Heima er bezt - 01.08.1959, Qupperneq 24
ÞRIÐJI HLUTI
Kristín getur ekki staðið lengur aðgerðalaus. Hún
snarast ofati af danspallinum og hleypur heim að rétt-
inni. Atli er þar og dregur fé sitt af miklu kappi. Kristín
nemur staðar við réttardymar og kallar hátt á mann
sinn. Atli heyrir kall hennar, og honum er þegar ljóst
af raddblæ konu sinnar, að eitthvað óvænt hafi nú kom-
ið fyrir. Hann sleppir þegar kindinni, sem hann er ný-
búinn að handsama og gengur til Kristínar. Hún segir
formálalaust um leið og Atli kemur að réttardyrunum,
og rödd hennar skelfur af reiði:
— Farðu tafarlaust upp að danspallinum og skipaðu
Jónatan að koma hingað á stundinni til að hjálpa þér
við réttarstörfin.
— Nei, hann er nýfarinn héðan, og ég gaf honum frí
um stund.
— Það hefði verið betur ógert.
— Hvað hefur komið fyrir, kona?
— Hann er að dansa við stelpuflagðið í Austurhlíð og
virðist ekki sjá neitt nema hana.
Svo, — fann hann nú enga álitlegri til að dansa við, —
þá er honum þarfara að draga með mér rollurnar í rétt-
inni heldur en faðma hana. — En af hverju afstýrðirðu
ekki að þau dönsuðu saman?
— Það hefði ég tafarlaust gert, hefðu þau verið tvö
ein á pallinum, en það hefði líklega vakið óþægilegt
umtal, hefði ég farið að banna Jónatan að dansa við
stelpuflagðið. Farðu strax og skipaðu stráknum að koma
hingað tafarlaust og hjálpa þér við fjárdráttinn. Það
tekur enginn til þess!
Atli hlýðir skipun konu sinnar og gengur upp að
danspallinum, en Kristín fer inn í veitingatjaldið. Þaðan
ætlar hún svo að fylgjast með ferðum þeirra feðganna.
Anna í Austurhlíð hefur setið lengi á tali við hina
gömlu og góðu vinkonu sína og haft af því mikla
ánægju, en nú kveðjast þær, og leiðir þeirra skilja. Vin-
kona Önnu fer inn í veitingatjaldið til þess að fá sér
hressingu, en Anna gengur upp að danspallinum til að
leita að Lilju dóttur sinni. Hún gerir ráð fyrir að Lilja
sé komin þangað til þess að njóta gleðinnar með öðru
æskufólki. Anna nemur staðar við danspallinn og rennir
augum yfir fólkið, sem þar er samankomið. En hvað
sér hún! — Dóttir hennar svífur um danspallinn í fang-
inu á stráknum í Vesturhlíð og virðist una því vel.
Hatrið í sál Önnu rís skyndilega af öllu sínu magni
og rænir hana allri skynsamlegri yfirvegun á því, sem
er að gerast. Hún snarar sér upp á danspallinn og geng-
ur til Lilju og Jónatans og stöðvar þau í dansinum. Svo
leggur hún höndina ómjúkt á handlegg dóttur sinnar og
segir reiðiþrunginni röddu:
— Loksins fann ég þig þá, Lilja, komdu strax héðan,
ég þarf að tala við þig!
Lilja og Jónatan líta bæði jafnsnemma á Önnu, og
hatrið sem hún beinir að Jónatan í þögulli fyrirlitningu
og heiftarlegu augnatilliti, snertir þau bæði eins og hár-
beitt ör. Lilja er lostin nýrri skelfingu, og hún losar sig
með hægð úr faðmi Jónatans, en hann þrýstir hönd
hennar um leið og hendur þeirra rakna í sundur og
segir hiklaust:
— Ég þakka þér fyrir dansinn, Lilja.
— Sömuleiðis, Jónatan.
Anna herðir takið á handlegg dóttur sinnar og togar
hana af stað með sér. — Komdu strax héðan, Lilja. —
Já, ég skal koma. — Lilja slítur sig lausa af móður sinni
og hraðar sér út af danspallinum á undan henni án þess
að líta til hægri eða vinstri. Hana langar ekkert til að
vera hér lengur úr því sem komið er.
Jónatan stendur kyrr í sömu sporum og horfir á eft-
ir þeim mæðgunum, og hugsanir hans eru svo þungar
þessa stundina, að hann gleymir algerlega dansandi
hringiðunni umhverfis sig. En skyndilega er hann vak-
inn af þeim hugsunum. Atli faðir hans snarast upp á
danspallinn og leggur höndina þungt á herðar syni sín-
um.
— Komdu strax niður í réttina, Jónatan!
— Hvað stendur til?
— Það er orðið áliðið dags, og miklu starfi ólokið
enn. Þú verður að koma með mér og hjálpa til við
dráttinn!
— Já, ég skal víst koma með þér. — Rödd Jónatans
er bæði köld og sársaukafull. Dansinn við Lilju verður
víst ekki lengri að þessu sinni, og þar með er lokið
erindi hans hingað upp á danspallinn. Jónatan gengur
þögull við hlið föður síns niður í réttina og tekur þar
ötullega til starfa að nýju, en endurminning dagsins
streymir um sál hans, þrungin djúpri sælu og bitrum
sársauka.
280 Heima er bezt