Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 18
fór hann með okkur krakkana upp í bæjargil að moka.
Ekki leið á löngu áður en við heyrðum Gránu jarma.
Fleiri komu til hjálpar, og í gilinu fannst Grána lifandi
með bæði lömbin. Lækurinn hafði þýtt af sér, og þau
hafst við á grasinu á bakkanum. Um kvöldið gaf afi
mér krónu fyrir drauminn, og var ég heldur en ekki
upp með mér.
I annað skipti kom presturinn á Halldórsstöðum,
séra Magnús, og bað heimilismenn að leita mágs síns,
sem óttazt var að hefði orðið úti í stórhríð á Vallna-
fjalli. Prestinum var mjög brugðið, og man ég, að ég
kenndi í brjósti um hann. Það var leitað mikið, en ár-
angurslaust. Eina nótt dreymdi mig, að maður kæmi til
mín og segði: „Hannes liggur á þriðja stallinum fyrir
neðan Selkambinn.“. Ég sagði draum minn um morgun-
inn og vildi láta prestinn vita. Fóstri hélt, að lítið væri
að marka, hvað svona stelpukjána drevmdi, en afi hefur
sjálfsagt munað eftir Gránu, því að hann sendi dreng
út í Halldórsstaði með skilaboð. Það fór sem mig hafði
dreymt. Þarna fannst maðurinn helfrosinn. Presturinn
gerði sér ferð fram í Mýri til að þakka mér. Við afa
sagði hann: „Hún er skrýtin þessi stelpa.“
Eins og öll sveitabörn hafði ég ekki mikið að lifa fyr-
ir nema skepnurnar. Hestarnir voru eftirlæti mitt og
geiturnar voru vinkonur rnínar.
Eitt haustkvöld var fóstri illa á sig kominn og bað
mig að fara á móti hestunum, sem voru komnir heim,
því að það var kornin hríð og norðanátt. Vinnumenn-
irnir höfðu verið í göngum og voru þreyttir og sofn-
aðir. Afi segir: „Hvað er þetta, ætlarðu að senda barnið
út í þetta veður?“ Mér fannst nú reyndar sjálfri ég
ekki vera neitt barn, stór og sterk stelpa á þrettánda ár-
inu. Þegar ég kom út, voru hestarnir komnir heim und-
ir húsvegg. Ég var ekki lengi í vafa um, hvert ég ætti að
fara með þá. Ég hleypti þeim öllum í húsin og brölti
upp í hlöðu og náði þar í væna heytuggu, þrátt fvrir
myrkfælni, og fyllti jötuna. Þegar ég kom heim, voru
allir í fasta svefni.
Ég svaf lengi fram eftir morguninn eftir, en svo
vakti fóstri mig og spurði: „Fórstu ekki á móti hestun-
um í gærkvöldi?“ „Jú, þú baðst mig þess,“ svaraði ég.
„En þeir finnast hvergi.“ „Blessaðar skepnurnar hefur
auðvitað hrakið í Fljótið eins og kindurnar í fyrra-
haust,“ segi ég. „Ertu vitlaus stelpa, heldurðu. að hest-
ana hafi hrakið í Fljótið?" Þá segir Stjáni vinnumaður:
„Við höfum leitað alls staðar, en finnum þá hvergi.“
„Hafið þið líka lcitað í hesthúsunum?" Þá ráku allir
upp skellihlátur.
Fkki þótti mér síður vænt um geiturnar, og ég hafði
þann starfa, að sjá um, að þær kæmu heim til mjalta á
kvöldin. Þegar ég hóaði hvað eftir annað, „hó, hó, hó!“
heyrðu þær og komu allar hlaupandi, enda þótt þær
væru uppi í brúnum. Mest var gaman að þeim, þegar
rigndi. Þá leituðu þær sér skjóls í klettum suður við
ána, en þar voru margir skútar og hellar. Ég vissi því
ævinlega, hvar ég gat fundið þær í rigningu. Ég hóaði,
og þær komu fram úr fylgsnunum fram á stallana, höll-
uðu undir flatt og litu niður til mín og jörmuðu. Geit-
ur eru sólgnar í salt, og hafði ég vanalega saltskálina
með mér og gaf þeim svolítið hverri, þegar þær komu
niður. Síðan hélt ég heim á leið í broddi fylkingar, og
þær eltu eltu mig allar í halarófu. Þegar við komum að
geitahúsunum, söfnuðust þær í kringum mig, og ég gaf
þeim það, sem eftir var í skálinni.
