Heima er bezt - 01.09.1959, Page 35
342. „Ekki getum við skilið aumingja
Perlberg eftir í dauðans hættu," segi ég
við Mikka. „Við verðum að reyna að
bjarga honum, þó að hann sé fjandmað-
ur okkar. Hann er sýnilega ekki syndur.
Hvað skal gera? Ef við hefðum bát. .. “
343. Ég svipast um á tjarnarbakkanum.
Engan finn ég bátinn, en eftir dálitla
stund rekst ég á digran trjástofn. Loks
get ég skotið honum á flot, og síðan
stígum við Mikki um borð í skipið eða
trjábolinn.
344. Ég hef náð mér í langan stjaka og
nota hann til að róa mig yfir um tjörn-
ina. Gagntekinn af sívaxandi ótta og
skelfingu bíður Perlberg hinum megin
tjarnarinnar, og eldurinn nálgast hann
í sífellu.
345. Ég þarf ekki að hafa fyrir því að
biðja Perlberg að fá sér sæti á trjástofn-
inum. Skjálfandi af ótta og ákafa skreið-
ist hann upp á stofninn. Aður en varir
var hann farinn að kveinka sér yfir því,
hvað farkosturinn sé valtur.
346. Þrátt fyrir kvein og hræðslu Perl-
bergs og alls kyns heimskulegar ráðlegg-
ingar, komumst við ioks yfir tjörnina.
Nú hef ég hugsað mér að gæta fyllstu
varkárni. Ég stjórna bolnum þannig, að
við Mikki hljótum að fara fyrstir í land.
347. Til að girða fyrir að Perlberg geti
tafarlaust elt okkur uppi, ýti ég trjáboln-
um snöggt frá landi aftur með stjakan-
um. Perlberg verður æfur og skelkaður
og veifar með staf sínum. En ég þekki
kauða og treysti honum alls ekki.
348. Nú verður Perlberg að reyna að
klóra sig að landi og róa með prikinu
sínu. Honum gengur seint, eins og við
var að búast, en sígur þó áfram. En við
Mikki notum tímann til að forða okkur.
349. Við hlaupum nú sem fætur toga.
Það er um að gera að vera komnir sem
lengst frá tjörninni, áður en Perlberg
nær fandi. Og það verður að minnsta
kosti stundarkorn þangað til.
350. Eftir skamma stund sjáum við veg
á milli trjánna, og þar koma tveir menn
gangandi á móti okkur. Þeir veifa til
okkar, óðar en þeir sjá okkur, og það er
auðséð, að þeir hafa þekkt okkur aftur.
Heima er bezt 327