Heima er bezt - 01.09.1959, Side 19

Heima er bezt - 01.09.1959, Side 19
fundur fyrir mig, sem ævinlega söng og hafði aldrei haft annað en hárgreiðu sem hljóðfæri. En ég kunni ekki á langspil. Ég fór með það til mömmu og spurði hver ætti það og því hún hefði aldrei sýnt mér það. Hún sagði mér að það hefði verið eign Helga, föður Jónasar tónskálds, og hann ætti það nú. Hvernig það var komið til hennar mundi hún ekki, en hún hafði geymt það vel. Ég skrifaði Jónasi strax og sagði honum frá þessum dýrgrip, sem mamma geymdi, og spurði hvort hann vildi fá hann eða hvort ég mætti eiga hann. Ég fékk það svar, að litla frænka mætti eiga langspil- ið ef hún vildi, og þá færi það heldur ekki úr ættinni. Ég skrifaði honum þakkarbréf, en sagði að ég kynni ekki á það; það stæðu stafir á hverri nótu. En að mig langaði að læra lögin hans, sem ég vissi að voru komin út. Hann sendi mér lag með langspilsnótum, og síðan hvert lagið á fætur öðru í mörg ár. Ég var heima um sumarið og vann eins og ég gat. Dabbi ráðsmaður var farinn að eldast og þoldi illa vinn- una. Mamma og María slógu tún og engjar, en við yngri telpur rökuðum á eftir. Mamma var kaupandi að blaði, sem hét Norðlingur, gefið út á Akureyri af Skafta Jósefssyni. Snemma þetta sumar sá ég auglýsta í blað- inu bókina „Kátur piltur“ eftir Björnson, þýdda af Jóni Ólafssyni. Mig langaði að fá bókina og skýrði Maríu systur frá því. Þetta var á slættinum og erfitt að komast að heiman. Eitt laugardagskvöld lagði ég á Lýsing með vitund systra minna, en án leyfis mömmu. Eg reið til Akureyrar um nóttina. Aldrei gleymi ég þeirri sjón, er hlasti við mér er ég kom á brún Vaðlaheiðar. Sólin var að koma upp yfir hafinu og virtist dansa á öldunum, en grænt landið brosti döggvott við fyrstu morgungeislun- um. Ég reið heim að bæ, sem varð á vegi mínum, og hitti bóndann að máli. Ég spurði, hvort það væri flóð eða fjara. „Því spyrðu að því, stúlka mín?“ sagði hann. „Ég ætía að ríða Leiruna, því að ég er ókunnug ár- vöðunum,“ svaraði ég. „Þú, barnið?“ Ég fullvissaði hann um, að ég væri vön að ríða vatns- föll og þáði ekki boð hans um fylgd, en fékk að vita hvar ég skyldi fara. Til að forðast sandbleytu átti ég að ríða út í sjóinn úr miðri fyrstu kvíslinni. En hesturinn kannaði botninn og ég þurfti ekki að stýra honum. Alla leiðina yfir söng ég „Eyjafjörður finnst oss er“. 1 fjörunni stóðu tveir menn, þeir Helgi föðurbróðir minn og Möller kaupmaður, scm mamma skipti við. „F.rt það þú, bjáninn þinn,“ var fyrsta kveðja Helga frænda míns. Möller sagði: „Hvað ertu að fara, barn?“ „Ég er að sækja „Kátan pilt“. Möller spurði mig, hvort ekki væri nóg um þá í Bárðardal, en hann skildi mig nú samt, og lofaði að út- vcga mér bókina, þó að það væri sunnudagur. Hann fór incð mig heim til konu sinnar. Þar fékk ég að borða og var látin leggja mig. Helgi frændi minn sá um hestinn, og fylgdi mér yfir árnar síðar um daginn. Þegar ég kom heim um kvöldið, stóð mamma á hlaðinu og sagði við mig: „Þú ættir refsingu skilið, sem ferð þetta í levfis- leysi.“ Ég hljóp upp um háls hennar og kyssti hana hlýjum kossi, og þá var henni allri lokið. Þetta sumar dreymdi mig, að ég væri stödd í Reykja- vík; mér hafði þá aldrei dottið í hug að fara þangað. Mér fannst ég ganga þar á götu með vinstúlku minni, sem ég hafði aldrei séð fyrr. Við komum svo að vörðu, sem kölluð var Skólavarða. Ég sting þá upp á því við fylgdarkonu mína. að við förum heim að Bergþórshvoli. Hún spyr, hvað ég ætli að gera þangað. „Eg ætla að mana hann gamla Njál upp, þú manst að hann var for- spár; ég vil vita framtíð okkar.“ Hún var til í það og við komum að Bergþórshvoli. Við komum að haugi Njáls og hafði ég þá sama ráð og við hjásetuna, þegar ég hafði þótzt koma að haugi; ég reif mér lynghríslu, barði utan hauginn og manaði haugbúann fram. Aldrei hafði neinn komið, en nú steig Njáll úr haugnum. Hann var fremur moldarlegur, klæddur brúnum kyrtli og gyrtur belti. í andliti var hann ekki ósvipaður afa gamla á Mýri. Hann kvartaði yfir að fá ekki frið í gröf sinni. Ég varð fyrir svörum og sagði: „Þú ferð ekki fyrr en þú hefur sagt fyrir um framtíð okkar.“ Hann sagði þá fyrst við stúlkuna, sem með mér var: „Þú verður kyrr á íslandi og starf þitt verður frjó- samt.“ Við mig sagði hann: „Þú munt fara af landi burt, en verða ævinlega góð dóttir lands þíns.“ Svo hvarf hann aftur inn í hauginn. (Framhald). Á Urðahlíð (Framhald af bls 302)----------------------------- ur uppi á skerjum vzt í Breiðafirði og sefur fast. Fer kannske ekki í sjóinn dögum eða vikum saman, en læt- ur brim og boða gæta sín — ásamt svartbaknum. Þá situr svartbakurinn þar sem hæst ber á skerjunum og hefur sig óðar til flugs þegar honum þykir tilveran eitthvað grunsamleg, og er þá hávær og ferðmikill. Og selurinn skilur fyrr en skellur í tönnunum. Fyrir það og raunar fleira hefur svartbakurinn fengið margt óþvegið orð í eyra, en jafnframt forðað mörgum selnum frá kylftim eða kúlum veiðiniannanna. Kópurinn litli lá í bóli sínu á tanganum vikutíma og dafnaði vel. Hvítu, mjúku hárin, sem hann fæddist með, voru nú farin að falla af honum og lágu eins og flos í kringum hann. Hann gerðist svartflekkóttur og mjög feitur. Hans var gætt af foreldrunum og svartbökunum til skiptis. Honum var nú engin hætta búin lengur af örnum og hröfnum. — En grimmasta rándýr jarðarinn- ar, maðurinn, gaf honum auga öðru hvoru — og hann er hættulegri vöxnum útselskóp en nokkrir ernir. * (1937.) Bergsveinn Skiilason. Heima er bezt 311

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.