Heima er bezt - 01.10.1960, Side 20

Heima er bezt - 01.10.1960, Side 20
ur og ekki í litlu broti. Saminn hafði hann verið með það fyrir augum að hnekkja áliti Páls. Ritlingur þessi var talinn runninn undan rifjum Júlíusar bankastjóra Sigurðssonar. Að dögurði loknum kom Guðmundur læknir þeysandi á reiðhjóli sínu og bað húsbónda minn að prenta fyrir sig svar gegn ritsmíð þessari. Undið var að því í skyndi. Fyrir hádegi mátti lesa þetta á bláu uppfestingarskjali, með stóru letri, víðs vegar um bæ- inn. „Stutt var það. Seint kom það. Kjósendurnir svara því.“ Kjósendurnir svöruðu því með kosningasigri Páls Briem, eins og kunnugt er. „í aftureldingu. Á árinu 1906 kom út bók með þessu nafni. Höfund- ur hennar var Guðmundur læknir Hannesson. Kom mikið í minn hlut setning hennar. Fór vel á með okkur Guðmundi. Er lokið var prentun bókarinnar gaf hann mér hana ásamt tíu króna peningaseðli. Þótti mér það rausnargjöf og drjúgur skildingur. Slökkviliðscefingin. Seint á árinu 1905 eða snemma árs 1906 komu fyrstu slökkvi dælur hingað til Akureyrar. Hvað sem um það er að segja, er vitanlega gagnslaust að eiga dælur ein- vörðungu. Kom því undir þá gjörð að skipuleggja og skipta niður störfum á menn, þegar eldsvoða bæri að höndum. Var þetta líka gert. Kvisazt hafði til okkar í prentsmiðjuna, að allir 16 ára karlmenn mundu eiga að koma til æfingar, þegar kallið kæmi. Reyndist svo í framkvæmd. Við höfðum allir náð þeim aldri. Eftir mikinn undirbúning, fyrirmanna bæjarins, að æfingu þessari, svo sem að skipa slökkviliðsstjóra, menn til að stjóma slöngum og aðra til að starfa við dælurnar, ákveða æfingarsvæðið, velja bruna-boðberann o. fl. Vetur þennan eftir nýjár var tíð mjög hagstæð, svo hagstæð, að mér fannst æfingin hafa farið fram seint á sumri, en staðreyndin er 29. marz 1906. Þá voru auðar götur og sólfar mikið. Er ekki að orðlengja það, að eftir hádegi 29. marz, var brunakallarinn þeyttur. Var það kassi, sem borinn var framan á sér í reim, sem hvíldi á báðum öxlum. Á öðrum gafli hans var sveif. Þegar henni var snúið, drundi óskaplega í honum. Höfðum við verið búnir undir, hvað til stæði, þustum út úr prentsmiðjunni, og var henni lokað. Haldið var norður eftir Aðalstræti og Hafnarstræti, og staðnæmzt nálægt bugnum, Hafnarstræti—Strandgata, en þá var þar ólíkt umhorfs, en þekkist nú í dag. Ekki þótti til- tækilegt að hafa æfinguna á íbúðarhúsi. Hafði því verið horfið að því ráði að fá leyfi tveggja félagsbræðra, sem áttu hús í smíðum, þar sem nú er Brekkugata 15 eða Uppsalir. Félagar þessir hétu Jón Gunnlaugsson og Lárus Jakobsson. Jón Gunnlaugsson varð tengdasonur séra Péturs Guðmundssonar Grímseyjarklerks; fór til Vesturheims, en um Lárus er mér ekki kunnugt. Þarna var ákvörðunarstaðurinn. Allir, sem ekki höfðu ákveð- in störf, Ientu í vatnsberaliðinu. Var ég einn þeirra á meðal. Um venjulegan vatnsburð var þó ekki að ræða. Fötur þær, sem við handlékum, voru úr rauðmáluðum seglastriga. Æfingin fór þannig fram, að vatnsberalið- inu var skipað í tvær raðir, með svo sem hálfs annars metra millibili; sneri andht gegnt andliti. Þessar raðir náðu alla leið frá slökkvidælunum til sjávar, og jafnvel fram í sjó, því að vatnið, sem staðið var í, þurfti að vera svo djúpt, að auðvelt væri að sökkva upp í föt- unni. Eftir syðri fylkingararmi gengu síðan allar fullar fötur upp að dælukerunum, sem dælt var úr, en tómu föturnar niður nyrðri arminn. Enn fremur var æft með einfalda röð. Þar fór fulla fatan upp á við í hægri hendi, en tóma fatan niður á leið í þeirri vinstri. Ekki veit ég með vissu, hve langan tíma æfing þessi tók. Gæti ég nú getið þess til, að hún hefði staðið yfir í ein- ar þrjár klukkustundir. Fór öll æfingin fram á þá lund eins og við værum að drepa niður eld. Að æfingu þess- ari lokinni var ekki orðin sjón að sjá fórnarlambið. Hvort þeir félagar hafa fengið nokkrar skaðabætur fyr- ir spjöll þau, er á húsinu urðu, er mér ókunnugt. Það eignaðist sína sögu. Hitt er mér ljóst nú, að æfing þessi hafi verið sjálfsögð og nauðsynleg. Það sýndi sig bezt 18. október sama ár, en það er önnur saga. Sögulegt ferðalag. Ein þeirra dygða, sem húsbóndi minn innrætti okk- ur, var stundvísi. Einsetti ég mér að rækja hana af kost- gæfni. Þó brá einu sinni út af, svo að um munaði. Á prentsmiðjuárum mínum kom það fyrir þó nokkrum sinnum, að ég fór heim til foreldra minna á laugardags- kveldi og dvaldi þar næturlangt. Var ævinlega við let- urkassann á mánudagsmorgni á réttum tíma, nema þetta eina skipti. Það mun hafa verið eftir nýjár 1905, að ég fór heim til foreldra minna. Jörð mátti heita mikið til auð á flatlendi, en heima við bæi voru hálffrosnar drift- ir. Um þessar mundir hafði dvalið hjá fósturforeldrum sínum, séra Davíð prófasti Guðmundssyni á Hofi í Hörgárdal og konu hans frú Sigríði Ólafsdóttur Briem, ungfrú Ragnheiður Blöndal, dóttir Magnúsar kaup- manns Blöndals á Akureyri og konu hans, frú Halldóru Lárusdóttur Thorarensen. Komið hafði til orða, að hún slægist í inneftirferðina með okkur feðgunum, og átd faðir minn að taka fararskjóta hennar með sér í bakaleiðinni og koma honum að Hofi. Sunnudag að liðnu nóni, lögðum við feðgar af stað. Ragnheiður átti að koma í veg fyrir okkur. Veður var hlýtt, til þess að gera á árstíma þessum, en þéttingsgola af suðvestri; mundi nú vera kallaður kaldi eða stinningskaldi. Ragn- heiður var komin í samfylgdina. Allt gekk vel til að byrja með, en þegar við vorum komin suður að Karls- kofa, örnefni á miðju Möðruvallanesi, rauk allt í einu á ofsaveður. Ragnheiður var í ljósleitri kápu að yfir- höfn, hnepptri þremur stórum hnöppum, og handskjól úr loðskinni hafði hún í keðju upp um hálsinn. Hafði hún fengið það í jólagjöf og þótti kostagripur. Var ekki örgrannt um að sumar stöllur hennar lití það öf- undarauga. Um Ieið og vindhviðan reið yfir, svipti hún öllum hnöppum úr kápu ungfrúarinnar. Gat hún ekki við neitt ráðið. Kom ég henni til hjálpar með því að 392 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.