Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1959, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.09.1959, Qupperneq 17
Æviminningar BJARGAR SIGURÐARDÓTTUR DAHLMAN ÞÓRA . FRÁ INGJALDSSTÖÐUM JONSDOTTIR -»>»>*>»> fœrði í letur ' »x*. \ (Framhald). Ævi mín varð önnur eftir að ég missti fóstru mína. Um sumarið áttum við Ingólfur, elzti sonurinn, að sitja ærnar á daginn. Okkur kom vel saman. Fóstri minn var vínhneigður og lá stundum drukkinn dögum sam- an. Síðan ég varð fullorðin, hef ég getað skilið ástæð- una; það hefur verið sorgin yfir konumissinum. Ingólf- ur var ári yngri en ég, og honum leiddist hjásetan og skældi oft á morgnana, þegar við áttum að leggja af stað. Þá kom faðir hans með rúsínur og gaf honum. Fóstri var einlægt svo góður á morgnana, þegar hann var kenndur. Hann var meira að segja svo góður, að ég sá hann einu sinni kyssa Siggu vinnukonu. Ég spurði Siggu seinna, hvort það væri gott að kyssa fóstra. Hún roðnaði og sagði: „Alls staðar ert þú með glyrnurnar." Eftir þetta hét hún aldrei annað en Sigga glyrna, hjá okkur krökkunum. Við fengum engan mat með okkur í hjásetuna, en við skiptum rúsínunum á milli okkar og drukkum vatn, svo að það bjargaðist vel. Einhverju sinni, þegar við vorum að horða rúsínurnar sagði ég: „Bara að það væru fíkjur." „Þær eru ekki til,“ sagði Ingólfur. „Jú, ég sá, að fóstri kom með fíkjur úr kaupstaðnum," sagði ég. Vrið urðum ásátt um, að ég skyldi skæla morguninn eftir, til að fá fíkjur, og svo skældum við sinn daginn hvort og fengum ýmist rúsínur eða fíkjur. Mamma sendi mér biblíusögur, spurningakver og sálmabók. Gamla testamentið var ágæt saga, og við lás- um það á daginn. Við höfðum með okkur stílabók og skiptumst á að skrifa réttritun, lesa fyrir og leiðrétta hvort hjá öðru. Ég held við höfum lært mikið á þvi. Einn daginn var fjarska heitt, og við komum okkur sarnan um að baða okkur í fljótinu, sem rann lygnt rétt fyrir neðan skóginn. En þegar baðið stóð sem hæst, sáum við að ærnar voru teknar á rás heim. Ég hljóp eins og ég var, til þess að ná ánum áður en þær kæm- ust lengra. Þá sá ég hvar maður kom ríðandi á skjóttu. Ilann mætti mér með fjárhópinn, og þekkti ég þá séra Jón Þorsteinsson á Halldórsstöðum. „Hvað er þctta?“ segir prestur, „hleypur svona stór stelpa nakin um skóg- inn? Hvað heldurðu að hún Didda þín segi, þegar hún licyrir það?“ Við kölluðum Kristbjörgu alltaf Diddu. „Nú, svo presturinn ætlar að vera sögusmetta,“ sagði ég. En séra Jón sló í Skjónu sína og reið sína leið. Þegar við komum heim uin kvöldið, tók Didda á nióti okkur úti á hlaði, og afi stóð þar álengdar. „Hvað hevri ég um þig, að þú hlaupir ber um skóginn,“ sagði hún. „Þú hefur þó föt til að klæðast. Að þú, stór stúlka, skulir haga þér svona.“ „Væri nokkuð betra, að ég væri strákur," sagði ég, „og gerir þetta nokkuð til, við erum bara krakkar.“ „Það er rétt, Bogga mín,“ sagði afi, „þið eruð bara saklaus börn.“ Ut af þessu skrifaði ég mína fyrstu ritsmíði, sem var á þessa leið: Þegar Guð hafði skapað Adam og Evu og öll dýrin, lifðu þau í aldingarðinum Eden. Dag nokkurn höfðu þau smalað öllum dvrunum sam- an, og Adam var að gefa þeim nöfn, þá sagði Eva við hann: „Það er heitt í dag og mikill vargur. Eigum við ekki að baða okkur í fljótinu?11 Adam var til í það. En í miðju kafi sáu þau, að Ijónið var tekið á rás og ætlaði út úr aldingarðinum. Adain var svo seinn í svifum, að Eva varð að hlaupa fyrir ljónið. í því mætti hún Gabrí- el erkiengli á Skjónu sinni, og sagði hann við F.vu: „Hvað er þetta? Hleypur þú allsnakin? Hvað heldur þú að Guð segi, þegar hann fréttir um þetta?“ „Ætlar engillinn að hlaupa með það?“ sagði Eva. „Annars veit ég, að Guð segir bara: „Láttu konugreyið eiga sig,“ því að Guð er algóður.“ Á Mýri var skóli einn mánuð á hverjum vetri. Fyrsti kennari okkar var Jóhann Einarsson frá Vatnsenda í Ljósavatnsskarði, hann var bróðursonur mömrnu. Ann- ar var Kristján Jónasson frá Narfastöðum í Reykjadal, þriðji Sören Jónsson frá Arndísarstöðum í Bárðardal. Hann var þeirra beztur kennari. Ég man aðeins eftir einum jólum á Mýri, líklega vegna þess að ég fékk svo miklar jólagjafir frá móður minni. Hún sendi mér axlasvuntu, tvenna sokka, tætta og spunna úr ull, litaðri úr indigo, tvenna svarta sauð- skinnsskó og svart flauelshárband, skreytt með rauðu silkibandi. En bömin á bænum öfunduðu mig af öllum þessum gjöfum og eyðilögðu fyrir mér hárbandið. Afi átti á, sem Grána hét, og var alltaf tvílembd. Eina nótt að vorlagi gerði hríðarbyl, og fé fennti. Allar ærnar fundust nema Grána. Afa þótti þetta leiðinlegt og mér þá auðvitað Iíka. Þegar Gránu hafði vantað í tvo sólarhringa, dreymdi mig, að til mín kæmi maður og segði: „Þið leitið alls staðar að Gránu, nema þar sem hún er. Hún liggur hérna í bæjargilinu rétt fyrir ofan hesthúsið.“ Ég sagði afa drauminn um morguninn, og Heima er bezt 300

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.