Heima er bezt - 01.10.1960, Page 10
sneiðin af hvoru, og glas af mjólk með. Einu sinni í
viku gátu þeir leyft sér að hafa tyllidag. Það var á
föstudegi er þeir fengu kaupið greitt. Þá fóru þeir á
einhvern gildaskála og keyptu sér kaffi og vínarbrauð;
það kostaði 9 aura. Þetta var eina óhófið — ef óhóf
skyldi kalla. Þeir voru alltaf svangir og lögðu mikið af,
en það var um að gera að duga vel þangað til kaupið
hækkaði. Eftir 3 mánuði hækkaði það í 9 krónur, og
eftir aðra 3 mánuði í 18 krónur á viku, og eftir það fór
þeim að líða betur. Þetta kaup hélzt svo til loka.
En það var eigi aðeins að þeir yrði að berjast við
sultinn fyrstu mánuðina, heldur einnig við v'dfúð og
fyrirlitningu samverkamanna sinna. Hjá Kjær unnu
margir menn, og þeir þóttust geta forsmáð þessi að-
skotadýr, sem ekki skildu neitt í dönsku. Kom það
fram í ýmsu. Menn höfðu með sér smurt brauð í morg-
unmat og var slegið upp borði sem þeir gæti matazt
við. En ekki fengu íslendingarnir að sitja við það borð.
Þeir voru reknir út í horn og máttu maula þar sitt
þurra brauð. Vatnsfötur voru þar inni og skyldu menn
þvo sér þar um hendur, en það fór á sömu leið, að
ekki máttu Islendingarnir þvo sér fyrr en hinir hefði
allir þvegið sér. Fannst þeim Bjarna illt undir ofríki og
fyrirlitningu samverkamanna sinna að búa, en urðu svo
búið að hafa. Nú var það eitt sinn að Bjarni fer að þvo
sér úr skolpi í fötu, því að hann hélt að þeir dönsku
væri búnir, en einn hafði verið eftir, digur maður og
kraftalegur. Hann vatt sér nú að Bjarna og hratt hon-
um óþyrmilega frá fötunni með einhverjum ókvæðis-
orðum. Þá rann Bjarna í skap. Hann rauk á dólginn og
setti á hann hælkrók, svo að hann datt kylliflatur í
gólfið. Þegar hann komst á fætur sló hann Bjarna með
blautu handklæði, en Bjarni sveif þá á hann í annað
sinn, og fóru þá leikar eins, að sá danski féll í gólfið
með miklum dynk. Hinir störðu undrandi á þessar að-
farir og skildu ekkert í að knásti maðurinn í þeirra hópi
skvldi fara slíkar hrakfarir. En þetta varð til þess að
viðmót þeirra gagnvart Islendingunum breyttist algjör-
lega, og var skaplegt samkomulag eftir það.
Vorið 1905 hafði Bjarni tekið sveinspróf og þá um
sumarið fór hann með Bald byggingameistara á „Kong
Inge“ til Vestmannaeyja og smíðuðu þeir þar um sum-
arið hinn svonefnda franska spítala. En um haustið fór
Bjarni aftur utan og réðist þá hjá vinnustofu sem smíð-
aði „innréttingar“ í sölubúðir, og vann við það um
veturinn.
Um vorið kom hann svo alfarinn heim. Þá skoraði
faðir hans á hann að reyna að fá keyptan hinn helming-
inn í Galtafelli. Hafði hann eftir lát Þorleifs á Háeyri
borið undir Elínu dóttur hans, sem var fyrri kona séra
Jóhanns Þorsteinssonar í Stafholti. Bjarni fór til séra
Jóhanns og fékk jarðarhlutann kevptan. Og nú vildi
faðir hans endilega að hann settist að á Galtafelli. „Því
lofaði ég ekki“, segir Bjarni, „en hinu hét ég honum,
að ég skyldi hlynna að jörðinni eins og ég gæti“. Það
hefur hann dyggilega efnt. Hann á jörðina enn og hef-
ur gert úr henni höfuðból, með miklum byggingum
og stórkostlegri nýrækt. Þegar hann var að alast upp,
var heyskapurinn í góðu ári 400 hestar, en nú er þar
2000 hesta tún.
