Heima er bezt - 01.08.1959, Page 22

Heima er bezt - 01.08.1959, Page 22
Systrastapi. um öðrum þjóðlegum bókum. Þar er hver perlan ann- arri fegurri, í alþýðlegum viðlögum og ljóðrænum ævintýrum. Þar er hið fagra kvæði urn Tistram og Isodd hina björtu. Þau unnast, en fá ekki að njótast, og Isodd er öðrurn gefin. Tistram særist til ólífis í bardaga en heldur þó lífi. Hann vill ekki, að nein önn- ur græði sig en Isodd, hin bjarta frú. Skip er sent eftir lienni og skal það tjalda fagurbláum seglum á heimleið- inni, ef hún kemur með skipinu, en ella svörtmn. Isodd hin svarta situr hjá Tistram. Hún ann þeim ekki sam- funda. Þegar skipið nálgast, segir Isodd svarta, að það tjaldi svörtum seglum. Þá sprakk Tistram af trega. Þeg- ar Isodd hin bjarta leit Tistram látinn, hneig hún örend til jarðar.------- „ekki skulu þau heldur njótast dauð,“ sagði þá hin svarta Isodd, og sitt hvorum megin kirkj- unnar voru þau grafin. — En þá segir svo í kvæð- inu: „Runnu upp frá leiðum þeirra lundar* tveir. Upp af miðri kirkjunni mættust þeir.“ Þannig náðu þau saman, sem meinað var að unnast og njótast. En hvað snerta þessar þjóðsögur, þjóðkvæði og ævin- týr sjálfstæði þjóðarinnar? Er nokkurt samband milli þjóðsagna, þjóðkvæða og ævintýra og sjálfstæðisbar- áttunnar? * Lundar það eru tré. Ekki veit ég, hvort mér tekst að gera lesendum mín- um ljóst, hvernig þetta samband er. Ég vil þó reyna að skýra þetta. Friðriksberg er útborg eða hverfi í stórborginni Kaupmannahöfn. Um áttundi hluti borgarbúa á þar heima. Sumarið 1923 dvaldi ég um tíma á Friðriksbergi. Þá voru íbúar í þessu borgarhverfi rétt 100 þúsund, og á íslandi voru íbúar þetta sama ár álíka margir eða um 100 þúsund. Á Friðriksbergi voru nokkrar stórar verksmiðjur. Margar stórar verzlanir og vörugeymsluhús. Nokkrir barnaskólar. Mörg glæsileg og falleg íbúðarhús, fagrir trjágarðar og steinlagðar götur. En þeir á Friðriksbergi áttu engan Matthías Jochumsson, engan Jónas Hall- grímsson, engan Hallgrím Pétursson og engan Jón Sig- urðsson. Og þeir eiga engan Systrastapa með trega- blandinni þjóðsögu. Þeir eiga heldur ekki nein klið- mjúk þjóðkvæði, sém heilla hugann eins og fegurstu sönglög. Þeir eiga heldur ekki nein háfjöll og jökla, jökulár eða fossandi fallvötn.----- Þetta tel ég muninn á þjóð og mannfjölda. í þessum mun eru fólgin rökin fyrir tilveru smáþjóðanna. Hin kliðmjúku þjóðkvæði, þjóðsögurnar spaklegu, ævintýrin fögru, saga þjóðarinnar, minningar hennar og ættstofn, allt eru þetta sterk rök fyrir tilveru smáþjóð- ar og verðmæti sem aldrei mega glatast. Hverfi þjóð- sagan, þjóðkvæðin og ævintýrin úr lífi þjóðarinnar, þá er sjálfstæðið í hættu. Ekki er hægt að skrifa um sjálfstæði smáþjóðar, svo að ekki sé minnst á foringjann mikla, Jón Sigurðsson. Enginn hefur fært þróttmeiri rök fyrir tilveru smáþjóða en hann. Enginn skildi betur en hann muninn á mann- fjölda og þjóð. Hann skildi hvert gildi saga hafði í sjálfstæðisbaráttunni, þjóðsögurnar, ævintýrin og þjóð- kvæðin.------- Fimmtán ár eru ekki langur tími í lífssögu þjóðar. Þessi fullveldisár íslenzku þjóðarinnar hafa verið ár gjörbreytinga og framfara. Aldrei hefur þjóðinni liðið jafnvel, og aldrei hefur þjóðin verið bjartsýnni. Góður efnahagur og mikil lífsþægindi hafa lyft undir stórhug og aukið framkvæmdaþrek. Inn eru fluttar stórvirkar vélar, skip og skrautvörur, og jafnvel hugsjónir og kenningar. Einn vill allt sækja í vestur, annar vill allt sækja í austur. Hinn þriðji vill halda sig að hinum norræna stofni. Læra af frændum vorum og nágrönn- um. Um þetta er rætt og ritað og deilt. En eitt má ekki gleymast. Allt, sem innflutt er, þarf að tengjast við íslenzkar rætur, ef við viljum heita og vera sjálf- stæð þjóð. Við verðum að eiga þrek og menningu til að velja og hafna, en gleypa ekki nýmælin, eins og þorsk- ur gleypir beitu. Ég vil taka dæmi af tveimur trjáreitum til að skýra málið. Vorið 1912 fékk húsfreyjan að Stafafelli í Lóni nokkrar þroskamiklar birkiplöntur frá Hallormsstað. Hún gróðursetti þær framan við nýreist íbúðarhús móti suðri og sól. Jarðvegurinn var mildinn og djúpur. 278 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.