Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 6
Frú Sesselja Guðmunclsdóttir.
inn eftir kom til okkar vinnumaður frá Birtingaholti,
og hann sagði okkur einkennilega sögu. Hann kvaðst
daginn áður hafa verið að fara á fjárhúsin þar sem
heitir Selholt, og var með heylaup á bakinu og hélt
báðum höndum í böndin á honum, því að hann átti á
móti veðri að sækja. Veit hann þá ekki fyrr til en bréf
kemur fljúgandi undan rokinu, lendir í handarkrika
hans og sat þar fast. Hann fór að athuga bréfið og sá
að það var sendibréf til Bjarna í Dalbæ. Og nú var
hann á leið þangað til þess að færa Bjarna bréfið. Þetta
var bréfið, sem ég týndi. Það hafði fokið um 6 km.
leið. Öllum þótti þetta einkennileg tilviljun. En mér
varð það annað og meira. Það varð mér sönnun þess,
að yfir mér væri vakað, ég hafði verið bænheyrður,
þegar mér lá mest á. Ég fæ ekki lýst gleði minni, og að
henni hef ég búið fram á þennan dag. Það er sannfær-
ingin um að yfir mér sé vakað, sem hefur haldið mér
ungum andlega, enda hef ég fengið að þreifa á því
margsinnis um ævina, að „það er eins og hulin hönd
hjálpi, er mest á liggur“.“
Faðir Bjarna var Jón bóndi Bjarnason, Jónssonar í
Stóru Mástungu, Einarssonar hreppstjóra í Hvammi á
Landi, Vigfússonar. En móðir hans var Gróa Einars-
dóttir bónda í Bryðjuholti, Einarssonar, Bjarnasonar á
Sóleyjarbakka, Jónssonar á Fjalli á Skeiðum, Jónssonar.
Þau bjuggu allan sinn búskap á Galtafelli, og voru fyrst
leiguliðar, því að Þorleifur ríki Kolbeinsson á Háeyri
átti jörðina. Fljótlega fékk Jón þó hálfa jörðina keypta,
en hinn helminginn vildi Þorleifur ekki selja.
Jóni búnaðist vel og var hann talinn með efnaðri
bændum í hreppnum. Má og sjá það á því, að í kauptíð
sendi hann ull á 9—10 hestum í kaupstað, og gerðist
slíkt ekki nema á betri bæjum. Þau hjónin eignuðust
7 börn, en af þeim dóu þrjú í æsku. Af þeim sem upp
komust var Jakob elztur, þá Einar (fæddur þjóðhátíð-
arárið 1874), þá Guðný og Bjarni yngstur. Jakob gift-
ist ungur og bjó fyrst í Kampholti og síðan að Mið-
felli og Galtafelli. Einar fór utan 1893 og varð Bjami
þá fyrirvinna heimilisins. Um nám var ekki að ræða,
skyldustörfin urðu að ganga fyrir öllu.
„Hvað er þér minnisstæðast frá æsku?“ spurði ég
Bjarna.
„Það er vinnuharkan og hvað menn voru óhlífnir
við sjálfa sig. Oft var lítið sofið, en hamazt frá morgni
til kvölds. Menn leggja áreiðanlega ekki jafn hart að
sér nú, þótt kvartað sé um fólkseklu. Og nú vinna
menn sér öll verk mikið léttar. í æsku minni þekktu
menn ekki önnur áhöld og verkfæri en þau, sem tíðkazt
höfðu um aldir. Sláttuvél sá ég ekki fyrr en ég var um
þrítugt. Og svo var allur aðbúnaður fólksins ósköp lé-
legur. Faðir minn eignaðist t. d. aldrei skjólflík. Slíkt
þekktist ekki þá. Allt var sparað, jafnvel matur við
fólkið. Það var ekki af nízku eða vanefnum, heldur var
þetta gömul rótgróin venja. Unglingar fóm ekki var-
hluta af kappsemi við vinnu. Ég var ekki gamall þegar
ég var látinn sitja hjá ánum. Fyrst eftir fráfærur gættu
þeirra tveir, annar á daginn og hinn á nóttunni. En
þegar þær fóra að spekjast, vom þær bældar á kvöldin,
og þá var ég rifinn upp kl. 4 á nóttunni til þess að ná
þeim í bælunum og fylgja þeim fram að mjaltatíma.
Þótt það væri harðneskja að rífa óharðnaða unglinga
þannig upp um miðjar nætur, þá fann fólkið ekki til
þess, þetta var gamall vani og talinn sjálfsagður.
Annað, sem mér er svo minnisstætt að það fymist
aldrei, eru jarðskjálftarnir miklu 1896.
Þá var óvíða betur byggt en á Galtafelli. Þar var
stór og nýleg baðstofa, byggð 1890, þiljuð í hólf og
gólf. Hún var sex stafgólf, fjögur rúm undir hvorri
súð og tvö fyrir stafni. Ofan á skarsúðina hafði verið
lagt þak af þunnum hellum og tyrft þar yfir. Svo var
þar þiljuð stofa, en milli baðstofu og stofu vom göng
inn í eldhús og búr.
Jarðskjálftarnir hófust kl. hálfellefu um kvöldið hinn
26. ágúst. Við höfðum unnið í heyþurrki um daginn
og allir vora dauðþreyttir. Ég flutti hesta upp fyrir tún
og voru flestir háttaðir þegar ég kom inn. Ég háttaði
þegar. Rúm mitt var beint á móti rúmi pabba og yfir
því var stór bókahilla. Ég var nýlagstur út af, og vissi
þá ekki fyrr til en ég hentist út á mitt gólf og allar
bækurnar steyptust yfir mig. Pabbi lá þá líka fram á
gólfi. Það brakaði og brast í hverju bandi í baðstof-
378 Heima er bezt