Heima er bezt - 01.09.1959, Page 28

Heima er bezt - 01.09.1959, Page 28
— Gott kvöld. — Þið notið ykkur ekki skautasvellið. Lilja lítur ertnislega á Ármann og segir: — Við erum nú búin að því. — Svo-o, en móðir þín óskar eftir, að þú komir sem fyrst heim, Lilja. — Ekkert liggur á, hátíðarkvöldið á ég sjálf, og ég ræð hvernig ég eyði því. Jónatan stendur þögull og virðir Ármann fyrir sér á meðan hann ræðir við Lilju, og honum lízt þannig á þennan ókunna mann, að honum muni trúandi til að ijósta upp samfundum þeirra Lilju og hans heima í Austurhlíð. En sízt af öllu vill hann að Lilja hljóti illt af sínum völdum. Hann tekur því skauta sína og réttir Lilju höndina: -- Vertu blessuð, Lilja, segir hann lágt og þrýstir hönd hennar hlýtt að skilnaði. — Vertu sæll, Jónatan. — Hún er búin að segja nafn hans, áður en hún áttar sig á návist Ármanns kennara, og nú fór illa fyrir henni. Jónatan býður góða nótt og hraðar sér suður með vatninu, en Ármann kennari horfir glottandi á eftir honum. — Jæja, svo að pilturinn heitir Jónatan. Þá er gott að vita það. Skap Lilju er í uppnámi út af fljótfærni sinni, hún þrífur skautana í skyndi og þýtur af stað heimleiðis án þess að virða Ármann kennara viðlits. Anna er ein í eld- húsi, þegar Lilja kemur fasmikil inn til hennar og tekur sér kaldan vatnssopa að drekka. Hún er þyrst og móð af göngunni. Anna lítur á dóttur sína og segir: — Það er gott að þú ert komin. Hittir þú ekki Ár- mann kennara? — Ég sá hann suður við vatn. — Urðuð þið ekki samferða? — Nei. — Af hverju kom hann ekki með þér? — Því get ég ekki svarað, ég kæri mig heldur ekkert um fylgd hans. — Láttu mig ekki heyra þennan talsmáta, það er heiður fyrir þig að kynnast Ármanni kennara. Við ætl- uðum að spila í kvöld, en þá varst þú horfin. — Ég spila ekki eitt einasta spil í kvöld. — Jæja, naumast er það, hafði skautaferðin þessi áhrif á þig? — Ég er orðin löngu leið á þessari sífelldu spila- mennsku. — Svo þú losnar þá við hana í kvöld, því að hingað er nýkominn næturgestur, sem ætlar að spila út jólin með okkur. — Það var þá heppni fyrir ykkur. — Lilja lætur skautana á sinn stað og hraðar sér að því loknu inn í baðstofu. Þar setzt hún niður og tekur sér bók í hönd, en hugur hennar festir ekki yndi við efni hennar; hann dvelur við endurminningar kvöldsins, og aldrei hefur hún haft meiri óbeit á Ármanni kennara en einmitt nú. Ármann sér á eftir Lilju heim að Austurhlíð, og skap hans þyngist allmjög. Enn sem fyrr ber hann lægri hlut í viðureign sinni við Lilju, en nú skal hann ná sér niðri á henni. Hann ætlar að lofa móður hennar að heyra það, að hún hafi ekki verið ein við vatnið í kvöld, en hve miklu hann ljóstar upp, fer eftir því, hvernig Lilja snýst gegn honum. Nú stendur hann betur að vígi en nokkru sinni áður, og hann skal líka nota sér það. Ármann hraðar sér heim að Austurhlíð og gengur beina leið inn í eldhús, En nú er Anna húsfreyja ekki ein þar. Hinn nýkomni gestur og Jón bóndi sitja í eld- húsinu að kaffidrykkju. Anna býður Ármanni sæti hjá þeim og hellir í bolla handa honum. Ármann drekkur hinum til samlætis og er hinn kátasti. Enn sem fyrr kann hann að haga seglum eftir vindi, og að lokinni kaffi- drykkjunni eru spilin tekin fram, og allt annað gleymist um hríð. VIII. Jólaleyfinu er lokið, og kennslan hafin að nýju. Nem- endur Armanns kennara eru fyrir skömmu lagðir af stað heimleiðis. Ármann lokar skólastofunni og gengur inn í baðstofu, en þar eru hjónin bæði fyrir. Anna situr við sauma, en Jón les í blaði. Ármann nemur staðar við baðstofugluggann og horfir um stund á eftir nemendum sínum, sem hlaupa léttir í spori suður túnið í Austur- hlíð og þreyta keppni á sprettinum. En Anna lítur bros- andi á kennarann og rýfur brátt þögnina. — Þá er kennslunni lokið hjá þér í dag, Ármann kennari. Lilja hlýtur að koma fljótlega inn með kaffið handa þér. Ármann snýr sér frá glugganum. — Það liggur ekkert á því, Anna. Ég var bara að horfa á eftir nemendum mínum hérna suður túnið. Þetta eru allt efnis krakkar og vel gefnir. iMér finnst bara gaman að kenna þeim. — Það er ánægjulegt að heyra. Þau láta líka vel af þér. Ég vildi að Lilja mín hefði haft annan eins kenn- ara og þig, þegar hún var í barnaskóla, en það var nú eitthvað annað. — Jæja, hafði hún lélegan kennara? — En hafið þið hjónin ekki hugsað ykkur að senda dótturina til frek- ara náms í framhaldsskóla? — Jú, hún á að stunda nám í kvennaskóla næsta vet- ur, við erum búin að ákveða það. — Já, það er alveg sjálfsagt. En hefur Lilja enga und- irbúningsmenntun aðra en barnaskólanámið? — Nei, því er nú verr og niður. — Ég ætti að geta bætt úr því í vetur, ef þið hjónin óskuðu þess. Jón leggur frá sér blaðið og segir: — Það væri mjög æskilegt, ef þú vildir taka Lilju í tíma og kenna henni nauðsynlegustu námsgreinarnar undir framhaldsskóla. Ég skal greiða þér vel fyrir það, Ármann kennari. — Við getum alltaf talað um greiðsluna, Jón, en við sláum því þá föstu, að Lilja komi í tíma til mín eftir kennslu á daginn. Ég skal fræða hana vel fyrir fram- haldsnámið. — Ég þakka þér fyrir það. Mig langar til að búa ;320 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.