Heima er bezt - 01.09.1959, Page 7

Heima er bezt - 01.09.1959, Page 7
Fyrr er þess getið að jörð hafði verið alsnjóa lengi undanfarið. Auðvelt var þess vegna að rekja slóðir. Her- mennirnir allir fóru að veita Selvogsbúum eftirför en Borgfirðingarnir skyldu bíða þeirra. Brátt kom einn liðþjálfinn aftur og nokkru síðar hinir tveir. Höfðu þeir brátt fundið sleðaslóð og för þriggja manna, er stefndi inn og upp fjallið. Héldu foringjarnr áfram eft- ir slóðinni, en sendu liðþjálfana aftur með boð um að bátnum skyldi haldið aftur til Borgarfjarðar. Nú víkur sögu til Njarðvíkur. Það varð þar til ný- lundu þennan dag, að óvænta gesti bar að garði. Innan úr Njarðvíkurdalnum sáust koma 5 menn. Þegar þessi lest nálgaðist, mátti glöggt greina, að tveir voru „yfir- menn“ en þrír „undirgefnir“. Yfirmennirnir ráku hina á undan sér. Staðnæmdust þeir í gamalli hústótt þar á túninu. Á bæ Péturs Péturssonar pósts í Njarðvík er 3. flokks símstöð. Þangað heim gekk annar foringinn, en hinn stóð vörð við tóttina. Pétur bóndi og Guðrún Jónsdótt- ir kona hans biðu átekta í húsum inni. Brátt var kvatt dyra all harkalega, og gengu þau þá til dyra. Komu- maður var lítilsháttar bablfær í íslenzku og bað um síma til Borgarfjarðar. Var það greiðlega látið í té. Að símtalinu loknu bað hann um að fá kaffi með brauði og stóð ekki á því, hjónin höfðu einmitt verið að drekka kaffi. Þá bað hann einnig um kaffi handa félaga sínum þegar hann hefði leyst hann af verðinum við tóttina. Skildist hjónunum þá, að fangarnir myndu enga hress- ingu eiga að fá. Tók Guðrún húsfreyja þá af skarið og sagði að hér yrðu ekki meiri veitingar látnar í té nema fangarnir fengju þær líka. Gátu þau gert komu- manni það skiljanlegt. Leyfði hann þá að þeim yrðu færðar veitingar niður í tóttina. Fór þetta svo fram eftir áætlun. Þökkuðu tóttarmenn alúðlega fyrir á ís- lenzku. Frá töku fanganna er það að segja, að því er síðar vitnaðist. Foringjarnir höfðu fylgt slóð flóttamannanna suður og upp Ósfjöllin til Gönguskarðs milli Héraðs og Njarðvíkur, þaðan skáhallt niður fjallið Njarðvíkur megin í stefnu á Dyrfjallahamra fyrir botni Víkur- dalsins. Fjallshlíðin er giljótt, og er eftirleitarmennirn- ir komu á einn gilbarminn sáu þeir flóttamennina fyrir fótum sér í miðju gildraginu. Miðuðu þeir þá byssun- um og hrópuðu til flóttamannanna sigurópi en þeir réttu upp hendurnar til marks um að þeir gæfust upp. Eftir hinn auðunna sigur var svo snúið við til bæja í Njarðvík. Meðan beðið var herskipsins frá Borgarfirði stóðu foringjarnir vörð um fangana í hústóttinni. Var Njarð- víkingum leyft að koma þar og sjá umkomuleysi þeirra, en bannað var föngunum að þiggja vindlinga, sem einn aðkomumannanna vildi veita þeim. Þegar skipið kom frá Borgarfirði voru fangabúðirn- ar yfirgefnar og haldið til strandar. Fylgdust Njarðvík- ingar með þangað og voru ekki einangraðir frá föng- unum. Sagði þá annar yngri fanginn, að úr því sem nú væri komið högum þeirra væri h'klega bezt að segja hverir þeir væri. En þá greip annar foringinn fram í og bannaði allar samræður. Á leiðinni til strandar gerðist einnig það, að annar yngri fanginn tók „nisti“ lítið úr vasa sínum og bað einn Njarðvíkurmanna að taka það af sér til varðveizlu, en það þorði hann ekki eða vildi. Lét hann það þá und- ir skyrtukragann undir hökunni. Bátur kom frá skipinu að sækja foringjana og fang- ana. í honum komu í land Borgfirðingar, sem fengnir höfðu verið til leiðsögu til Njarðvíkur. Á leiðinni frá landi til skips voru foringjarnir í stefni bátsins og sneru baki að þem, sem voru miðskips og aftur í. Sáu Borg- firðingarnir þá að elzti fanginn tók úr vasa sínum eitt- hvert áhald, líkt úri, en miklu stærra. Dró (trekkti) hann þetta áhald upp nokkra stund á höldutakkanum en lét það svo í vasa sinn aftur. Kom þeim í hug að þetta myndi vera vasa-sendistöð. Eftir þessu tóku foringjarnir ekki. Þegar komið var að skipshliðinni tók þessi sami fangi veski allþykkt úr vasa sínum. Um það var bundið spotta og einhvers konar kleppur eða sakka í enda hans. Sneri maðurinn sér nú þannig að hann hafði byrðinginn að baki. Steig hann svo upp á þóftu og varpaði sér út- byrðis með veskið í höndunum. Varð þetta svo óvænt og með svo skjótri svipan, að það varð ekki hindrað. Formaðurinn í bátnum var einnig skjótráður og náði taki á manninum. Sakkan hafði losnað frá veskinu svo að það flaut og náðist einnig og var rétt upp á skipið. Annar foringinn tók við því og skók það í hendi stork- andi út yfir borðstokkinn framan í hinn sjóhrakta fanga. Borgfirðingarnir, sem með skipinu voru, sáu það síð- ast til fanganna að þeir voru leiddir undir þiljur. Hersnekkjan skilaði nú Borgfirðingunum á land í Bakkagerði og hélt svo til Seyðisfjarðar. Herréttur mun hafa verið settur á Seyðisfirði yfir föngunum og þeir síðan sendir til Englands. Sá orðrómur kom upp að tveir yngri mennirnir myndu hafa verið íslenzkir námsmenn í Þýzkalandi, sem hefðu verið þvingaðir til þessarar þjónustu. Stuttu síðar var hersnekkja send af Seyðisfirði til Selvogs að rannsaka betur stöðvar útlaganna. í öðrum hellisskúta fannst þá sendistöð og fleiri tæki, matvæli og fatnaður, allt í tilluktum umbúðum, vandlega byrgt og falið. Þótti sýnt að fangarnir hefðu verið neyddir til að segja til þess. Eftir þessa atburði hafði herstjórnin einn eftirlits- mann á Borgarfirði. Meðan Þjóðverjar héldu.uppi tíðum njósnarferðum á flugvélum hingað til lands, og tíðast til Austurlands, var „alfaraleið“ þeirra að landi — að sögn kunnugra — einmitt inn yfir fjallgarðinn milli Borgarfjarðar og Hér- aðsflóa — Ósfjöllin — og inn með þeim vestanvert, steyptu sér svo út yfir firðina, oftast Seyðisfjörð, á leið frá landinu aftur. (Framhald á bls. 326) Heima er bezt 299

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.