Heima er bezt - 01.09.1959, Síða 14

Heima er bezt - 01.09.1959, Síða 14
Eyjólfur Gislason, Jónas Sigurðsson. Sveinn Jónsson, skipstjóri frú Búastöðum. formaður á Mb/Skógafoss. formaður á m/b Sleipni. hélt þá vestureftir til aðstoðar öðrum Eyjabátum og eftirlits með þeim. Um klukkan fimm rofaði til stutta stund og sáu þeir á Hansínu þá, að stefna þeirra var austan til á „Alsey“ vestan Heimaeyjar og var sú stefna látin standa. Þá var komið mjög hart veður, rokstormur, mjög mikill sjór og varð því oft að „slá af“. Báturinn var súðbyrtur, sem fyrr segir, og mjög erfiður í mótkeyrslu en að öðru leyti afburða góður bátur. Klukkan hálfsjö voru þeir komnir austur að „Álsey“ eftir því er þeir vissu bezt. Ekki sáu þeir þó eyjuna vegna þess, hve snjódríf- an var mikil. Sást ekki nema örskammt frá bátnum enda var og næturmyrkrið farið að segja til sín. Hins vegar þóttist Eyjólfur þess fullviss, að hann væri rétt vestan við Álsey og réði það af rokhviðunum, sem gengu yfir hjá þeim, tiltölulega sléttum sjó og hve lengi þeir höfðu Við Heimaey að vestan, utan Torfumýrar. Smáeyjar (frá v.) Iltrna, Hani, Hrauney. I.engst t. h. Oxlin á Dalsfjalli. keyrt frá því að þeir sáu eyjuna um kl. fimm. Þetta reyndist líka rétt ályktun formanns. Heimferðinni var nú haldið áfram í þeirri von að ná að „Smáeyjum“ vestan Heimaeyjar og frá þeim austur undir „Eiði“ í var fyrir veðurofsanum. Þetta er stutt leið en hefur oft reynzt sjómönnum erfið og hættuleg í austan illviðrum. Kl. hálfátta hættu þeir að keyra áfram en héldu upp í veðrið. Voru þeir þá komnir í svo til sléttan sjó, en harðar og strjálar rokhviður rak á annað slagið. Var bylurinn og myrkrið þá svo mikið, að skipverjum þeim er skyggnivakt höfðu, kom saman um að ekki sæist lengra frá bátnum en máske 1 til 2 faðma. Treysti Eyj- ólfur sér þess vegna ekki til þess, að taka landkenningu, þar eð á þessari leið eru stórhættuleg sker og boðar, sem mörgum manninum og bátnum hefur orðið að fjör- tjóni fyrr og síðar. Þessa vertíð hafði Eyjólfur fengið einn 6 volta raf- geymi til lýsingar á Hansínu. Voru tengd við geyminn tvö ljós. Annað var notað við lagningu línunnar og tengt við bíllukt. Gaf það góða birtu og reyndist sæmilega gott kastljós. Hitt ljósið var notað við áttavitann í stýr- ishúsinu, en þar notuð aðeins 2ja til 3ja kerta ljósapera úr vasaljósi. Sem fyrr getur var farið mjög sparlega mcð þessi ljós, þar eð ekki entist á rafgeyminum nema aðeins nokkra róðra. Tíðarandinn leyfði ekki að bruðl- að væri með þessa gersemi sjómannsins, Ijósið. Eftir að hafa andæft þarna nokkra stund, kom bátur fast upp að borðinu á Hansínu, utan úr myrkrinu. Brá Eyjólfur þegar upp kastljósinu og sá að bátur þessi var mb. „Skógafoss“ VE 236. Formaður hans var Jónas Sig- urðsson frá Skuld í Eyjum, Oddssonar, kunnir formenn á sinni tíð í Eyjum. .HOb Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.