Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 12

Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 12
RÓSBERG G. SNÆDAL: Tuttugu ára gamlir túristapœttir (Niðurlag) Á GISTIHÚSI HJÁLPRÆÐISHERSINS Nr ú rÓK eg á rás beint af augum og hugðist kanna borgina nokkuð og koma málum mínum fyr- ir. Mig langaði í mat, því ég hafði verið helzti gjöfuli við Faxaflóa meðan á sjóferðinni stóð, eins og fleiri. Ég varð því harla íeginn þegar ég sá Gistihús Hjálpræðishersins skammt undan, og hraðaði göngunni sem mest ég mátti. En för mín gekk grátlega seint, sjálfsagt rnest vegna þess að ég fór eftir miðri götunni, sem ég vissi síðar að hafði verið sjálft Aðal- stræti. Bílaumferð var þar mikil og það var varla að þeir hægðu á sér þó þeir sæju mig í bráðri lífshættu, en ég var vitanlega dálítið svifaseinn vegna pokans og töskunnar. Þó komst ég að lokum heilu og höldnu upp á tröppur Hjálpræðishersins. Þar setti ég frá mér far- angur minn og kvaddi síðan dyra með þremur settleg- um en ákveðnum höggum, að gömlum og góðum sveita- sið. En enginn kom út. Ég beið og ég barði aftur og fastara, en ekki var gengið til dyra að heldur. Mér flaug þá í hug að heimilisfólkið mundi allt vera uppi á lofti og heyrði ekki höggin. Ég tók því að banka í glugga, sem ég náði til, og, bankaði oft og lengi. En allt kom fyrir ekki. Mér var að verða kalt, því nokkurt frost var á og stinnings kaldi, en tröppurnar áveðra. Að endingu áræddi ég að opna forstofuna og ganga þar inn. Engan sá ég manninn þó inn væri komið. Ég bank- aði því enn. Eftir nokkra stund kom ung stúlka fram til mín. Hún var í svörtum kjól með hvítan svuntu- bleðil á maganum, — og sagði ekkert. Hún hafði ekki einu sinni fyrir því að spyrja mig hvort ég væri búinn að berja lengi og biðja mig afsökunar. Nei, hún bara glápti á mig, eins og hún hefði aldrei séð mann fyrr. — Góðan daginn, sagði ég. — Góðan dag, sagði hún snöggt og næstum því snúðugt. — Er hægt að fá keyptan mat hér? — Nei. Ekki svona snemma. — En gæti ég þá fengið eitthvað að drekka? — Já. Við höfum kaffi, te, mjólk. Gjörið þér svo vel. Koma inn í veitingasalinn. — Takk fyrir, sagði ég og gekk inn á eftir henni. Það var enginn maður fyrir í salnum. Hiin vísaði mér til sætis við stórt, dúkað borð. — Ég ætla þá að fá mjólkursopa. Já takk. Kökur eða smurt, sagði hún á móti. — Mjólk, áréttaði ég skýrt. — Já. Ætlið þér ekki að fá eitthvað með? — Jú, kannski svolítið. — Kökur eða smurt? — Ha? — Við höfum smurt. (Hvern andsk. var hún alltaf að tala um smurt? Eins og nokkur maður vildi þurrt.) — Já, auðvitað, svaraði ég hálf gramur. Ég ætla að fá nokkrar sneiðar. — Hvað margar? spurði hún. Nú vandaðist málið fyrir mér. Ég hafði heyrt að í kaupstöðum væri brauðið skorið í vélum og sneiðarnar hafðar næfurþunnar. Ef Hjálpræðisherinn ætti eina slíka vél, taldi ég réttast að biðja um nokkuð margar sneiðar. — Ja, svosem tíu sneiðar. Ætli það sé ekki bezt, sagði ég. — Takk, sagði stúlkan og fór. Að vörmu spori kom hún aftur og tók að bera á borð fyrir mig: mjólk í lítilli könnu, vatnsglas, öskubakka, og loks kom hún með þrjá stóra diska, eða öllu heldur litla bakka og á þá var varðað einhverjum ógnar fer- líkum, sem báru alla regnbogans liti. Við nánari athug- un komst ég að þeirri niðurstöðu, að þetta myndu vera brauðsneiðarnar tíu, sem ég hafði pantað. Þær voru áreiðanlega smurðar. Þar ægði saman hinum sundurleit- ustu matartegundum, ef mat skyldi kalla: kjöti, osti, kæfu, baunum (gulum og grænum), berjum (bláum og rauðum), síld, sultutaui, graut af öllum gerðum og lit- um, og margt annað var þar einnig, sem ég bar ekki skynbragð á. — Gjörið þér svo vel, sagði stúlkan. Ég umlaði takk á móti og réðist á eina sneiðina. Mér gekk bölvanlega að halda á henni því gumsið hrundi eða draup út af brauðinu á allar hliðar, og þegar ég ætlaði að bíta í, rak ég nefið á kaf ofan í maukið svo mér hélt við köfnun. Einhvern veginn tókst mér þó að ráða niðurlögum þessarar fyrstu og koma helftinni ofan í mig, en var þó allur útataður, ekki einasta hend- ur og andlit, heldur öll framanverðan, jakki, skyrta og buxur, allt var þetta sömu sökinni selt. Ég greip til vasaklútarins og reyndi að gera gott úr þessu svo lítið bæri á og tók því næst til við aðra sneið. En nú var ég reynslunni ríkari og skóf það mesta ofan af henni áð- ur en ég lagði mér hana til munns. Þannig tókst mér að torga fjórum sneiðum og var þá orðinn vel mettur. Ég stóð upp, geklc til stúlkunnar, sem var að sýsla þarna skammt frá, og sagði: — Ég get víst ekki klárað brauðið. — Ókei, sagði hún. Ég hélt að þér ættuð von á fleir- um að borðinu. — Hvað kostar svo þetta? 384 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.