Heima er bezt - 01.10.1960, Side 11
langferðalaga þegar maður þurfti að flýta sér. Mér
sárnaði mjög, en segi við Sigurð að hann skuli fara inn
til konunnar og fá þar kaffi, ég komi ekki með því að
ég ætli að leggja af stað þegar. Hann segir eitthvað sem
svo að varla geti mér legið svo mjög á, það sé nú svo
áliðið að ég nái ekki austur í Hreppa í dag, og mér sé
því óhætt að drekka kaffi með sér áður. Verður það
svo úr að ég fór inn með honum. En þegar hann var
seztur, dregur hann víxilinn upp úr vasa sínum og' rétt-
ir mér. Hann hafði þá borgað víxilinn sjálfur. „Eg veit
þú borgar mér hann aftur, ef nokkur maður er í þér“,
sagði hann og annað ekki.
Þetta var vinarbragð, sem ég mun aldrei gleyma.
En það er ofurlítil viðbót við söguna. Daginn eftir
hitti ég Svein Hallgrímsson gjaldkera íslandsbanka á
götu, og segir hann þá að ég hafi farið laglega með
Schou bankastjóra, eða hitt þó heldur. Eg vissi ekki
hvaðan á mig stóð veðrið og spurði hvað hann ætti við.
Hann segir mér þá að Sigurður Ólafsson hafi komið í
bankann og borgað víxilinn, en jafnframt hafi hann
heimtað að fá út 60.000 krónur, sem hann átti þar inni
á sparisjóði. Þegar Schou heyrði þetta varð hann sem
örvílnaður. Hann rauk til Sigurðar og bað hann bless-
aðan að gera þetta ekki, kvaðst ekki hafa haft hugmynd
um að nafn hans væri á víxlinum. Og það væri svo sem
sjálfsagt að framlengja víxilinn, og Bjarni mætti halda
honum gangandi eins lengi og hann vildi, ef hann
greiddi aðeins forvexti. Sigurður sagði honum sína
meiningu, og fór svo með 60 þúsundirnar yfir í Lands-
bankann. Enginn hafði lækkað svo dramb hins útlenda
bankastjóra sem Sigurður.“
Eg hef hér stiklað á nokkrum atriðum úr ævi Bjarna
frá æsku fram á þroskaár, vegna þess að mér finnst að
þau muni hafa hjálpað til að móta skapgerð hans og
lífsviðhorf, hina fágætu bjartsýni og trú á forsjónina,
sem haldið hefur honum ungum fram á þennan dag. Og
trú á mennina. En þó er enn ótalinn sá þátturinn, er
stærsta þýðingu hefur fyrir hvern mann, en það er
heimilislífið.
Skammar urðu samvistir þeirra Bjarna og Stefaníu,
ekki nema eitt ár. Hún andaðist 28. desember 1908.
En 13. ágúst 1910 kvæntist hann öðru sinni og gekk
að eiga Sesselju Guðmundsdóttur frá Deild á Akranesi.
(Guðmundur faðir hennar var Guðmundsson frá
Hamri, Þorbergssonar í Lækjarseli, Ólafssonar Snók-
dalíns hins nafnkunna ættfræðings). Gullbrúðkaup
þeirra hjóna var því fyrir skemmstu. Og eftir 50 ára
sambúð hygg ég að hvort þeirra muni telja það mestan
gæfudag á ævi sinni, er forsjónin leiddi saman vegi
þeirra. Þar með er í stytztu máli sagt frá heillaríku og
björtu heimilislífi.
Frú Sesselja hefur staðið við hlið manns síns, honum
samhend í öllu, auðug af þeim mannkostum er góða
konu mega prýða. Hún er af kyni Mýramanna og hef-
ur erft betra hlut þeirrar ættar. Ef einhver listamaður
hefði viljað gera mynd af Helgu hinni fögru á Borg,
hefði hann getað valið Sesselju frænku hennar að fyrir-
mynd, meðan hún var í blóma aldurs síns. En sem full-
þroskuð kona hefur hún nú þann glæsileik til að bera
sem samboðinn væri hinum tignustu konum. Það er
mælt, að fögur og mikilhæf húsmóðir skapi manni sín-
um og bömum fagurt heimili. Hér hefur það sannazt.
Og margt æskufólk, sem hefur verið svo lánsamt að fá
að dveljast á heimili þeirra hjóna, mun lengi minnast
hinna hollu áhrifa þaðan. Það þarf heldur ekki annað
en koma sem snöggvast á heimili þeirra, Galtafell í
Reykjavík, til þess að finna á andrúmsloftinu að þar
ríkir gagnkvæmt traust, gagnkvæm virðing og gagn-
kvæmur skilningur á lífinu.
Eitt er mér efst í hug, þegar ég minnist hins áttræða
en síunga manns, og það er tröllatryggð hans. Hann
hefur alla ævi farið dyggilega að heilræðum Hávamála:
„Vini þínum ver þú aldrei fyrri að flaumslitum“. Og
ég þykist vita, að hann hafi gert meira fyrir vini sína
heldur en þeir fyrir hann, bæði með ráðum og dáð.
Hollráður hefur hann verið og fús á að rétta fram
hjálparhönd.
Hins hefur enginn heyrt getið, að hann hafi nokk-
uru sinni reynt að ganga á annarra rétt.
Gott er vammlausum vera.
BREYTIÐ VEÐUR
Þegar hríðarharka stríð
heiminn ríður yfir,
hér í blíðubeztri tíð
blóm í hlíðum lifir.
ÚTSÝN
Undir hillir heljarkaf
heims í tryllingunni.
Bikar fyllist óðum af
efnaspillingunni.
MARGT í MÖRGU
Mörg eru sköp og mannlífs kröp,
margur glöpum sleginn.
Mörg eru hröp og margskyns töp,
margur öpum dreginn.
HRÍÐ
Snjórinn fellur; þrýstir þétt
þrymur hríðarkalda.
Sjórinn vellur; kringum klett
kröftug hýðir alda.
Örn á Steðja.
Heima er bezt 383