Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 7

Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 7
Galtafell i Hreppum. unni og yfir okkur var að heyra ógurlega skruðninga; það var helluþakið sem svarfaðist niður á báða bóga. Svo komu bjartir glampar og við héldum að eldgos væri byrjað, en eldglæringarnar voru af grjóthruni í felli hjá Hrepphólum. Þar hrundi niður stærðar fylla og sér þcss enn merki. J dauðans ofboði flýði fólkið bæinn. Uti á túni voru tvö tjöld og þangað var farið. Alla nóttina titraði jörð- in undir okkur og stundum með snöggum kippum. Svo varð lát á um morguninn og héldu menn að þessu væri Jokið. \Tar nú farið inn í bæ til að borða litla skattinn. Þá reið yfir aðalkippurinn. Baðstofuþilið þeyttist frá að ofan og skagaði út yfir hlaðið. Allir flýttu sér út. Sást þá að fjósið var að hrynja, en þar voru kýrnár inni. Þrátt fyrir bann pabba rauk vinnumaður inn í fjósið og kom kúnum út. Stóðst það á endum er hann kom út með seinustu kúna, þá féll þekjan niður. Þrjú hestbús hrundu í þessari lotu. I einu þeirra hafði verið gríðar stór steinn, er náði frá gólfi upp að jötu. Hann lá ofan á hruninni þekjunni og skildi enginn í hvernig han hafði komizt þangað. í þessum kipp myndaðist 1.5 m. breið sprunga þvert yfir Skeiðin, skammt neðan við Reyki, og tókust af allar leiðir þar. Tvær tjarnir, sem voru skammt frá bænum, hurfu algjörlega, og varð þar síðar harðvelli. Er svo ekki að orðlengja það, að jarð- skjálftarnir héldu áfram fram í miðjan september. Þá bættist það ofan á önnur störf að gera við húsin, svo hægt væri að vera í þeim um veturinn. Það var jafnan venja þar í sveitinni að menn hjálpuðu hver öðrum við byggingar, en nú gat enginn hjálpað öðrum, hver hafði nóg með sitt. Náttúran hefur tvær sundurleitar hendur, aðra mjúka og hina sára. En furða var hvað mönnum tókst að byggja upp að nýju og sást þá að töggur er í íslend- ingum þegar mest á reynir.“ Árið eftir réðist Bjarni til húsbygginganáms hjá Kristni Jónssyni í Reykjavík (síðar vagnasmið). Var hann við þetta tvo vetur, en við hevskap heima á sumr- in, og fékk að þeim tíma loknum sveinsbréf. Á þessum árum vann hann meðal annars með Kristni að því að smíða Hrepphólakirkju, og smíðaði alla glugga í hana heima á Galtafelli, og varð þá að hafa hefilbekk sinn inni í baðstofu gegnt vefstólnum. Hann nam einnig tré- skurð hjá Stefáni Eiríkssyni. Lék það allt í höndum hans, því að hann er dverghagur og listfengur. Nú var hann að hugsa um að ganga menntaveginn og var stuttan tíma úr tveim vetrum við nám hjá hin- um nafnkunnu prestum, séra Magnúsi Helgasyni og séra Valdimar Briem, en stundaði annars smíðar. Lengra varð námið ekki, því að nú veiktist faðir hans og varð Bjarni því að taka við búinu og var þar ráðsmaður um tveggja ára skeið. Þá var það að faðir hans seldi honum sinn helming í jörðinni og vildi að hann yrði bóndi þar eftir sig'. En hugur Bjarna stóð ekki til þess, hann langaði að framast. Og haustið 1903 sigldi hann svo til Kaup- mannahafnar og hugðist nema þar húsgagnasmíðar. Er rétt að segja hér stuttlega frá þeirri ferð og útivist, því að það lýsir nokkuð ltjörum þeirra, íslenzkra æsku- manna, sem reyndu að brjóta sér braut á þeim árum. Þegar Bjarni lagði af stað til Danmerkur, kunni hann ekki orð í dönsku, og farareyririnn var einar 50 krón- ur. Þá var kaupmáttur krónunnar að vísu meiri en nú er, en samt sem áður var engin fyrirhyggja í því að fara í ókunnugt land svo lítt búinn að fjármunum. En hér var treyst á forsjónina, eins og svo oft síðar. Skipið fór héðan til Mandals í Noregi og kom þar um nótt. Þá langaði Bjarna til að líta land forfeðranna, þótt ekki væri nema í svip. Hann gekk því hálfklædd- ur upp á þiljur, og gleymdi veski sínu sem var undir koddanum. En þegar hann kemur niður aftur, liggur veskið ofan á rúminu og 50 krónurnar farnar — aleigan. Ekki vissi Bjarni hvernig hann ætti að snúast í þessu. Hann var mállaus og gat ekki kært tjón sitt, og þess vegna var hann að hugsa um að láta sem ekkert væri. En þarna var með skipinu íslenzkur maður, sem Ólafur Jóhannesson hét. Honum fannst óhæfa að þola þennan Heima er bezt 379

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.