Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.1959, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.08.1959, Qupperneq 27
Önnu húsfreyju fellur kennarinn mjög vel í geð, og hún leggur sig alla fram til þess að gera honum sem bezt til hæfis. Hinn ungi menntamaður úr höfuðborg- inni er í hennar augum nokkurs konar ævintýraprins. Hún lætur Lilju dóttur sína hirða um herbergi Ar- manns og bera honum mat og kaffi þangað inn. Önnu er það strax heilagt áhugamál, að með þeim takist sem nánust kynni, og það sem fyrst. En Liija er hlédræg og fálát við hinn ókunna kennara, þótt hún hlýði fyrir- skipun móður sinnar og þjóni honum. Ármanni kennara finnst lífið dauft og fábreytt í Austurhlíð, og honum hálfleiðist þar. Hann er vanur fjölmenni og samkvæmislífi í höfuðborginni og hefur alltaf verið hneigður fyrir þess háttar. En unga heima- sætan sem umgengst hann mest, vekur brátt nýjar ævin- týraþrár í brjósti hans. Hún er sem ósnortið blóm á vori, hrein og fersk í yndisleik æskunnar, og hann vill gjarnan verða fyrstur til að opna blómkrónur ástar hennar. Hann er talsverður heimsmaður, sem kann vel að koma ár sinni fyrir borð, þess vegna efast hann ekki um vissan sigur yfir ástum ungu og saklausu heima- sætunnar í Austurhlíð. Ármann Hlíðberg hefur lokið kennslustörfum dags- ins. Börnin eru farin heim úr skólanum, en hann er seztur að í herbergi sínu og leiðréttir ritgerðir nem- enda sinna. Lilja kemur inn með kaffi á bakka, setur hann á borðið hjá honum og segir hæversklega: — Gjörðu svo vel. — Ég þakka þér fyrir, Lilja. Ármann leggur frá sér ritföngin og fer að drekka kaffið. Lilja gengur að ofn- inum í herberginu og bætir kolum á glóðina, síðan ætlar hún að fara út aftur án þess að ræða frekar við kennarann, en Ármann segir þá brosandi: — Ætlar þú ekki að bíða eftir bakkanum, Lilja? — Ég sæki hann seinna, gjörðu svo vel að nota þetta vel. — Ósköp áttu annríkt. Hún svarar því engu, en opnar hurðina og gengur út úr herberqinu. Brosið hverfur af andliti Ármanns. Lilja er treg til að kynnast, en það ætti að vera hægt að fá hana til að dvelja lengur inni hjá honum. Ármann lýkur við kaffidrykkjuna og rís á fætur. í einu horni herbergisins stendur stór kassi, sem kennar- inn á. Ármann gengur að honum lýkur honum upp og tekur þar upp grammófón og stóran plötubunka. Hann hafði haft þetta með sér að heiman til að stytta sér stundir í fábreytni sveitalífsins, en hefur ekki opnað kassann fyrr en nú, síðan hann kom að Austurhlíð. Ár- mann dregur upp tækið í skyndi og setur upp plötu með fjörugu danslagi. Hann ætlar að vita, hvort heima- sætan fæst ekki til þess að dvelja um stund inni hjá honum, þegar hún kemur næst, ef fónninn verður þá í gangi. Og nú leikur Ármann hverja hljómplötuna af annarri. Anna segir dóttur sinni að fara inn til kennarans og sækja kaffibakkann. Lilja hlýðir því og gengur inn í herbergið til Ármanns. Elann stendur við fóninn, og hægur vals hljómar um herbergi hans. Lilja gengur að borðinu og ætlar að taka bakkann án þess að nema staðar, en Ármann snýr sér að henni og segir brosandi: — Hefur þú ekki gaman af að dansa, Lilja? — Jú, en hér er sjaldan dansað, og ég kann lítið í þeirri list. — Á ég að kenna þér að dansa í vetur, hér höfum við hljóðfæri. — Ertu líka kennari í þeirri grein? — Getur verið, — eigum við að reyna. — Hann geng- ur til Lilju og hneigir sig fyrir henni. Hún hikar, en lætur þó að vilja hans, og þau stíga saman fyrsta dans- sporið. Vankunnátta hennar er ekki til neinnar fyrir- stöðu, dans þeirra gengur leikandi létt lagið á enda. Ármann skiptir um plötu á fóninum og biður svo Lilju um annan dans. Hún lætur að beiðni hans, og þau svífa aftur út á gólfið að nýju. En brátt fer dans kenn- arans að taka breytingum, hann þrýstir Lilju stöðugt fastar og fastar að sér, svo að vangi hans nemur við vanga hennar, og hún finnur vaxandi ástríðuþrungið afl streyma frá armlögum hans. Blóðið þýtur af stað í æðum Lilju, og henni mislík- ar framkoma kennarans. Með einum sveini hefur hún stigið dansinn áður, og minningin um armlög hans geymist hrein og óflekkuð í sál hennar. Ármanni skal aldrei takast að skyggja á þá minningu með dansi sín- um. Hún reynir að losa sig úr föstum armlögum kenn- arans, en hann slakar ekkert á tökum sínum, og dans þeirra heldur áfram. En brátt er hljómplatan á enda, og Ármann sleppir Lilju til að stöðva fóninn og skipta um plötu. En Lilja bíður ekki eftir því að nýtt dans- lag hljómi, hún þrífur kaffibakkann af borðinu og hraðar sér út úr herberginu án þess að gefa kennaran- um nokkurt ráðrúm til að aftra för sinni, og dyrnar lokast að baki hennar. Ármann heyrir hurðina falla að stöfum, hann snýr sér snöggt við og lítur til dyra. Hvað? Lilja er farin! Sú er skrítin! En kannske á hann einhverja sök á þessu, og ef til vill hefur hann verið heldur djarfur í ástleitni sinni, svona til að byrja með, en hann er slíkum leik vanur og hefur aldrei mistekizt hingað til. Lilja er ung og fersk, hrein og saklaus, þess er hann nú fullviss, og hann ætlar sér að njóta hennar hér í fámenninu, þar sem völ er á svo fáum lystisemdum. Varla verður Anna því mótfallin að þau skemmti sér saman, og stelpan dansar bara ágætlega, en þessu sinni er dansi þeirra víst lokið. Ármann hættir við að skipta um plötu á fónin- um og lætur hann aftur niður í kassann. Svo sezt hann að nýju við skrifborð sitt og heldur áfram við leiðrétt- ingu á ritgerðum nemenda sinna. Hljótt skammdegiskvöldið sveipar húmblæju sinni yfir baðstofuna í Austurhlíð. Lilja hefur þegar kveikt þar Ijós og situr á rúmi sínu við útsaum á dúk. Hún heyrir Ármann kennara leilta á fóninn inni í herbergi sínu, og hún hefur gaman af að hlusta á fjörugu lögin, sem hann leikur, þar sem hún situr við vinnu sína. En Heima er bezt 283

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.