Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 18

Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 18
EINAR GUTTORMSSON FRA OSI: Minningar frá námsárunum 1904 — 07 í Prentsmi&ju Odds Björnssoriar Framhald. (í aukablaði bls. 365 misprentaðist nafn síðari manns Laufeyjar Pálsdóttur. Það á að vera Jón E. Sigurðs- son.) Söngskrárnar voru tvær. Af annarri söngskránni voru prentuð 25 þúsund eintök, en af ninni 15 þús- und, eða samtals 40 þúsundir. Var þetta áreiðanlega mesti eintakafjöldi, sem farið hafði um íslenzka prent- vél frá því að prentlistin nam hér land á dögum hins merka Hólabiskups Jóns Arasonar. Eins og gefur að skilja, varð stundum að leggja nótt með degi við prentunina. Sá, sem sneri vélarhjólinu á daginn, hét Jónas og átti heima í býlinu Nýjabæ, hér innan við kaupstaðinn. Eftir venjulegan vinnutíma skiptumst við prentararnir á að snúa og leggja fyrir í vélina; var stundum liðið nokkuð á nótt áður en hald- ið var heim. Eitt atvik er mér minnisstætt síðan, þó að ég væri hvorki sjónarvottur né samverkari í það sinn. Ég var sem sé farinn heim, klukkan var yfir 12. Hvaða prentarar voru þarna að verki, man ég ekki, en senni- lega hafa það verið elztu nemarnir. Hvernig sem á því hefur staðið, þótti prentsmiðjustjóranum verkið ganga full seint, svo að hann ætlaði að sýna, hvernig ætti að snúa. Hafði það til að grípa í sveifina stutta stund í senn. Var hann vel að manni og ötull mjög. Að þessu sinni var hann óþreyttur af verki þessu. Hann tók því að snúa hjóhnu, allrösklega, svo að sá, sem lagði fyrir, varð að hafa sig allan við, og ekki þurfti mikið út af að bera, svo að ekki prentaðist á sívalninginn. En þeg- ar svo bar við, varð alltaf að þurrka upp með fjórum eða fimrn örkum af öðrum pappír, áður en hægt væri að halda prentun áfram. Tafði slíkt mjög fyrir afköst- um. Er ekki að orðlengja það. Sívalnings-áprentun gerð- ist tíðari en venjulega. Prentsmiðjustjórinn hafði ekki ætlað sér af og lokin urðu þau, að húsbóndinn hné í ómegin, samstarfsmennirnir báru hann inn á skrifstof- una, stumruðu þar yfir honum og prentun var ekki framhaldið að því sinni. Þrátt fyrir töf þessa, stóð ekki á söngskránum frá prentsmiðjunni, og leiddist farsæl- lega fram, að öðru leyti en því, að talsverður slatti þeirra leitaði síns föðurlands eins og söngmennirnir, þótt nú finnist fátt af þeim í einstaklings eigu. Rit, sem blaðað var í. í minningum þessum finnst mér ekki úr vegi að geta urn þann bókakost og tímarit, sem völ var á að kynn- ast, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Oddur keypti þrjú erlend prentararit. Sænskt, enskt og þýzkt. Voru þau myndskreytt á ýmsan hátt, sýndu í raun og veru, hversu prentlistinni fleygði stöðugt fram, eða það feg- ursta í setningu og prentun. Var unaðslegt að skoða þetta og skynja. Alltaf virtist mér Þjóðverjana bera hæst. Hjá þeim er líka talið upphaf prentlistarinnar. Að vísu munu stafir hafa þekkzt fyrr í nokkurs konar sam- steypumóti, en Þjóðverjinn Jóhann Gutenberg er tal- inn eiga hugmyndina um að aðskilja þá hvern frá öðr- um. í kvæði eftir Guðmund Magnússon (Jón Trausta) segir svo: „Að heita á Gutenberg hygg ég sé ráð, / sem hreint ekki verðskuldar spott, / því hann er nú sjálfsagt á himnum í náð / og hefur það líklega gott. / Hann prentverkið fyrstur upp fann, / og máski hann leiði og götuna greiði / um allan heim / fyrir öllum þeim, / er stafla upp stíl eins og hann.“ Næsta sætið skipuðu Svíar, en minnst þótti mér koma til ensku prentlistarinnar. Auk þessa átti húsbóndi minn bækur, sem sýndu fjölmargar leturtegundir og margs konar skreytingar hluta. Eða þá htabókina í öllum sín- um fjölbreytileik, frá sterkum litum niður í svo daufa liti, að augað hefði ekki skynjað frumlitinn, ef hann hefði verið áþekkur. Var oft gaman að glugga í þetta að loknum vinnudegi. Þá keypti Oddur danskt prent- ararit, málgagn prentara í Kaupmannahöfn, sem hét „Typografisk tidende“. Minnist ég þar sérstaklega greinar einnar í því, sem vakti mér áhuga til lesturs hennar. Hét hún í þýðingu: „Leyndarmál hraðsetjar- ans“. Ég hafði mjög sterka löngun til að auka setning- arhraða minn, ef þess væri nokkur kostur, þótti mér því bera vel í veiði að kynnast leyndardómi þessum. Þá átti ég völ á að blaða í bók, sem hét: „Spörg mig orn allt“. Var ég í raun og veru of ungur til þess að notfæra mér hana eins og vert var. Aðra bók átti Odd- ur, sem ekki fór mikið fyrir, en var mjög gagnleg fyrir ungling á gelgjuskeiðinu. Man ég ekki fortitil hennar, en undirnafnið var: „Raad til unge drenge“. Að vísu skildi ég hana ekki fullkomlega. Ég man að ég las hana oftar en einu sinni. Var það sannarlega gagnlegur lestur. Gaman var einnig að fletta og fika sig áfram í ensku smásagnasafni. Voru það margra hefta myndabækur. Nú hef ég gleymt heiti þeirra, nema „Mjallhvít“ og „Munchausen". Þótt ég væri ekki mikill garpur í enskri tungu, hafði ég gaman að líta inn á milli spjalda á bók- um þess tungumáls. Man ég t. d. eftir bólt, sem Oddur lánaði mér heim til mín, í Lækjargötu 1. Hét hún: 390 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.