Heima er bezt - 01.09.1959, Side 25

Heima er bezt - 01.09.1959, Side 25
Erling Ágústsson, Vestmannaeyjum, hefur sungið þetta ljóð í útvarpi og hann er líka höfundur Ijóðsins. Lagið er eftir D. Burton. Erling Ágústsson er fæddur í Vestmannaeyjum og er rafvirki að atvinnu. Hann er 29 ára, fæddur 9. ágúst 1930. Tvær sveitastúlkur, Grámann í Garðshorni, L. L., Vopnafirði, o. fl. hafa beðið um ljóðið Hvítu mávar. Helena Eyjólfsdóttir hefur sungið lag og ljóð á hljómplötu, en höfundur ljóðsins er Björn Bragi. Handan við hafdjúpin bláu hugur minn dvelur hjá þér. Ég bið að þú komir og kyssir kvíðann úr hjarta mér. HVÍTU MÁVAR, segið þið honum, að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann. HVÍTU MÁVAR, segið þið honum, að hann sé það allt, sem ég í brjósti ann. Þótt þú færir burt, ég hugsa enn sem áður um okkar liðnu tíð, er ég þig fann. HVÍTU MÁVAR, segið þið honum, að mitt hjarta slái aðeins fyrir hann. Þá hefur verið beðið um Capri-Katarína, sem Hauk- ur Morthens hefur sungið á hljómplötu. Ljóðið er, sem flestum er kunnugt, eftir þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, en lagið er eftir Jón Jónsson frá Hvanná. Komið, allir Caprisveinar. Komið. Sláið um mig hring, meðan ég mitt kveðjukvæði um Katarínu litlu syng. Látið hlæja og gráta af gleði gítara og mandólín. Katarína, Katarína, Katarína er stúlkan mín. í fiskikofa á klettaeynni Katarína litla býr. Sírenur á sundi bláu syngja um okkar ævintýr. Á vígða skál í skuggum trjánna skenkti hún mér sitt Caprivín. Katarína, Katarína, Katarína er stúlkan mín. Með kórónu úr Capriblómum krýndi hún mig hinn fyrsta dag. Af hæsta tindi hamingjunnar horfðum við um sólarlag. Þar dönsuðum við tarantella og teyguðum lífsins guðavín. Katarína, Katarína, Katarína er stúlkan mín. En nú verð ég að kveðja Capri og Katarínu litlu í dag. Horfa mun ég út til eyjar einn um næsta sólarlag. Grátið með mér, gullnu strengir, gítarar og mandólín. « Ó, Katarína, Katarína, Katarína stúlkan mín. Að síðustu er hér Ijóð fyrir yngstu lesendurna. Það eru Aravísur eftir Stefán Jónsson skáld. Ingibjörg Þor- bergs hefur sungið ljóð og lag nokkrum sinnum í út- varp. Hann Ari er lítill, hann er átta ára „trítill“ með augu mjög falleg og skær. Hann er bara sætur, jafnvel eins, er hann grætur og hugljúfur, þegar hann hlær. En spurningum Ara er ei auðvelt að svara: — Mamma, af hverju er himinninn blár? — Sendir guð okkur jólin? — Hve. gömul er sólin? — Pabbi, því hafa hundarnir hár? Bæði pabba og mömmu og afa og ömmu þreytir endalaust spurningasuð: — Hvar er sólin um nætur? — Því er sykurinn sætur? — Afi, gegndu, hver skapaði guð? — Hvar er heimsendir, mamma? — Hvað er eilífðin, amma? — Pabbi, af hverju vex á þér skegg? — Því er afi svo feitur? — Því er eldurinn heitur? — Því eiga ekki hanarnir egg? Það þykknar í Ara, ef þau ei vilja svara og þá verður hann ekki rór, svo heldur en þegja, þau svara og segja: — Þú veizt það er verðurðu stór. Fyrst hik er á svari, þá hugsar hann Ari og hallar þá kannske undir flatt og litla stund þegir, að lokum hann segir: — Þið eigið að segja mér satt. Rúmið leyfir ekki meira í þetta sinn. Fyrir sérstakt óhapp féll niður dægurlagaþátturinn í síðasta blaði — ágústblaðinu. Reynt verður að bæta þetta upp síðar. Stefán Jónsson. Heima er bezt 317

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.