Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1960, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.10.1960, Qupperneq 15
SNORRI SIGFUSSON: Minnzt í ^amals vinar amall kunningi hefur mælzt til þess að ég ritaði nokkur orð um sameiginlegan vin okk- jf ar frá fyrri dögum, tíkina Frigg, og ætla ég nú að reyna til að efna það hálfgildings lof- orð, meðan dagur er. Það mun hafa verið sumarið 1912 að frönsk fiski- skúta kom inn á Patreksfjörð. Hafði hún innanborðs svarta tík, sem sagt var að skipsmenn hefði fundið á hafi úti, syndandi í sjónum, og átti þá að hafa orðið einhvern veginn viðskila við skip sitt. Létu skipsmenn tíkina af hendi við kaupmann á staðnum og var hún nefnd Bella. Eg, sem þessar línur rita, kom til Flateyrar í Önund- arfirði um mánaðamótin september—október 1912 til að setjast þar að. Varð ég brátt kunnugur bónda þar í nágrenninu, bróður kaupmannsins á Patreksfirði, sem tíkina fékk. Hafði bóndinn fengið tíkina hjá bróður sínum, og var eitthvað rætt um það, að hún hefði þar orðið um of nærgöngul við sauðfé. Þótti Bella frábærlega fallegt dýr og föngulegt. En ekki hafði hún verið þar lengi er hún fæddi 3 eða 4 hvolpa, og þóttu þeir mjög fallegir. Einn þessara hvolpa gaf þessi kunningi minn mér. Það var svört tík og líktist mjög móður sinni er hún stækkaði. Kölluðum við hana Frigg og skal nú ofurlít- ið frá henni sagt. Frigg óx mjög ört og varð stór og fönguleg, hrafn- svört á lit og gljáði á skrokkinn. Var hún hrokkinhærð, trýnið fallegt, eyrun all stór og lafandi og augun sér- lega fögur og greindarleg. Mjög fljótt lærði hún að haga sér eins og við vildum. Hún svaf jafnan á dýnu í eldhúsinu, vandist strax á að leita út er hún þurfti, og matarskammt sinn fékk hún jafnan á sama stað. Ekki var hún matvönd, en sólgin var hún í ket og sælkeri var hún hinn mesti. Varð hún brátt hið mesta uppáhald allra á heimilinu. Einkum varð hún strax mjög hænd að drengnum okkar, sem þá var ársgamall og lék sér að dóti sínu á pallinum. Þar fékk hún stund- um að sitja og horfði þá á hann leika sér og virtist taka þátt í leiknum, — fálmaði með framlöppunum í dótið, færði eitt og annað nær honum eins og hún vildi hjálpa til. Kom þeim mjög vel saman alla tíð. Og er drengurinn stækkaði og var úti við vék hún ekki frá honum. Urðum við oft vitni að því, hvernig hún reyndi að reisa hann við er hann datt. Beit hún þá í kápu hans og togaði hann á fætur. Og auðsjáanlega hafði hún mjög gaman af öllum leiktilburðum hans, og ekki sízt hina mestu skemmtun af þeim stöðugu til- raunum hans að komast á bak henni, stóð hún þá graf- kyrr og þolinmóð hversu báglega sem stráksa gekk að komast á bak. En kæmi ókunnugur maður til þeirra átti hún til að yggla sig og hurfu þá flestir frá. Þetta kom þó ekki fyrir ef um menn var að ræða, sem oft komu á heimilið og hún kannaðist við. Við þá var hún ljúf og góð. Og furðulegt þótti okkur hve fljótt hún virtist þekkja menn. I sambandi við það minnist ég eins atviks. Ég var á gangi fram á Odda og Frigg með mér. Þá vill svo til að nokkrir drengir eru í snjókasti fram við sjóinn, en háflæði var. Þóttist þá einn, stór og sterkur karl, verða verr úti en honum líkaði og vildi láta hendur skipta, og ræðst á annan dreng, sem hafði hitt hann með kúlu og ætlaði að hafa hann undir, eða jafnvei hrinda hon- um í sjóinn. Þetta var þó engin vonzka og ekki sá ég ástæðu til að blanda mér í þennan leik. En Frigg horfði á þetta afar spennt og ýlfrandi. Og árásarsegginn tók hún eiginlega aldrei í sátt, henni var illa við að hann kæmi nærri henni, hversu blíðmáll sem hann var, og hún yggldi sig ógurlega ef hún sá hann nálgast dreng- inn, þegar þau voru úti. Frigg var mér mjög fylgispök. Hún fylgdi mér oft ofan að skólanum á morgnana, er hún stækkaði, og lá þar stundum úti til þess að hitta mig í stundahléinu. En bráðlega hætti hún því, kærði sig ekki um kjass og gæl- ur bamanna, heldur fór heim aftur. En hitt brást varla að hún kæmi á móti mér þegar hún vissi að ég var bú- inn að kenna á daginn, eða kl. 12 í matinn. Var það eins og hún vissi hvað tímanum leið. Veturinn 1913—14 var þó þetta enn meir áberandi. Þá vandi ég hana á að taka skólalyklana og bera þá heim. Hafði hún af því mikla ánægju og rigsaði með þá inn í eldhús til konu minnar, hvort sem ég fylgdi henni eða ekki. Og til að missa ekki af þessari skemmtun tók hún upp á því að opna sjálf skólahurðina og ganga inn. Mátti það heita föst regla, meðan ég ekki tók í taum- ana, að hún birtist í skólastofunni stundvíslega kl. 4 á daginn til þess að fá að bera lyklana og fylgja mér heim, og má nærri geta hvílíkur aufúsugestur hún var börnunum. Þau fögnuðu henni ákaflega og það espaði hana enn meir, enda vissi ég síðar að sum laumuðu í hana sykurmola, og magnaði þetta áfergjuna í að kom- ast í skólann. Meðan hún fékk að halda þessum upptekna hætti, að opna skólann og koma inn í skólastofuna, kom til mín kunningi úr nágrannaþorpi, sem alls ekki gat trúað þessu með stundvísina, — það gæti varla átt sér stað, þótt hann hefði nú raunar einu sinni kynnzt íslenzkum Heima er bezt 387

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.