Heima er bezt - 01.08.1959, Side 26

Heima er bezt - 01.08.1959, Side 26
vel átt sér stað, að séra Einar geti útvegað Jónatan skólavist með hans aðstoð, presturinn hefur alltaf verið góður kunningi okkar. — Hefur þú nokkuð fært þetta í tal við Jónatan sjálfan? — Nei, mér finnst sjálfsagt, að hann láti að vilja for- eldra sinna. Eg veit ekki hvað er ákjósanlegra fyrir’ unga og efnilega menn en að afla sér menntunar, og strákurinn hefur alltaf sagt, að hann ætli að verða bóndi hér í Vesturhlíð. Þess vegna finnst mér tilvalið, að hann fari í búnaðarskóla. — Það finnst mér líka. Það er þá líklega bezt að ég fari og hafi tal af séra Einari á morgun og biðji hann að reyna að útvega Jónatan skólavist. — Já, þú gerir það. — Kristín er ánægð með mála- lokin. Hún sezt til borðs með manni sínum og tekur til matar honum til samlætis. Með því að senda Jónatan í skóla vinnur hún tvöfaldan sigur, — að mennta einka- soninn og forða honum jafnframt frá návist stelpunn- ar í Austurhlíð. En það hefur verið rauði þráðurinn í hugsunum hennar síðari hluta þessa viðburðarríka rétt- ardags.... Lilja í Austurhlíð er þreytt eftir erfiði dagsins; hún hefur annazt heimilisstörfin í fjarveru föður síns, en hann hefur setið á hreppsnefndarfundi úti í sveit. Lilja er háttuð inni í svefnherbergi foreldra sinna, og er í þann veginn að svífa inn í algleymisfaðm svefnsins, en heyrir þá skyndilega rödd föður síns og glaðvaknar um leið. Hún grúfir andlitið niður í koddann og breiðir sæng- ina upp yfir höfuðið. Jónatan er farinn burt úr sveit- inni þeirra, og ef til vill verður móður hennar að ósk sinni, að hann komi þangað aldrei aftur. Lilja ræður ekki við tilfinninar sínar, tárin spretta fram í augum hennar og hrynja niður á koddann heit og þung. Mátt- ur hatursins er mikill, en öfl hins góða hljóta að sigra hann að lokum. — Guð og gæfan fylgi þér, Jónatan, og leiði þig aftur heim í sveitina okkar, — hvíslar heima- sætan unga í Austurhlíð bænheitum titrandi vörum. Svo lokar hún tárvotum augum sínum og fellur brátt í mildan friðarfaðm svefnsins.... VI. Dimm haustnóttin hjúpar himin og jörð. í sveitinni er allt kyrrt og hljótt, og svefninn ríkir á bæjunum. En skyndilega bregður glóandi eldtungum upp í næturskuggana. Þeir stækka óðfluga og eflast í ógnar- mætti sínum. Barnaskóli sveitarinnar að Stað stendur í björtu báli. Þórarinn bóndi á Stað losar svefninn og rís þegar upp í rúmi sínu. Einkennilegur bjarmi fellur inn um gluggan yfir rúmi hans og lýsir að mestu upp baðstof- una. Þórarinn snarast fram úr rúminu og lítur út um gluggann, og brennandi barnaskólinn blasir við augum hans. Svefnfriði næturinnar er lokið. Heimilisfólkið á Stað fer allt á vettvang og tekur til starfa, og allir leggja sitt fram til að forða meiri eldsvoða en orðinn er, og það heppnast; en barnaskólinn brennur til grunna. Jón er kominn af hreppsnefndarfundinum og ræðir nú við konu sína frammi í eldhúsinu. En samtal þeirra berst inn til Lilju. Hún heyrir móður sína spyrja frétta, og föður sinn leysa greiðlega úr spurningum hennar. í fyrstu hefur hún lítinn áhuga fyrir samræðum þeirra, en svo heyrir hún föður sinn nefna nafn, sem kemur hjarta hennar til að slá örara, og nú hlustar hún með ýtrustu athygli á samtal foreldranna. Hún heyrir föð- ur sinn segja: — Svo er nú unga fólkið að hópast héðan úr sveitinni, sumt til náms, og annað til að leita sér atvinnu. — Og hvað er það helzt sem farið er? spyr móðir hennar. — Fyrst skal frægan telja. Sonur prestsins er farinn suður í Reykjavík í menntaskóla þar, dóttir hjónanna á Stað er farin í kvennaskóla eitthvað austur á land, og strákurinn í Vesturhlíð er kominn í búnaðarskóla fyrir sunnan, frétti ég í dag. — Já, sá mátti nú fara úr sveitinni. Eg vildi bara óska þess, að hann kæmi hingað aldrei aftur. — Þér verður nú varla að þeirri ósk þinni, það verð- ur víst ekki svo heppilegt, að maður losni við það hyski úr nágrenninu. — Ekki nema strákurinn giftist þarna syðra og setj- ist þar að. — Það væri óskandi að svo yrði, og að hann tæki svo karlinn og kerlinguna til sín. Lilja vill ekki heyra meira af samtali foreldra sinna. Nýr dagur rennur upp yfir rjúkandi rúst skólans, og fréttin um brunann berst út um sveitina. Nýtt aðkall- andi vandamál er fallið á herðar hreppsnefndarinnar til úrlausnar og þolir enga bið. Senn á barnakennslan að hefjast, en nú er ekkert rúm fyrir hendi til skólahalds. Jón í Austurhlíð er formaður fræðslunefndar og jafnframt hreppsnefndarmaður, og honum er falið að leysa vandann. Húsaskipan í Austurhlíð er á þann hátt, að frammi í bænum er stór og rúmgóður skáli, sem lítið er notaður. Jón býðst til að láta innrétta skálann að nýju og setja í hann ofn til upphitunar, svo að hann verði hæfur sem kennslustofa, þar til hentugra húsrúm er fyrir hendi. Samstarfsmenn Jóns taka boði hans með þökkum, og síðan er skálanum breytt í kennslustofu. Nýr barna- kennari frá Reykjavík hefur verið ráðinn í sveitina, og er hans bráðlega von. Jón býðst einnig til þess að taka hann á heimili sitt, og þar með er hið mikla vandamál fullkomlega leyst. Innan skamms er hinn ungi Reykvíkingur, Ármann Hlíðberg barnakennari, kominn að Austurhlíð. Hann hefur kvatt saman börn sveitarinnar, og kennslan er hafin. Hjónin í Austurhlíð og Lilja hafa flutt úr svefn- herbergi sínu fram í baðstofuna, en látið nýja kennar- ann hafa herbergið til einkaþarfa, og hefur Ármann komið sér þar ágætlega fvrir. 282 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.