel. „Ósköp ertu lengi að borða, barn,“
sagði Sólveig. „Ég á að tyggja vel, annars verður mag-
inn reiður, og ég fæ kveisu.“ Þá hlógu þau öll, og það
var ekki fallegt að hlæja að því, sem hann pabbi hafði
sagt. Seinna um daginn stóð ég úti í horni og grét,
þangað til ég var búin að fá ekka. Sólveig tók mig í
kjöltu sína og spurði, því ég væri að gráta. „Þið hlæið
að því, sem pabbi sagði, það er ekki fallegt," sagði ég.
En það var gott að halla sér upp að barmi hennar og
þar sofnaði ég og svaf lengi. Um kvöldið, þegar ég átti
að fara að hátta, varð ég aftur óánægð. Við áttum að
sofa þrjár saman í stóru rúmi. Ég átti að sofa uppi til
hjá Þuríði, en Rebekka systir hennar til fóta. Þar vildi
ég frekar sofa, því að ég vildi ekki láta anda á mig, og
fékk ég það.
Á Gautlöndum var ég mikið síðar, og revndust þau
hjón mér sem beztu foreldrar. En í þetta sinn var ég
þar aðeins gestur. Einn góðan veðurdag kom Arnfríð-
ur, móðursystir mín, í Gautlönd. Hún var gift Árna
Jónssyni, og þau bjuggu á Stöng, næsta bæ. Hún vildi
fá mig um smuarið, til að gæta Önnu dóttur sinnar, sem
var aðeins fjögra ára, en ég var átta. Jón svaraði því, að
hann ætd ekki barnið og yrði hún að tala við Guð-
rúnu systur sína. Arnfríður hefur víst farið til móður
minnar, því að í Stöng fór ég. Þar hcfur verið við-
burðarlítið; ég man ekki eftir nokkrum hlut, nema því
að einu sinni kom kona með lítið barn. Hún var á lcið
upp í Gautlönd, því að Jón var þá settur sýslumaður.
Faðir barnsins sór fyrir það, og varð út af því ógnar
rekistefna. Drengurinn stækkaði og líktist föðurnum
svo, að menn villtust á þeim. Þegar hann var 18 ára,
bauðst faðir hans til að gangast við honum, en piltur-
inn svaraði: „Þú sórst fyrir mig til helvítis, það er bezt
að þú sért þar.“ — Það hefur víst vakað fyrir þeim
hjónum að taka mig til fósturs, því mér var lofað ofan
í Ingjaldsstaði til mömmu uin haustið, og vinnumaður
fylgdi mér. Þegar Árni lyfti mér í söðulinn, sagði
hann: „Fósturdóttir mín á að ríða reiðhestinum." Á
Stöng var ég í tvö ár, og var vel með mig farið. Einn
dag kom María systir mín og sagði mér, að þau hjónin
Árni og Arnfríður ætluðu til Brasilíu og vildu hafa
mig með. Þessar Brasilíuferðir voru þá líkt og faraldur.
Það var einn dag um vorið, að þau hjónin voru boð-
in í veizlu. Vinnukonan, Finna, var að þvo þvott suður
við læk. Anna litla svaf, og Kobbi vinnumaður var í
húsum. Ég pakkaði öllu mínu dóti og lagði af stað upp
í Gautlönd. Ég hafði svo oft farið þangað áður að ég
vissi að ég myndi rata. Þegar ég kom í Gautlönd,
spurði Jón mig í hvaða erindagerðum ég væri. Ég bað
hann að passa mig, því að ég vildi ekki fara til Brasilíu.
Um kvöldið kom Kobbi og ætlaði að sækja mig, en þá
var ég háttuð og sofnuð og engurn kom til hugar að
vekja mig.
Eftir þetta ferðalag varð Árni veikur, fékk lungna-
bólgu og dó, svo að ekkert varð úr Brasilíuferð. Mér
var lofað að fara niður í Ingjaldsstaði, og var þar um
sumarið.
Um haustið kom frændkona mömmu, sem Helga hét,
kona Kristjáns Ingjaldssonar á Mýri í Bárðardal. Hún
hafði misst dóttur með sama nafni og á líku reki og ég.
Vildi hún endilega fá mig til fósturs, áleit að mamma
hefði nóg samt. Helga tók mig með sér, og ég var þar
í eftirlæti. Hálfu ári eftir að ég kom til hennar dó hún
og Kristbjörg, systir Kristjáns, tók við búinu. Kristján
átti þrjá drengi, Ingólf, Kristján og Stefán; Stefán var
aðeins þriggja ára. Á Mýri var tvíbýli, og bjó Jón
Ingjaldsson, bróðir Kristjáns, á móti honum. Kona Jóns,
Aðalbjörg, var mér fjarskalega góð, og. ef eitthvað
amaði að mér, leitaði ég til hennar. Hún var gullvel
gefin og mjög músikölsk. Þau hjónin áttu þrjú börn:
Jón, Ingjald og Önnu. Ingjaldur Jónsson, faðir Krist-
jáns og Jóns var hjá Kristjáni, gamall maður á níræðis-
aldri. Kristbjörg, dóttir hans, var bezta kona og vel
gefin, en hún var ekki búkona og hafði ekki lag á okk-
ur börnunum. Afi var hjálparþurfi; stundum gat ég
þvegið honum og hjálpað honum í fötin. Rúmið mitt
var andspænis hans, og borðaði ég alltaf við hans borð.
Honurn þótti vænt um að ég hjálpaði honum; hann
kallaði mig ævinlega Boggu sína. Hann átti von á að
deyja hvenær sem var og hafði keypt kistuna sína.
Hún stóð í mörg ár uppi á dyraloftinu. Við krakkarn-
ir notuðum hana til að fela okkur í henni.
Einu sinni var afi fjarska veikur og lá lengi. Enginn
hugði honum líf. Ég var mjög hnugginn, því að afi
var góður vinur rninn. Einn dag sagði hann við mig:
„Bogga mín, mér finnst ég vera svo óhreinn, geturðu
ekki þvegið mér?“ Ég þvoði honum eins vel og ég gat
og skipti á rúminu hans; ég var orðin stór stelpa, þeg-
ar þetta gerðist. Á eftir sagði hann: „Mér finnst ég
vera orðinn eins og annar maður.“ Nokkrum dögum
seinna fór hann á fætur, var frískur og lifði mörg ár
eftir það. Mér fannst ég eiga þátt í bata hans.
(Framhald).
276 Heima er bezt