Heima er bezt - 01.10.1960, Qupperneq 13
— Tuttugu og fimm krónur, takk.
Ég kváði og hún endurtók. Átti þá þessi eina maga-
fylli að kosta sem svaraði vikukaupi mínu frá sumrinu?
Ég þóttist sjá að hún mundi reikna mér allt fullu verði,
afganginn Jíka.
— Ég át ekki nærri allt. Það er meira en helmingur-
inn eftir, sagði ég og þóttist hafa lög að mæla.
Hún hló:
— Það er sama. Þér pöntuðuð tíu sneiðar.
— En væri ekki hægt að geyma afganginn? Ég borða
kannski seinna í dag.
— Nei. Við gerum það aldrei. Tuttugu og fimm
krónur, takk.
Þá sá ég að til einskis mundi að þrjózkast, dró upp
budduna mína og borgaði stúlkunni þetta lítilræði.
— Verið þér nú sælar — og takk fyrir matinn, sagði
ég til hennar um leið og ég hraðaði mér út, — og hét
því með sjálfum mér að koma aldrei framar í Gistihús
Hjáipræðishersins.
BUXNASKIPTI Á BERSVÆÐI
Ég kom auðvitað ferðaklæddur af skipsfjöl, þ. e. a. s.
að neðanverðu, í pokabuxum og verkamannaskóm. Mér
þótti með öllu óviðeigandi að vera lengi þannig klædd-
ur á götum höfuðborgarinnar, þar sem ég hafði í tösku
minni betri búnað. Ég braut lengi heilann urn það hvar
ég gæti fundið var til að hafa buxnaskipti, og það varð
úr að ég hallaði mér aftur niður að höfn.
Eftir að hafa athugað allar aðstæður á stóru svæði við
höfnina, kom ég loks auga á háan og mikinn timbur-
stafla, sem mér virtist sjálfkjörinn til að byrgja útsýnið
til fjölfarinna leiða meðan ég lagaði mig til. Ég valdi
mér stað undir þeirri hlið staflans, sem að sjónum vissi,
opnaði tösku mína og reif upp úr henni sparibuxur og
stígvélaskó. Að því búnu byrjaði ég að afklæðast og
hafði hraðan á. En rétt í því ég er að smeygja mér úr
pokabuxunum, heyri ég mannamál ískyggilega nærri.
Ég bregð hart við, flý fyrir horn á staflanum, með
buxurnar á hælunum, en hinar betri greip ég með mér
á flóttanunt. Þarna gat ég lokið við að klæða mig úr,
en heldur ekki meira. Þegar ég ætlaði að fara að smokra
mér í sparibuxurnar, koma tvær stúlkur arm í arm fyr-
ir hornið. Ég tek til fótanna á ný, og skýzt undan þeint
fyrir annað horn, en heyri óp og undrunarhlátur á
eftir mér. í hinu mesta fáti hólkaði ég buxunum upp
um mig, og tók ekki eftir því fyrr en mátulega seint,
að ég var þarna á almannafæri og margt fólk á gangi
fáa metra frá mér. Þá sneri ég mér bara frá öllu heims-
ins harki og lauk við að gyrða mig. En nú var ég á
sokkaleistunum, því skórnir höfðu orðið eftir hjá öðr-
um farangri mínum hinum ntegin við staflann. En
hvað er það, að vera á sokkaleistunum, ef maður er
kominn í buxurnar?
Þegar ég var í þann veginn að ná mér eftir hlaupin
og geðshræringuna, heyri ég sagt að baki mér:
— Hvað eruð þér að gera þarna?
Ég sneri mér snöggt við og var nærri fallinn. Rétt
hjá mér stóð heljarmikill rumur, svartklæddur, með
hnappa eins og sýslumaður. Þetta er náttúrlega lögregl-
an, hugsaði ég og var hræddur.
— Ekki neitt, ba — bara....
— Það má ekki gera svona hérna, sagði lögreglan.
— Ha? Svona hvernig? Ég bar bara....
— Þetta er sóðaskapur á almannafæri, sem varðar við
lög, hélt sá svarti áfram.
Þetta var mér algerlega framandi kenning. Ég hafði
aldrei heyrt þá kenningu áður, að það varðaði við lög
að hafa buxnaskipti, og því síður að það teldist sóða-
skapur að fara í betri buxurnar.
— £g var bara að hafa buxnaskipti. É-ég var að koma
í bæinn.
— Nú, jæja, sagði lögreglan og hægðist. En þér eruð
á sokkaleistunum.
— Ég veit það. Skórnir rnínir eru hinum rnegin við
staflann.
— Við skulum þá koma þangað.
Við fórurn svo og fundum dótið rnitt. Ég tyllti mér
á borðenda, sem stóð út úr hlaðanum, hafði sokkaskipti
og fór í stígvélaskóna. Lögreglan hélt vörð um mig á
meðan ég lauk við að klæða mig, en misjafn þótti mér
svipurinn á fólkinu, sem þarna var á stjákli í námunda.
En auðvitað þorði það ekkert að segja, fyrst lögreglan
var yfir mér, og sjálfum þótti mér ekkert að því að
fara í skóna undir lögregluvernd, þó slíkt teldist til
óþarfa í sveitinni minni.
Á HÓTELBORG
Þegar ég var nú kominn í betri gallann, auk þess ný-
ldipptur og pakksaddur af smurbrauði Hjálpræðishers-
ins, fannst mér ég vera eins og nýr og betri maður.
Það eina, sem dró nokkuð úr gleði minni og vellíðan,
var pokinn og taskan. Mér þótti bölvað að þurfa að
dratthalast með það hvoru tveggja hvert sem ég færi.
Ég fór því að svipast um eftir „vertshúsi" með það fyrir
augum að biðjast gistingar. Ekki hafði ég lengi gengið
þegar ég var svo heppinn að finna Hótel Borg. Nafnið
þekkti ég vel af afspurn og vissi að Borgin var talið
fínasta hótel höfuðstaðarins. Ég hafði heyrt betri menn
í minni sveit segja frá því með nokkrum lyftingi í fót-
unum, að þeir hefðu gist Borgina á suðurferðum sín-
um. En dýrt mundi þar bæði rúm og beini. Samt
áræddi ég að korna nær og reyna að ná tali af húsráð-
endurn. Éin nótt mundi ekki korna mér á kné fjárhags-
lega.
En þarna virtist ekki kálið auðsopið þótt í ausuna
væri kornið. Ég fann engar almennilegar dyr á húsinu.
Hurðin, ef hurð skyldi kalla, var síður en svo árennileg.
Mér virtist það eins konar vélhurð, að útliti einna lík-
ust spjöldum í sveifarstrokk. Ég sá strax að þýðingar-
laust rnundi að berja á svona hurð, það var ómögulegt
að segja upp á hverju hún tæki eða hverjar afleiðingar
slíkt hefði. Ef hún tæki að snúast, kannski með ofsa-
Heima er bezt 385