Heima er bezt - 01.09.1959, Page 32
„Jæja, sko til! En er þetta ekki sóðadræsa svona inn-
anhúss?“ spurði Hartmann.
„Það veit ég ekki. Hún hefur lítið unnið innanbæjar.
Vill víst heldur vera úti,“ sagði Geirlaug varfærnislega.
„Mér heyrðist þeim takast upp að lýsa henni, Leifa
og Gerðu. Einkanlega þessu fjármennskustússi. Það get-
ur margt komið fyrir í tóftum, eins og þú skilur,“ sagði
Hartmann áhyggjufullur.
„Það er nú einmitt það, sem ég veit ekkert um. Hef
aldrei verið í tóftum,“ sagði Geirlaug þurrlega. „En ég
get tæplega hugað mér, að sonur þinn sé svo smekklaus,
að hann fari að faðma hana, þar sem hann á eins fallega
konu og Rósa er.“
„Já, það hefur hann nú sýnt, að hann er smekkmaður
á kvenfólk. Við skulum nú bara vona það, Geirlaug
mín, að hún freisti hans ekki, þessi drós, því ef ég á að
segja eins og mér finnst, þá er hún hreint ekki tiltrekkj-
andi,“ sagði Hartmann og ræskti sig hraustlega. „Það
var þó svei mér lán, að kerlingarbjálfinn fór ekki að
þvælast með mér hingað norður. Elana hefur alltaf
langað til að sjá Jón litla. Ég var búinn að segjá henni,
hvað hann væri stilltur og skemmtilegur. En þarna sem
við erum, er ekkert annað en stelpnastóð, sjóðvitlaust
í óþekkt og frekjugangi. Hún hefði sjálfsagt vætt brána,
sú gamla, yfir þessari breytingu, sem hér er orðin. Þú
býrð til gott kaffi ennþá, Geirlaug sæl. Ég skal þiggja
í þriðja bollann. Alltaf er lystin sú sama hjá mér.“
Geirlaug hellti enn einu sinni í bollann. „Hvernig er
konan þín til heilsunnar núna?“ spurði hún.
„Það má heita að hún hafi hestaheilsu hjá því, sem
verið hefur. Hún er farin að fitna talsvert, því eins og
þú manst, tolldi aldrei neitt utan á beinapípunum. Nú
er hún sæmileg útlits.“
„Kannske hún eigi eftir að koma að Hofi aftur, konu-
stráið, þegar þau mæðginin eru komin heim og allt orð-
ið eins og það var,“ sagði Geirlaug og stundi mæðulega.
Nú ruddist Ásdís inn og Bogga á hæla henni.
„Maður er nú sjálfsagt orðinn þurfandi fyrir kaffi,“
sagði Ásdís og reif opinn skápinr, þar sem bollapörin
voru geymd, og fékk sér bolla og hellti í hann kaffi.
„Það voru nógu mörg pör hér niðri á borðinu,“ sagði
Geirlaug stutt í spuna. „Ég vona, að þú farir þó ekki
að taka pörin, sem eru í efstu hillunni. Það eru fínu
bollarnir, sem sjaldan eru snertir.“
„Það læt ég ósagt, hvort ég tek þá eða ekki. Mér er
hvergi markaður bás,“ sagði Ásdís ertnislega. Svo sneri
hún máli sínu til Hartmanns, sem sat og horfði á hana
allt annað en vingjarnlega. „Mér þykir líklegt, að þér
lítist sæmilega á mig sem tengdadóttur.“
Gamli maðurinn fór hjá sér. „Ég skil nú bara ekki
svona talsmáta, þar sem ég á engan soninn til að gefa
þér, þá kemur það varla til tals, hvaða álit ég hef á þér,“
sagði hann dauflega og leit til Geirlaugar út undan sér.
Hún hristi höfuðið með lítilsvirðingu.
„Ég var nú bara að spauga um hann son þinn hérna,
af því ég er orðin hálfgerð húsmóðir hérna. Ég lofaði
honum því, að fara ekki frá honum, fyrr en konan hans
kæmi til hans, en ef hún kemur ekki, þá á hann mig þó
alltaf vísa.“ Hún skellihló að þessari fyndni sinni.
„Ég er nú of þungbúinn yfir heimilisástæðunum hér
til þess að geta hlegið,“ sagði Hartmann. „Ég sé, að það
er handbragð Geirlaugar á öllu hér á heimilinu ennþá,
og það líkar mér vel. Um það ókomna getur enginn sagt.
En mér finnst dauflegt að koma hingað í þetta sinn,“
sagði gamli maðurinn alvarlegur á svip.
Kristján kom inn nógu snemma til að heyra svar föð-
ur síns. Hann sagði hlýlega: „Þú skalt nú bara ekki vera
að setja það fyrir þig, pabbi. Ég vona, að það harðasta
sé hjá liðið. Rósa er nú komin af spítalanum. Drengur-
inn var alheilbrigður. Það var bara gert til varúðar að
fara með hann suður. Rósu langaði líka til að hafa hann
nærri sér. Þau verða áreiðanlega komin heim fyrir vorið.
Þá skal ég skrifa ykkur.“
„Það er gott að hafa von um það,“ sagði gamli mað-
urinn jafnalvarlegur og áður. Hann hafði ekki augun
af Ásdísi, sem hámaði í sig kleinurnar.
Kristján settist við borðið til að fá sér kaffi.
„Komdu með kaffið handa húsbóndanum Geirlaug,“
kallaði Ásdís. Svo talaði hún til Hartmanns gamla.
„Þú mátt vera viss um að það fer ekki illa um hann
hjá okkur Geirlaugu, í vetur. Ég skal hotta á hana, ef
hún er ekki nógu snör að láta í bollann hjá honum. Ég
ætla að verða fjármaður hérna í vetur.“
„Ég hef heyrt það,“ sagði Hartmann varlega og at-
hugaði svip sonar síns. „Ekki þætti mér ólíklegt að
nágrannarnir og náungarnir hendi gaman að því,. að
:-já kvenmann við fjárgeymsluna með þér, Kristján
minn.“
Ásdís flissaði.
„Ég er ekki hörundssár fyrir því, sem sagt er um mig
á bak, enda hefur víst ekki verið sparað að kasta hnútum
að mér í þessari sveit,“ sagði Kristján. „Ég veit, að Ás-
dís er alvön fjárhirðingu og farizj hún vel úr hendi. Það
er mér fyrir mestu.“
„Þú værir þá ólíkur honum föður þínum, ef þú værir
með svoleiðis kveifarskap,11 sagði Hartmann. „En að
hafa góðan fjármann er aðalstoðin undir búinu. Það
þekkja allir. Ég þykist vita það, að karlanginn á Bala
fari nú að uppgefast á að hirða lömbin. Þetta er að verða
gamalmenni.“
„Hann vill hirða í vetur. Lömbin eru með fæsta móti
sem ég set á,“ sagði Kristján.
„Það er svo sem auðséð, að hún er aldeilis sjóðvitlaus
í honum, stelpuhlussan,“ sagði Hartmann gamli, þegar
Kristján var farinn út og Ásdís á hæla honum. „Ég
verð að tala við hann og leiða honum það fyrir sjónir,
að ósæmilegt sé að líta svona konu girndarauga, þar sem
konan er sjúldingur og bíður þess að koma heim í hjóna-
sængina.“
Geirlaug greip fram í fyrir honum: „Hann er nú svo
sem enginn unglingur, sem þarf áminningar við. Ég segi
nú bara eins og mér finnst, að það muni ekki vera mjög
324 Heima er bezt