Heima er bezt - 01.10.1960, Blaðsíða 22
þATTUR
SífTSTJQm
Konangur Ioftsins
Tresasteinn
Haustið 1955 sat ég eina dagstund á Landsbóka-
safninu og var að blaða í fyrstu árgöngum
dagblaðanna í Reykjavík. Þar rakst ég á aug-
lýsingu, sem rifjaði upp fyrir mér gamlar
minningar. Hinn 5. nóvember 1914 (fyrir tæpum 46
árum) var svohljóðandi auglýsing í Morgunblaðinu:
„Lifandi emir og fleiri fuglar til sýnis í Bárubúð kl.
12—4x/2 og kl. 71/á—10. Inngangur 25 aurar fyrir full-
orðna og 15 aurar fyrir börn. — Allir velkomnir.“
Þegar ég las þessa auglýsingu, rifjaðist upp í huga
mínum hálfgleymd saga. Ég hafði einmitt heyrt um
þessa fuglasýningu, þegar ég var ungur, og ég veit
hvaðan ernirnir voru komnir, sem þarna voru til sýnis.
í sambandi við þessa auglýsingu, sem endurvakti
gamlar minningar, ætla ég í þessum þætti að segja ýmis-
legt frá erninum, sem vel má kalla konung loftsins og
konung fuglanna.
Þegar ég var krakki á Snorrastöðum í Hnappadals-
sýslu, sá ég oft erni, bæði á flugi og sitjandi. Þá voru
engar flugvélar, sem komu skyndilega í ljós í loftinu
og hurfu aftur sjónum út í bládjúpan geiminn, en þetta
gerði örninn. Hann sveif hátt í lofti — hærra en aðrir
fuglar — með hægum sterklegum vængjatökum. Hann
var konungur loftsins og fuglanna. Þá lærði ég þessa
vísu, sem sum ykkar kunna ef til vill:
„Örninn flýgur fugla hæst
um forsal vinda. —
Hinir sér það láta lynda,
að leika, kvaka, fljúga, synda.“
Og þá lærði ég líka söguna um flugmót fuglanna.
Fuglarnir stofnuðu tii flugmóts, þar sem keppt yrði
um það, hvaða fugl gæti flogið hraðast og hæst. Hver
fuglategund átti að velja sér fulltrúa í keppnina. Músa-
rindillinn er minnstur allra fugla og sjaldséður. Hann
er með uppbrett stél og vængjastuttur. Hann flýgur
aldrei langt í einu, en lyftir sér með snöggum vængja-
tökum og hoppar stein af steini og grein af grein.
Þegar keppnin átti að byrja, settust allar fuglateg-
undir á ráðstefnu og völdu beztu flug-fuglana úr sín-
um hópi. Þarna voru saman komnir: Ernir, fálkar og
smyrlar, kjóar, spóar og lóur. Einnig smærri fuglar,
svo sem: Snjótittlingar, hrossagaukar og skógarþrestir,
— og þarna voru líka músarindlar.
Flestir fuglanna töldu víst að örninn ynni kappflug-
ið, en sumir treystu þó á fálkann og jafnvel smyrilinn.
Smáfuglarnir báru sig líka vel og þóttust hafa sigur-
vonir. Músarindillinn einn lagði ekkert til málanna og
enginn minntist á hann. Hann vissi að hann var í litlu
áliti sem flugfugl, en hugsaði ráð sitt í laumi. Hann
sat alltaf næstur erninum, sem valinn var til flugsins og
lét lítið á sér bera.
Loks var öllum undirbúningi lokið og keppnin hófst.
Allir keppendurnir lyftu sér fimlega til flugs og renndu
sér skáhallt upp og út í geiminn. En hvað gerði nú
músarindillinn? Hann brá við um leið og öminn, lyfti
vængjunum, og skrcið eldsnöggt undir stél arnarins.
Þar náði hann ágætu taki á öruggum stað, en örninn
sveif á loft með sterklegum vængjatökum. Ekki leið á
löngu, þar til örninn hafði tekið forystuna og var kom-
inn langt fram úr öllum hinum fuglunum. Hann hækk-
Vjrí * í ****