Heima er bezt - 01.08.1959, Qupperneq 31
eftir kúnum. Þær höfðu álpazt út af túninu og elt ná-
grannakýrnar heim að túngirðingunni.
Engilráð gamla var að reyna að skilja kýrnar.
Bogga heilsaði henni og hjálpaði henni til að koma
heimakúnum inn fyrir liliðið. Þá fyrst gat gámla konan
farið að tala við hana.
„Það lítur út fyrir að það sé kominn duglegur kven-
maður að Hofi, eða svo sýnist manni,“ sagði Engilráð.
„Á þetta nú að vera ráðskona, eða hvað heldurðu,
Bogga mín?“
„Það þykir mér ólíklegt að hún verði. Þetta er bölv-
aður vinnuvargur. Hún bara rekur mig áfram. En Krist-
ján er hrifinn af henni, sýnist mér. Og þá er víst allt
gott,“ sagði Bogga. „Eg vildi bara að hún færi sem fyrst
burtu. Hún lætur eins og hún ætli að fara að búa og
segir: Svona ætla ég nú að hafa það! Svona hafði mad-
daman það! Þvílíkt mont í þessari skepnu, og svo er
hún ónærgætin við Geirlaugu. Finnst hún ekki þurfa
neina hjálp í bænum. Ég segi þér það satt, að það bless-
ast varla lengi.“
Svo rauk Bogga heimleiðis með kýrnar.
Daginn eftir átti að smala heimalöndin.
Ásdís sagðist nti halda, að hún færi í smalamennskuna.
Það væri sín mesta skemmtun að smala og snúast við fé.
„Náttúrlega fyrsta flokks búkonuefni," sagði Krist-
ján hlæjandi.
„ Það er nú líklega,“ sagði hún, brosandi út að eyr-
um. „Svona húsbændur líkar mér, sem eru alltaf spaug-
andi og kátir. Það er dálítill munur eða karlinn hann
pabbi gamli, sem sífellt er fýldur og nöldrandi,“ bætti
hún við, þegar Kristján var farinn út.
„Þá skellihló Bogga: „Þú ert nú ekki búin að vera
hérna lengi. Hann er víst ekki alltaf svona, nema hann
sé búinn að skipta um ham við einhvern. Það er af því,
að hann sér að þú vilt þræla nóg fyrir hann, að hann er
svona glenntur framan í þig.“
„Þú skalt nú sjá, hvort ég hef ekki lag á honum,
sagði Ásdís.
Um kvöldið fór Kristján og tveir aðrir menn fram til
heiða. Þar átti að ganga daginn eftir. Ásdís harmaði það
mikið, að hún hefði ekki getað farið í þær göngur. Þá
hefði hún getað komið við á Giljum sér til gamans.
„Það er nú ekki ýkjalangt síðan þú kvaddir slotið
það,“ svaraði Kristján, ekki laus við hæðni.
„Þú kemur þar nú líklega við og skilar kveðju og
segir þeim, að við séum búin að ná öllu heyinu inn.“
„Það getur verið,“ svaraði hann.
Morguninn eftir fór svo þessi duglegi kvenmaður
heim að Bala og sagðist vera að hugsa um að binda
heyið fyrir gamla manninn. Það yrði varla seinna vænna.
En nú átti karlinn ekki nema einn klárinn, og allir ná-
grannarnir voru með sína hesta í göngunum.
Þá tók Ásdís folaldshryssu, sem Kristján átti, og lagði
á hana reiðing. Það var þó alltaf munur að hafa tvo
hesta heldur en einn.
Grímsi gamli var hálfhikandi við að þiggja þessa
miklu greiðvikni, en varð þó feginn að heyið komst
heim.
Kristján kom heim í myrkri um kvöldið.
Bogga fór út að skemmudyrum til hans, þar sem hann
var að hengja upp reiðtygin sín.
Leifi frá Garði var með Kristjáni. Hann hafði farið í
göngurnar fyrir hann.
„Það er nú bara svoleiðis lagið á Ásdísi, að hún stal
rauðu hryssunni undir heyband fyrir Grímsa gamla á
Bala. Folaldið var orðið svo uppgefið og fótalaust af
að rölta svona mikið á eftir þeim, að það liggur alltaf
síðan,“ sagði Bogga.
„Það er ólíklegt að það hafi verið farnar svo margar
ferðir, að það sé ekki jafngott eftir daginn,“ svaraði
Kristján.
Ásdís kom að í þessu og heilsaði húsbóndanum glað-
lega. „Þá er nú heyið hans Grímsa gamla komið heim
og inn í tóft. Mér fannst nú bara sjálfsagt að hjálpa
honum, þar sem ég hafði ekkert sérstakt að gera. Ég
tók hryssuna, sem var hér við túnið, og flutti á henni.
Þetta vorú nú ekki margir kaplar.“
Ásdís átti von á miklu hrósi, en það varð ekki annað
en: „Ég er búinn að heyra það.“
Svo fór Kristján inn og Leifi á eftir honum.
„Þú hefur verið búin að kjafta þessu í Kristján,“
sagði Ásdís gremjulega við Boggu.
„Já, víst sagði ég honum það. Þú áttir alls ekkert með
að taka Rauðku. Það er Rósa, sem á hana, og hún hefur
ekkert verið notuð í sumar vegna þess, að folaldið er
svo ungt,“ svaraði Bogga.
„Þú ert lagleg sögusmetta og rægirófa, heyri ég. En
ég geri nú sjálfsagt það, sem ég ætla mér, hvað sem þú
segir, druslan þín. Þú ert nú hreint ekkert annað en
bjáni,“ sagði Ásdís og rigsaði inn í maskínuhús. Þar sátu
þeir Leifi og Kristján yfir matardiskunum og skegg-
ræddu saman.
Leifi hafði alltaf nógar fréttir að segja.
Ásdís ruddist inn að borðinu, studdi höndunum á
þriflegar mjaðmirnar og ryggaði sér ofurlítið út á
hliðarnar: „Hvað segirðu mér frá Giljum, Kristján?
Er ekki búið að ná heyinu inn í tóft? “ spurði hún óþarf-
lega hátt.
„Það veit ég ekkert um. Ég kom þangað ekki, svar-
aði hann.
„Komstu þangað ekki? Mér datt nú bara ekki annað
í hug en að þú hefðir gist þar,“ sagði hún.
„Ég gisti á Heiði, eins og ég er vanur.“
„Talaðirðu þá ekkert við pabba í réttunum?“
„Það held ég ekki. Ég man það reyndar ekki.“
Ásdís var vonsvikin. Hún hafði átt von á kveðju úr
foreldrahúsunum og hrósyrðum fyrir dugnaðinnn, en
fékk ekki annað en stutt og köld svör.
Geirlaug minnti hana á að fara og fá sér eitthvað að
Heima er bezt 287