Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1959, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.09.1959, Qupperneq 21
Skallagrímsdalur i Borgamesi. Hafnarfjall i baksýn. Hœgra megin á myndinni, i forgrunni, er Skallagrimshaugur. Grímur hann mest af hjúum sínum. Þennan mann hjó Egill banahögg og gekk svo til sætis síns. Skalla-Grím- ur lét sem hann sæi þetta ekki. Ekkert töluðust þeir við feðgarnir, það sem eftir var vetrar. Margir íslendingar rekja ættir sínar til þeirra feðga, Skalla-Gríms og Egils, og er höfundur þessara hugleið- inga einn í þeirra hópi. Væri ekki að undra, þótt menn af Mýramana kyni, væru uppstökkir og stórgeðja, ef þeir líktust þessum forfeðrum sínum. , En aðrir þættir Egilssögu, sýna það, að þessir skap- ofsamenn, eiga líka hlýrri og mannlegri tilfinningar. Er það nokkur hugarléttir fyrir afkomendur þessara garpa. Ekki má heldur gleyma því að konur af þessum ætt- stofni voru margar fagrar og skörungar í skapi. Þegar Skalla-Grímur gekk til glímu við Þórð Grana- son og Egil, son sinn, var hann fast tekinn að eldast, enda liðu ekki mörg ár, að andláti hans. Er sagan um dauða Skalla-Gríms öll hin tröllslegasta og mun ég ekki rekja hana hér, þótt sagan sé nokkuð sérstæð í íslenzk- um fornsögum. Ég vík þá aftur að Brákarey. Ég geri ráð fyrir að við stígum á land í Brákarey hress og endurnærð eftir sjóferðina, því að úr því kemur inn fyrir Borgareyjar, inn í fjörðinn, er ætíð sjólaust. Um leið og við ökum eða göngum yfir brúna yfir Brákarsund, þá flýgur ef til vill í huga okkar sagan um ambáttina, sem bjargaði lífi drengsins, sern hún hafði fóstrað, en lét líf sitt að laununr. Úr Brákarey er fögur fjallasýn, hvort sem horft er í vesturátt, norður eða austur. í austurátt er skammt til fjalla handan fjarðarins og ber þar nrest á sérkennileg- urn fjallstindi, er Skessuhorn nefnist og gróðurlausum, bládökkum skriðum Hafnarfjalls. En þótt skriðurnar séu gróðurlausar eru þær formfagrar og vinalegar. Hafnarfjall blasir við sýn frá hverjum bæ á Mýrum vestur og allt vestur í Hnappadalssýslu. Er mér í minni fegurð fjallsins í fjarsýn, hvort heldur skriðurnar voru sólgullnar eða blá-dimmar. Hafnarfjall var traustur vin- ur og staðfastur. Það var eins og heimilisvinur og traustur ráðunautur um veðurfar. Éina sögu kann ég urn Hafnarfjall, sem sannar það, að ætíð var fjallið fyr- ir augurn, er út úr bæ var litið á iVIýrunum. Sagt er að fyrir löngu hafi ungur óframfærinn piltur ætlað að biðja sér stúlku vestur á Mýrum. Hann bað stúlkuna að heyra sér út undir vegg, eins og þá var siður, er slík rnál voru rædd. En þegar þar var komið vafðist piltin- um tunga um tönn og gat hann ekki stunið upp bón- orðinu. Honum varð þá litið á Hafnarfjall og segir í einhverju ráðaleysi: „Það er hátt Hafnarfjallið núna.“ „Ætli það sé nokkuð hærra en vant er,“ svarar stúlkan og strunzar aftur inn í bæinn. Ekki varð meira af bón- orðinu í það skiptið. Það næsta, sem dregur að sér athyglina í fjallasýn- inni er kollurinn á Skjaldbreið, sem gægist upp fyrir dalina yfir miðjum Skorradal. I aust-norður-átt er Okið og litlu norðar Eiríksjökull, fegursti jökull íslands. Á norðvestur-fjallgarðinum dregur Baula að sér alla athygli. Er Baula sérkennilegur og fagur fjallstindur, Heima er bezt 313

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.