Vorið, sem ég varð 13 ára, fór fóstri í kaupstaðinn,
og á heimleiðinni reið hann upp í Ingjaldsstaði nokkuð
drukkinn. Hann sagði mömmu, að hann gæti ekki haft
dóttur hennar lengur, því að hún stæði uppi í hárinu
á sér og gerði sér allt til bölvunar. Hún sagðist skyldu
koma daginn eftir. Þegar heim kom, sagði hann við
mig, að hann vildi ekki hafa mig lengur og væri búinn
að segja mömmu að sækja mig. „Það er gott,“ sagði ég,
„ég hefði átt að vera farin fyrir löngu.“ Þegar ég sá til
mömmu með söðlaðan hest, sagði ég afa, að nú væri
mamma að koma að sækja mig. Hann fór út á hlað að
taka á móti henni, en annars var hann ekki vanur að
taka á móti gestum. Hann bauð henni inn í stofu, og
voru þau lengi á eintali þar. Þegar þau komu út, voru
þau bæði glöð í bragði, svo að samtal þeirra hefur víst
ekki verið neitt sorglegt. Ég hafði búið niður það litla,
sem ég átti, og það átti að senda seinna. Erfiðast var að
skiljast við afa og Aðalbjörgu. Fóstri var orðinn góð-
glaður, og þóttist ég vita, að hann ætti fullan kút. Hann
hafði oftar en einu sinni gengið upp á dyraloft, og þar
var líklegt, að kúturinn væri geymdur. Þegar við vor-
um að fara á bak, kom fóstri og fór út í litla húsið fyrir
utan bæinn. Ég þóttist vita, að hann mundi verða þar
litla stund, hljóp upp á dyraloft, leitaði að kútnum og
fann hann, tók tappann úr og flýtti mér svo á bak.
Mamma stóð ennþá hjá afa og talaði við hann. „Flýttu
þér, mamma, ég hef tekið tappann úr kútnum,“ kallaði
ég, sló í Lýsing og flýtti mér út túnið. Mamma kom á
eftir og reið upp að hliðinni á mér. „Hvað sagðir þú?“
spurði hún. „Ég tók tappann úr kútnum hans fóstra og
vildi, að við flýttum okkur af stað, áður en að brenni-
vínið væri farið að streyma niður af loftinu.“ „Því
varstu nú að þessu, Bogga mín?“ Ég svaraði: „Sagði
hann ekki, að ég stæði upp í hárinu á sér og væri í alla
staði ómöguleg? Það er hart, að vinna ekki til þess.“
Fóstri kvæntist seinna í annað sinn frænku minni,
Kristjönu Árnadóttur, og áttu þau fimm börn saman.
Gott var að koma heim aftur, eftir fimm ár. Þegar é<í
kom í hlaðið blasti við mér allt, sem ég hafði elskað í
bernsku: Fossinn, Fljótið, ár og lækir, fjöllin og bæirn-
ir, sem ég man ennþá tölu á. Ég heilsaði systkinum og
vinum og kannaði allan bæinn. Ég fór í smíðaskemm-
una og smiðjuna hans pabba; smiðjan stóð úti á túni,
þar hafði pabbi viljað hafa hana, svo að hávaðinn
heyrðist ekki heim að bænum. Á dyraloftinu fann ég
ruslakistu mömmu; í henni var ýmislegt, sem ætti heima
á fomgripasafni, svo sem útskorin flatkökumót, lok af
öskum, trafakefli og fleira. Á botninum var mjó og
löng skjóða, sem hafði einu sinnil verið hvít, Ég varð
forvitin, tók hana og dró út úr henni langspil. Þetta var
310 Heima er bezt