Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 14

Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 14
hraða, væru öll líkindi til að maður hentist langar leiðir, ef hún saxaði mann þá ekki niður í spað við dyrastaf- inn. Þegar ég hafði brotið heilann um þetta góða stund, vildi mér það happ til, að maður kom aðvífandi, og sýndist líklegur til að ætla þarna inn. Ég greip því tæki- færið og spurði: — Er hægt að komast inn um þetta? — Það eru líkur, svaraði maðurinn og glápti á mig augnablik, síðan ýtti hann við einu spjaldanna, það lét undan og maðurinn gekk inn. iMeð eldingarhraða skaut ég mér á hæla honum, og þá mátti segja að hurð skylli nærri hælum. En inn var ég kominn samt. — Þetta er ljóta hurðin, sagði ég við manninn, eins og til að afsaka óþægindin, sem hann vissulega varð fyr- ir mín vegna, því ég hafði næstum skellt honum þegar ég slengdi mér aftan á hann. Maðurinn leit á mig stórum augum, en sagði ekki neitt. Eíann hefur kannski verið mállaus. Ég setti frá mér farangurinn og virti fyrir mér staðhætti. Svo fór ég í humátt á eftir manninum inn í sjálfan veitingasal- inn. Þar varð fyrir mér annar maður, sallafínn og vel í holdum. Hann dundaði við að raða tómum flöskum á bakka. Margar stoðir studdu þá ágizkan mína, að þetta væri „vertinn“. Ég gekk nær og bauð honurn góðan daginn. Hann tók undir, en ekkert meira. — Eigið þér ekki þetta hótel? spurði ég. Hann leit á mig og mældi mig frá toppi til táar, áður en hann svaraði: — Nei. Ég þóttist heyra það á raddblænum, að hann segði satt, og hreyfði því máli ekki frekar, en spurði hins vegar: — Ætli ég gæti fengið að vera? — Vera hvað? hváði hann á móti. — Vera hér inni í nótt. — Það er ekki opið hér á nóttunni, góði maður. Við lokum hálf tólf. — Nei ég meina, hvort ég gæti fengið að liggja hér inni. — Vantar yður herbergi, eða hvað? Hann brosti, en meira af vilja en mætti, sýndist mér. — Já, eða svoleiðis, — é-ég gæti nú sofið hjá öðrum náttúrlega. — Nei, því miður. Það eru öll herbergi föst, eins og er, svaraði hann og reyndi ekki lengur að brosa. Mér fannst útlitið heldur óvænlegt og kveið sárt fyrir því að þurfa að axla skinn mín að nýju og halda út á götuna í ráðaleysi. Ég herti því enn upp hugann og spurði: — En gæti ég ekki fengið að geyma dótið mitt hérna? Það er héma frammi í dyrunum. — Nei, það er langbezt fyrir yður að hafa það með yður, svaraði hann. En var það annars eitthvað fyrir vður? — Hvað? — Ætluðuð þér að fá kaffi eða....? — Nei, þakka yður fyrir. Ég er nýbúinn að borða svo mikið hjá Hjálpræðishemum. Ég þóttist sjá að mér þýddi ekki að vera þarna leng- ur, því ekkert rúm var fyrir mig á gistihúsinu, eins og þar stendur. En mér var útihurðin enn í fersku minni og kveið fyrir útgöngunni, þess vegna mátti ég til með að ónáða manninn meira, þó mér væri það ekki Ijúft. — Viljið þér þá vera svo góður að hjálpa mér út aftur? — Hvað, eruð þér ekki sjálfbjarga, sagði hann, og nú sá ég að hann hló með maganum og herðunum. Flösk- urnar á bakkanum glömruðu. — Jú, en sko hurðin. Ég kann ekki á hana. — Ég skil. Jú, sjálfsagt. Alveg velkomið. Hann setti bakkann frá sér og benti mér að fylgja sér. Þetta hefur víst verið allra almennilegasti maður inn við beinið. Hann gekk með mér fram að dyrunum, beið á meðan ég tók föggur mínar, og sagði mér svo bara að ýta á spaldið út. — Allt í lagi. Engin hætta. Þetta gekk eins og í sögu. Ég var kominn út undir bert loft áður en ég vissi af og dyrnar luktust á hæla mér án þess að blaka hið minnsta við mér. Það þótti mér þó hálf leiðinlegt til afspurnar að geta ekki kvatt bjargvætt minn, sem hafði verið svona altillegur, og meira að segja boðið mér upp á kaffi. Bréfaskipti Agústa Þórarinsdóttir, Strandveg 35 Vestmannaeyjum, ósk- að að komast í bréfaskipti við stúlku eða pilt á aldrinum 13 —15 ára. Mynd á helzt að fýlgja. Birna Skarphéðinsdóttir, Grund, Nesjum, Hornafirði, ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 14—16 ára. Áhuga- mál: Dans, íþróttir, tónlist og bækur. Æskilegt að mynd fylgi. Asta Ragnarsdóttir, Grund, Nesjum, Hornafirði, óskar að komast í bréfasamband við pilta á aldrinum 20—24 ára. Æski- legt að mynd fylgi. Áhugamál: Tónlist, dans og dýr. Þorbjörn Sigualdason, Grund, Langanesi, N.-Þing., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 16—18 ára. Kristin Ólajsdóttir, Garðsstöðum, Ogurhreppi, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 18— 22 ára. Mynd fylgi. Ólina Arnbjörg Helgadóttir, Hranastöðum, Hrafnagilshr., Eyjafirði, óskar eftir bréfaskiptum við unglinga á aldrinum 14—16 ára. Bjarndis M. Markúsdóttir, Hrísum, Helgafellssveit, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 11—13 ára. Kristín Jónsdóttir, Herríðarhóli, Ásahreppi, Rang., óskar eftir pennavini, stúlkum eða piltum, á aldrinum 16—20 ára. Inga Jónsdóttir, Herríðarhóli, Ásahreppi, Rang., óskar eftir pennavini, sti'dku eða pilti, á aldrinum 18—22 ára. Sigþóra Oddsdóttir, Hvammi, Fáskrúðsfirði, óskar eftir að komast í samband við pilt eða stúlku á aldrinum 11—13 ára. Erlingur B. Oddsson, Hvammi, Fáskrúðsfirði, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 8— 9 ára. Magnfríður Þórðardóttir, Kvígsstöðum, Andakílshr., Borg- arfirði, vill komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldr- inum 15—20 ára. 386 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.