Heima er bezt - 01.09.1959, Page 8

Heima er bezt - 01.09.1959, Page 8
Norskur piltur í neimsókn a síðastliðnum vetri efndi Fonna-forlagið í Osló /\ til ritgerðasamkeppni um ísland í norskum / barnaskólum. Ritgerðirnar skyldu hafa Árna- -*- bækur Ármanns Kr. Einarssonar að grund- velli, en að öðru leyti var efnisval og meðferð frjálst. Fyrstu verðlaun voru ferð til íslands með átta daga dvöl hér. Hátt á sjöunda hundrað ritgerða bárust, og sýnir það bezt, hversu geysilega vinsælar Árna-sögurn- ar eru þar í landi eins og hér heima, en Fonna-forlagið hefur þegar gefið út þrjár sögurnar á norsku. Sigurveg- arinn í samkeppninni varð 13 ára piltur, Johannés Kyvik að nafni. Er hann sonur skólastjórans í Skjold, sem liggur þrjár til fjórar mílur frá Haugasundi. Jóhannes kom hingað til lands sunnudaginn 12. júlí. Ármann Kr. Einarsson tók á móti honum í Reykjavík og annaðist um dvöl hans sunnanlands. Einn þáttur í ferðalagi Jóhannesar var ferð til Akureyrar. Þar annað- ist Prentverk Odds Björnssonar móttökurnar, en forlag þess hefur gefið Árna-bækurnar út, dvaldist hann einn dag hér nyrðra og gisti að Sellandi í Fnjóskadal hjá Sigurði O. Björnssyni prentsmiðjustjóra. Rétt áður en Jóhannes steig upp í flugvélina á leið til Suðurlandsins aftur hafði „Heima er Lezt“ tal af honum. Hann er myndarpiltur, þéttvaxinn, hæglátur og dálítið íbygg- inn og ber það með sér, að hann bæði veit hvað hann vill, og hugsar fleira en títt er um jafnaldra hans. Hvernig þykir þér svo að koma til Islands? Það er stórkostlegt, mig hafði ekki grunað, að það væri svo skemmtilegt, og svo er svo ákaflega gaman að ferðast, og mig hefur frá því fyrsta langað til að fá tækifæri til að sjá mig eitthvað um í heiminum. Hefurðu ekki ferðazt neitt áður? Ekkert teljandi, aðeins farið í smáferðir heima fyrir, Johannes Kyvik mcð ritstjóra „Heima er bezt“ og t. d. ekki komið til Oslóar fyrr en núna í þessu ferða- lagi. Og hvernig þykir þér að koma til Akureyrar? Það er ágætt, allir taka mér svo vel. Mér þykir bær- inn Ijómandi fallegur, en húsin eru ekki eins há og heima í Haugasundi, það er kannske ögn minna af blómum hér en þó eru hér alls staðar verulega fallegir garðar. Ég hef skoðað allan bæinn, og mér voru sýnd- ar verksmiðjurnar, bæði Krossanes, Gefjun og Linda. Saknarðu ekki skóganna heiman úr Noregi? Jú, hér er svo einkennilega autt, þar sem enginn er skógurinn. En þú hefur séð unga skóginn, sem er að vaxa upp hjá Sigurði í Sellandi? Já, það var reglulega gaman að koma að Sellandi, segir Jóhannes og brosir við. I hvaða bekk í skólanum varstu í vetur? Ég var í efsta bekk barnaskólans og fer svo í gagn- fræðaskóla í haust. Hvaða námsgreinir þykja þér skemmtilegastar? Landafræði og reikningur. Ég hefði haldið, að þér þætti mest gaman að norsk- um stíl, eftir að hafa lesið ritgerðina þína um ísland. Jú, það er vissulega gaman að norskum stíl, ef ekki væri málfræðin, mér leiðist hún. Hafðirðu lesið mikið um ísland áður en þú skrifaðir ritgerðina? Árna-bækurnar, og svo ögn í sögunum, mest Heims- kringiu. Lesa norskir drengir á þínum aldri mikið í fom- sögunum? Nei, ekki getur það heitið. Við lesum bók í skólan- um, sem í eru kaflar úr sögunum, bæði eftir Snorra og svo úr öðrum sögum, og ég held að fáir lesi öllu meira en það sem þar er. En er ekki eitthvað um ísland í landafræðinni ykkar? Það er nú heldur lítið, svo að við erurn ekki miklu fróðari eftir það. En nú verður þú býsna fróður um ísland eftir allt þetta ferðalag. Já, það vona ég, mig langar til að skrifa um ferða- lagið handa blöðunum þegar ég kem heim. Og hvað áttu svo eftir helzt að skoða, þegar þú kem- ur suður? Þingvelli, Geysi og Reykholt. Ég hlakka mest til að sjá Geysi. Ég hef heyrt svo margt um hann, en ekkert séð, sem er líkt honum. Samtalið varð ekki öllu lengra. Ég kvaddi hinn unga ' ferðamann, senr áreiðanlega hefur opin augu og eyru fyrir því, sem honum mætir á ferðalaginu, og er fullur áhuga á að læra sem mest, og geta flutt landsmönnum sínum fréttir af íslandi og frændþjóðinni, sem þar býr. St. Std. 300 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.