Heima er bezt - 01.09.1959, Síða 26

Heima er bezt - 01.09.1959, Síða 26
FJÓRÐI HLUTI — En hvað þá? — Við skulum fá okkur sæti hérna í ilmandi heyinu og spjalla saman. Það er ekki svo oft sem svona tæki- færi gefst. — Hér er enginn staður til málfunda, og ég er farin heim. — Hún ætlar að ganga fram úr hlöðunni án þess að ræða það mál frekar, en Armann grípur um mitti hennar og segir brosandi sem fyrr: — Lofaðu mér að tala við þig, Lilja, við skulum vera vinir! — Láttu mig strax lausa! — Nei, vertu nú róleg, Lilja. — Hann herðir á taki sínu og þrýstir henni fastar að sér. En hún slítur sig lausa og þýtur fram úr hlöðunni. Armann hraðar sér á eftir Lilju. Hann vill síður, að hún loki sig inni í fjárhúsinu, en til þess er henni trú- andi! Lilja er komin fram að dyrunum og búin að opna hurðina, er hann stekkur niður úr garðanum og snarast út fram hjá henni, en bíður fyrir utan, meðan hún læsir fjárhúsinu. Síðan fylgist hann þögull með henni heim að bænum. Ármann er reiður, en hann vill ekki láta Önnu verða neins vísari um mistök sín að þessu sinni. Það gæti spillt fyrir honum í framtíðinni. Lilja er auð- sjáanlega reið líka, báðum finnst sér hafa verið mis- boðið. Anna kemur fram í bæjardyr á móti kennaranum og dóttur sinni og segir brosandi: — Þið eruð bara búin að gefa fénu. Alltaf er það munur að hafa góða hjálp, Lilja mín. Lilja svarar móður sinni engu, og hraðar sér áfram inn í bæinn, en Ármann segir með uppgerðar brosi, eins og ekkert hafi í skorizt: — Já, okkur gekk ágæt- lega að gefa fénu, og nú er víst ekki meira að gera í dag.' — Jæja, ég þakka þér innilega fyrir hjálpina, Ár- mann kennari. — Það er ekkert að þakka. — Ármann heldur áfram ínn í herbergi sitt og þeytir af sér skinnhönzkunum, vetrarfrakkanum og loðhúfunni. Hann hefur beðið ósigur, en Lilja er ekki laus við hann enn þá. Hann skal hefna sín! VII. Helgasta hátíð ársins er þegar runnin út í ómælis- djúp tímans. Annar dagur jóla er að kveldi kominn. Tungl í fyllingu skín í skýjarofi, og rökkurskuggarnir leika um glitrandi hjarnið og spegilskyggðan ís vatn- anna. Lilja hefur lokið við að bera inn kvöldverðinn handa Ármanni kennara, og fleiri verkefni kalla hana ekki að sinni. Nú ætlar' hún að nota rökkusæla frístund sína til að bregða sér á skauta og njóta einverunnar í dýrðlegri kyrrð kvöldsins. En skautahlaup hefur löngum verið einhver bezta skemmtun hennar á vetuma. Jólin hafa verið fremur tilbreytingarlítil í Austurhlíð að þessu sinni. Lilja vonaði í lengstu lög, að Ármann kennari færi heim til sín í jólafríinu, en sú von hennar varð að engu. Honum fannst það ekki svara kostnaði að fara suður til Reykjavíkur fyrir svo fáa daga, og móðir hennar lagði sig alla fram við það að fá hann til að vera kyrran, og svo varð það úr, að hann fór hvergi. Lilja hefur því orðið að sitja við spil hverja sína frí- stund um jólin, ásamt foreldrum sínum og Ármanni, til þess að skemmta honum, en það hefur ekki fært henni neina ánægju. Nú skal hún nota frelsið, meðan það gefst, og vera komin út áður en spilin verða tekin fram að nýju. Llún býr sig í skyndi, nær í skauta sína og hleypur burt frá bænum, létt í spori, út að gljáskyggðu skautasvelli á Hlíðarvatni, skammt norðan við túnið í Austurhlíð. Tunglið breiðir töfrablæju sína yfir himin og jörð og breytir lognkyrru kvöldinu í hreinasta ævin- týr. Lilja bindur á sig skautana og rennir sér á fleygi- ferð út á vatnið. Svellið er eins og spegill gljáandi, og hún þýtur fram og aftur um vatnið, létt og örugg. Tíminn líður fljótt, og Lilja gleymir honum að mestu. Dýrð kvöldsins er svo helg og hrein, og djúp kyrrð og friður yfir öllu. En Lilja er ekki lengur ein á vatninu. Hún kemur skyndilega auga á mann, sem einn- ig er á skautum og kemur á fleygiferð í áttina til henn- ar. Hver skyldi þetta vera? Hér bjóst hún ekki við að hitta neinn. En brátt þekkir hún komumann, og hjart- að tekur þegar að slá hraðar í barmi hennar. Hann er 318 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.