Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 23
Kirkjubœjar- klaustur á Síðu. Nú er þarna fagur trjágarður. Stofnfögur birkitré rísa þarna há og beinvaxin og breiða út krónur sínar, hærri en íbúðarhúsið. Sumarið 1907 heimsótti konungur Dana ísland. í minningu um komu hans voru gróðursettar mörg þús- und trjáplöntur af útlendum stofni í leirblöndnum lyng- móum við Rauðavatn, skammt frá Reykjavík. f fyrstu leit svo út, sem plönturnar ætluðu að þrífast, en svo kom kýtingur í þær. Sumar dóu, en aðrar lifðu sultar- lífi. Nú eftir rúmlega 50 ár eru tréin þroskalítil og lágvaxin. Þau eru aðflutt og sett niður af handahófi í laklegan jarðveg, sem þau hafa ekki þrifizt í. Ekki veit ég hvort þessi dæmi um misjafna trjáreiti hafa nokkuð skýrt mál mitt, en það, sem ég vil vekja athygli á er fyrst og fremst þetta: Sjálfstæð þjóð hlýtur alltaf að líta á sína eigin menn- ingu sem undirstöðu og við þjóðlegan stofn verður að tengja allt sem innflutt er. Ef það gleymist, verður út- koman lík trjáreitnum við Rauðavatn. Sjálfstæð þjóð má ekki gleypa við nýmælum, eins og óviti við lostæt- um bita, — heldur meta allt og vega, velja og hafna, annars er sálfstæði hennar í andlegum og verklegum efnum í hættu. Tilvera okkar íslenzku þjóðar er líkust ævintýri eða magnaðri þjóðsögu. Á afskekktri ey hefur þjóðin alið aldur sinn í skjóli háfjalla og jökla í baráttu við eld og ísa. Ef við gætum þess ekki að halda vel á málunum, getur saga þjóðarinnar á komandi öldum orðið aðeins þjóðsaga og gamalt ævintýri. Sú ógæfa má aldrei henda íslenzku þjóðina. Hún hefur möguleika til að vera fyr- irmynd annarra smáþjóða. Hún á menningu, forna og nýja, sem hægt er að byggja á. Auðlindir landsins bíða þess að þær séu fullnýttar. Hin fengsælu fisldmið geyma enn gull framtíðarinnar. Fegurð landsins er ekki minni en á dögurn forfeðra vorra og gróður lands og fegurð á enn eftir að aukast. Ég vil Ijúka þessum hugleiðing- um með ljóðlínum úr hátíðarkvæði Huldu skáldkonu: „Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband, og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, og langt frá heimsins vígaslóð. Geym drottinn okkar dýra land, er duna jarðarstríð.“ í júní 1959. Stefán Jónsson. Heima er bezt 279

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.