Sumarið 1907 gekk Bjarni að eiga festarkonu sína,
Stefaníu Stefánsdóttur frá Asólfsstöðum og reistu þau
bú í Bergstaðastræti í Reykjavík. Skömmu seinna gekk
hann í félag við þá húsgagnasmiðina Jón Halldórsson,
Jón Ólafsson og Kolbein Þorsteinsson. Keyptu þeir
húsgagnavinnustofu Sigurjóns Olafssonar & Co og
stofnuðu nýtt firma, sem þeir nefndu Jón Halldórs-
son & Co.
Eg spurði Bjarna einu sinni hvernig hann hefði getað
klofið það þrennt í einu: að kaupa hálft Galtafell, reisa
bú og kaupa hlut í stóru fyrirtæki.
„Það er nú saga að segja frá því“, svaraði hann, „og
hún er aðeins eitt dæmi af ótal mörgum um það hvernig
alltaf hefur raknað úr fyrir mér, þótt ég hafi sjálfur
verið úrræðalítill eða úrræðalaus.
iVIaður er nefndur Sigurður Ólafsson og átti heima
í Nesi við Seltjörn. Hann var kunningi pabba. Hann
kom oft á haustin austur í Hreppa til að kaupa fé á
fæti og léði pabbi honum mig til að velja suðina. Þá
var hæsta verð á 3—4 vetra sauðum 18 krónur. Svo
liðu nokkur ár. Þegar Sigurður frétti að ég væri að
koma heim frá Kaupmannahöfn, skrifaði hann mér og
sendi mér 100 krónur. Sagðist hann halda að mér gæti
komið þetta vel, en ég ætti þetta hjá sér fyrir hjálpina
við sauðakaupin. Þetta hefðu nú sumir látið ógert.
Svo þegar ég er kominn heim og við ráðumst í fyrir-
tækið, þá þurfti ég að fá 5000 króna víxil til þess að
geta lagt fram fé að mínum hluta. Fór ég þá til Sigurð-
ar og bað hann að vera útgefanda á víxlinum og gerði
hann það orðalaust. Svo skrifuðu þeir upp á víxilinn
fyrir mig séra Valdimar Briem og Páll Stefánsson mág-
ur minn. Eg fór í íslandsbanka með víxilinn og Schou
bankastjóri keypti hann með semingi og eftirtölum. Svo
líður fram á sumar og þá fellur víxillinn. Ég ætlaði að
framlengja hann með 500 kr. afborgun. En þá fékk ég
eldd annað en skammir og fúkyrði hjá Schou og krafð-
ist hann þess að víxillinn yrði greiddur að fullu.
I vandræðum mínum fór ég vestur að Nesi til Sig-
urðar, sagði honum hvernig komið var og spurði hvað
nú væri úrræða. Sigurður tók mér kuldalega og sagði
að ég yrði sjálfur að sjá fyrir því. Ég spurði hann þá
hvort hann vildi Ijá mér hest austur í Hreppa, því að
ég ætlaði að leita aðstoðar frænda og vina þar. Hann
kvaðst skyldu ljá mér hest og spurði hvenær ég vildi
fá hann. Ég kvaðst vilja leggja af stað klukkan 8 morg-
uninn eftir. Hann sagði að hesturinn skyldi þá vera
kominn til mín. Þóttist ég nú góðu bættur, því að Sig-
urður átti tvo úrvalshesta og var mér sama hvorn ég
fengi léðan.
Næsta morgun er ég snemma á fótum og ferðbúinn,
en ekki er hesturinn kominn. Svo líður og bíður og
klukkan er farin að ganga 10 og var mér ekki rótt. Þá
kemur Sigurður sjálfur með hestinn, en ekki var það
annar góðhestanna, heldur merartytja, sem ekki var til
382 Heirna er bezt