Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 19

Heima er bezt - 01.10.1960, Síða 19
„Invisible helpers“, eða „Huldir hjálpendur“. Voru þetta mestmegnis frásagnir ýmissa manna um, hversu áþreifanlega þeir hefðu orðið varir við ósýnilega eða óskiljanlega aðstoð við að afstýra slysum og öðrum háska. Hafa sagnir þessar ef til vill festst mér í minni vegna þess, að eitt sinn varð ég sams konar var eftir að ég hóf búskap á Ósi. Það mun hafa verið á milli jóla og nýjárs. Eg var að ganga á milli húsa um dagrenn- ingarleytið. Jörð var þann veg farið, að sums staðar var hún auð, en annars staðar flughálar svellklessur. Á milli miðhúss og ærhúss var á einum stað dálítil svellrönd, sem ég ætlaði að stökkva yfir. Ég varð aldrei var við, að ég kæmi niður á fæturna heldur lá ég endilangur á hægri hliðinni, á svellinu; hafði missýnzt um breidd þess. Ég fann ekki til að ég hefði meitt mig, heldur var einna líkast að utan um mig hefði verið tekið og ég lagður hægt niður. Ég reis á fætur eins og ekkert hefði í skorizt og beindi þakklátum huga til hæða. Enn fremur lánaði húsbóndinn mér stundum handrit (óprentuð rit) heim til mín. Var „Orka“ Sigfúsar þjóð- sagna-safnara mikill skemmtilestur. Jón blindi. Einhverju sinni, á þessum námsárum mínum, kom inn í prentsmiðjuna til okkar þingeyskur bóndi. Var hann mikill að vallarsýn, þrekinn mjög, sérstaklega um herðar, hálsstuttur, höfuðstór og höfuðið sífellt á iði. Var okkur sagt, að hann héti Jón, væri frá Mýlaugs- stöðum í Aðaldal, hefði verið blindur frá níu ára aldri, hefði kvænzt, væri mikill hestamaður og hefði farið aleinn til næstu bæja, eftir að hafa misst sjónina. Eitt var þó ótalið og ekki það veigaminnsta; hann sagði svo vel og nákvæmlega sögur, að engu var líkara, en að hann læsi á bók. Hann var líka þeirra erinda kominn til Akureyrar. Sagði hann sögur, fyrir húsfylli, nokkur kvöld. Hús það brann og var þá í eigu Péturs H. Lár- ussonar kaupmanns. En á þeim tíma var það leikhús, og síðar pósthús Akureyrarbæjar. Auk þess, sem Jón blindi skemmti bæjarbúum með sögum, sagði hann sög- ur fyrir húsbónda minn og voru þær jafnhliða skráðar af Hannesi Ó. Magnússyni, sem síðar tók sér ættar- nafnið Bergland. Marka- Jóhannes. Þar sem ég hef þegar getið Jóns blinda sem lifandi sagnabókar, virðist mér og ekki mega ganga fram hjá þeim manni, sem kalla mætti kvika markaskrá. Maður þessi hét Jóhannes, fæddur 1840, sonur Jóns bónda í Vestari-Krókum, Jóhannessonar. Hann kvæntist Sigur- björgu Guðmundsdóttur frá Fjósatungu. Bjuggu þau hjón á Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði. Sonur þeirra, Steindór, fæddur 1876, gerðist verzlunarmaður á Sauð- árkróki. Fluttist síðar til Vopnafjarðar. Eftir að þau hjón slitu samvistum, var Jóhannes laus í vistum; stund- um inn á Svalbarðsströnd og í Fnjóskadal. Seinni hluta ævinnar mun hann hafa verið tengdur framdalnum, Þórðarstöðum, Sörlastöðum og Bakka, en þar mun hann hafa andazt um 1910. Jóhannes kom eitt sinn í Mynd þessi var tekin af mér i þriðju viku júlimánaðar 1907 i Ijósmyndastofu Péturs Brynjólfssonar frá Olafsvöllum, sem það sama sumar var gerður að hirðljósmyndara vegna komu Friðriks VIII Danakonungs. Myndina tók ungfrú Guðrún Zoéga, sem siðar varð kona Þorsteins hagstofustjóra Þorsteins- sonar. prentsmiðjuna, er nýlokið var prentun markaskrár. Var hann þá að líta eftir viðbótarmörkum frá síðustu prent- un hennar. Um göngur ferðaðist hann á milli skilarétta og sagði til um eigendur marka. Sagt er að honum hafi hvergi skeikað; var einnig kallaður markfræðingur. Hann var talinn mesti þrifamaður, og snyrtimenni fram á síðustu ár. Alþingiskosning Páls Briem. Á árunum 1904—1907, prentsmiðjutíma mínum, var töluverð ólga í stjórnmálalífi bæjarins. Fór slíkt ekki fram hjá okkur prenturunum. Frá þessum tíma eru mér minnisstæðastir athafnamennirnir Guðmundur héraðs- læknir Hannesson, síðar prófessor við læknadeild Há- skóla íslands, og Gísli lögfræðingur Sveinsson, síðar sýslumaður og síðast sendiherra. Skiptust menn í flokka eins og alltaf brennur við, að sitt sýnist hverj- um. Mun þá skiptingin hafa verið Landvarnarflokkur og Heimastjórnarflokkur. Útibú Landvarnarflokksins á Akureyri mun hafa borið nafnið „Skjaldborg“. Voru því átökin á milli Skjaldborgarmanna og Heimastjórn- armanna. Var t. d. mikill hiti í Alþingiskosningunum 1904, þegar Páll Briem, síðasti amtmaður Norður- oö; Austuramtsins, var kjörinn Alþingisfulltrúi. Snemm- endis dags þess, er kjósa skyldi, létu andstæðingar Páls bera í hvert hús bækling, að lengd milli 20—30 blaðsíð- Heima er bezt 391

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.