Heima er bezt - 01.09.1959, Qupperneq 2
AA Höfuádegi
Sumri hallar. Haustfölvi færist yfir gróið land. Skóg-
arlauf gulnar, lyng blánar af berjum, en fjöllin grána
í kollinn.
Á hverjum haustnóttum verður huganum hvarflað
til liðins sumars og atburða þess, og svo er og að þessu
sinni. Svipmót sumarsins hefir verið að ýmsu sérkenni-
legt, eins og raunar hver árstíð á sitt svipmót sem
breytist frá ári til árs. Víða um landið hefir sumarið
verið úrfellasamt og þurrkalítið, svo að til vandræða
hefir horft um skeið. Þó berast yfirleitt fregnir um
óvanalega mikinn heyfeng og einstaka grassprettu,
þrátt fyrir harðari áfelli í júnímánuði en títt er.
Síldin hefir aftur komið upp undir strendur landsins
og meira af henni veiðzt en á nokkru sumri nú á annan
áratug. Með síldveiðinni má segja að skapist ný viðhorf,
nýr andblær, meðal fólksins. Það er ekki einungis að
síldveiðin færi gull í þjóðarbúið, heldur færist einnig
nýtt fjör í unga og gamla, þegar síldarfréttirnar berast.
Síldveiðin á að nokkru leyti skylt við fjárhættuspil.
Allir vonast eftir skjótum og miklum gróða og taka
þátt í leiknum af h'fi og sál og hætta því, sem þeir
framast geta. Og ekki aðeins þáttakendurnir, heldur
einnig áhorfendurnir, fylgjast með af lífi og sál milli
vonar og ótta. Og þótt spilið tapist einu sinni, ganga
menn jafn ótrauðir til leiks á næstu síldarvertíð. Og
í sumar hefir silfur hafsins flætt inn í landið.
Ef vér hugleiðum snöggvast þessa tvo bjargræðis-
vegi sumarsins, heyskapinn og síldveiðina verður oss
að staldra við tvö atriði. Mikil hey hafa þegar fengizt
í hlöðu, þrátt fyrir áfellasamt vor og óþurrkasumar
og síldveiðin hefir gefið góða raun, þótt sjaldan sæist
síld vaða á miðunum. Fyrir fáum áratugum hefði þetta
ekki getað gerzt. Að óbreyttum þeim aðstæðum, sem
þá voru, hefðum vér skráð sumarið 1959 í annála,
sem sprettulítið óþurrkasumar víða um land, og síld-
veiðin hefði verið sáralítil. Vorhretin hefðu kyrkt ný-
græðingsnálina, sem átti erfitt uppdráttar sakir þurrka.
Óþurrkarnir hefðu tafið heyskapinn, og ónýtt að meira
eða minna leyti það litla gras sem af ljánum féll. Síld-
arbátarnir hefðu sveimað um sjóinn í árangurslausri leit
því að hvergi hefði síldartorfa sést vaða í vatnsskorp-
unni. En hvað hefir þá breytzt? Þjóðin hefir tekið nýja
þekkingu og aukna tækni í þjónustu sína, til þess að
tryggja sig í lífsbaráttunni. Vér erum ekki lengur jafn
háðir duttlungum síldarinnar eða veðrabrigðum nátt-
úrunnar og áður var.
Tilbúinn áburður tryggir sprettu á grónu landi næst-
um því óháð vindi og veðri. Er það harðla ólíkt því sem
fyrr var um hin hálfsoltnu tún, sem brunnu í þurrki,
kólu í vorhretum og voru nöguð af grasmaðki, einkum
í lcöldum sumrum. Aukin næring hefir fært grasinu
þann þrótt, að það stenzt furðu mikil áföll og áhlaup.
Á líkan hátt hefir véltæknin létt svo heyöflunina, að
nokkur trygging er fengin gegn óþurrkum og óhag-
stæðri heyskapartíð, þótt enn sé alllangt í land að full-
tryggt sé. En hraðinn í heyvinnunni með bættum
vinnuvélum, aðstaða til votheysgerðar og súgþurrkun
eru allt mikilvægir áfangar á leiðinni til að gera hey-
skapinn tryggann.
Með allskyns leitartækjum finna skipin síldartorf-
urnar, þótt þær feli sig í djúpinu, og veiðiskipin njóta
aðstoðar flugvéla og rannsóknarskipa í leit sinni. Afl-
miklar vélar, sem skapa aukinn hraða, og bætt veiðar-
færi, gera skipunum kleift að ná síldinni og flytja hana
til lands úr mildu meiri fjarlægð en áður þekktist.
Þannig hefir þekkingin skapað þessum atvinnuvegum
öryggi.
En þótt oss gangi betur að afla fengjarins en áður
var, hljótum vér að staldra við þá staðreynd, hversu
einhæf framleiðsla vor er og að hve litlu leyti vér
vinnum hana í landinu sjálfu. Síldin er flutt út gróf-
unnin, þ. e. sem lýsi og rnjöl,, eða óunnin að kalla, ein-
ungis söltuð í tunnur, í stað þess að gera úr henni full-
unna iðnaðarvöru, ýmis konar góðgæti, eins og Svíar
og fleiri þjóðir gera úr því ágæta hráefni sem vér leggj-
um þeim til. Með því fengjum vér aukinn gjaldeyri
og sköpuðum atvinnu í landinu.
Ef vér lítum á landbúnað vorn, má segja að hann
hvíli að öllu leyti á grasræktinni einni saman. Garðrækt
er furðulítil enn og kornyrkja verður naumast kölluð
að til sé í landinu. Þó er alkunna að á nokkrum stöðum
er ræktað korn á hverju ári, ekki í smáblettum, heldur
svo hundruðum tunna skiptir á stærstu kornræktarbýl-
unum. En þótt kornbændur eins og Klemenz á Sáms-
stöðum, Gunnar á Dagverðareyri eða Sveinn á Egils-
stöðum, svo að fáir séu nefndir, sinn í hverjum lands-
fjórðungi, fái góða uppskeru árlega, er engu líkara
en allflestir aðrir séu blindir fyrir þeim árangri, er þeir
hafa náð. Árlega er fluttur inn fóðurbætir fyrir offjár.
Þar er eytt erlendum gjaldeyri til þess að framleiða
mat ofan í oss sjálfa. Það var gömul íslenzk búhyggja
294 Heima er bezt