Heima er bezt - 01.09.1959, Page 11

Heima er bezt - 01.09.1959, Page 11
ÁRNI ÁRNASON FRÁ GRUND: ERFIÐUR FISKIRÓÐUR Fast þeir sóttu sjóinn og svo er enn.... /s ' . . . , , Ovíða á landi hér mun vera erfiðari sjosókn og hættulegri en frá Vestmannaeyjum. Þar ger- ast dætur Ránar gömlu ærslafengnari og ágengari við sjómennina en víðast annars staðar við íslenzkar verstöðvar. Óhemjulegar og tryllt- ar leika þær um stríða straumála og sker, flúðir og grynningar, og leika margan sjómanninn grátt með glettni sinni. Þar er ríki Ránar á alla vegu svo þeim mæðgum finnst efalaust, að þær hafi fullan rétt til þess, að valsa þar urn í fullum skrúða og haga leik sínum að eigin geðþótta. En þessi gamla trausta hamraborg, Vestmannaeyjar, er þeirn ávallt þyrnir í augum, sérstak- lega hin síðari ár, vegna tregðu ibúa hennar að gjalda þann skatt til Ránar ríkis, sem krafinn hefur verið af henni frá alda öðli í mannfórnum. Hinir harðgeru íbú- ar Eyjanna og samanval sannra karlmenna þangað hvað- anæfa af meginlandinu, hafa með sívaxandi tækni og betri útbúnaði í hvívetna, hrundið æ betur öllum áhlaup- um Ránar, brögðum hennar og brellum um skattgreiðsl- una. Eyjamenn eru nú betur búnir í þessari þrotlausu baráttu en þeir voru fyrrum, þegar sjómenn höfðu ekki einu sinni áttavita eða Ijóstýru um borð sér til öryggis, nriklu betur útbúnir en þeir voru fyrir þrem til fjór- um áratugum, þegar engir bátar höfðu þau siglingatæki, sem sjálfsögð og ómissandi þykja í dag. Má þar til nefna örugg ljós, rafmagnsljós, tal- og viðtökustöðvar, dýptarmæli, ratsjá, miðunarstöð og síðast en ekki sízt miklu stærri og traustari báta með aflmiklum vélum, og öllum hugsanlegum tækjurn til aukins öryggis. En þrátt fyrir algera vöntun á hvers konar nauðsyn- liœjarbryggjan 1924—25. Frernst á myndinni sjást gumlu hróf- in, upp af „Lœknum", eftir að þau voru lagfærð. legum tækjum til sjósóknar og öryggis, héldu Eyja- menn lífsbaráttu sinni á hafinu ótrauðir áfram ár frá ári. Ekki ósjaldan var fetað tæpasta vaðið af óbilandi þori, þreki og þoli, sem þessar kempur höfðu til að bera í ríkum mæli, eiginleikar, sem færðu Eyjamönnum oftar sigurinn heim, því ekki var skatturinn til Ránar ávallt greiddur þó krafinn væri í fullri alvöru og harka- legu návígi. Hér skal skýrt frá einni slíkri viðureign. I henni var allur bátafloti Eyjanna þátttakandi með um 400 manns innanborðs, samanvalið lið Eyjaskeggja og meginlands- verkamanna. Reyndi þá mjög á þessa kjarnakarla og þá ekki sízt þær skipshafnir, sem lágu úti um nóttina. Voru þær alls 19 og lágu ýmist í vari vestan og norðan Heima- eyjar, eftir að hafa brotizt þangað í ofsaveðri eða háðu hörðustu baráttu fyrir lífi sínu á hafi úti í nær þrjú dægur. í sjálfri útilegunni voru um 100 manns og er það fjölmennasta útilega í Eyjum síðan 1869, en þá, hinn 25. febrúar, lágu úti 13 áraskip með um 230 menn inn- anborðs. Fórust þá alls 16 menn, skipshöfnin af „Blíðu og 3 aðrir. Vertíðina árið 1928, sem er fræg í sögu sjómanna Eyjanna, var róðrartímum hagað þannig að búið væri að leggja línuna á miðin með birtu. Böjuluktir voru þá ekki komnar til sögunnar. Kæmi fyrir að bátarnir væru búnir að leggja línuna áður en bjart var orðið af degi, varð að andæfa á færinu þar til dagur var á lofti. Til þess þurfti venjulega tvo menn auk formanns. Gætti þá annar maðurinn færisins í línurúllunni, dró inn eða gaf út eftir því sem við átti, en hinn bar á milli til for- manns og lét hann fylgjast með því hvernig færi á. Eftir að farið var að birta veðurlýsingu og veðurspá Sexaringurinn ísak (1898) var með barkaróðri, þ. e. áttróinn. Skábyrðingur að lagi til. Heima er bezt 303

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.