Heima er bezt - 01.10.1960, Side 24

Heima er bezt - 01.10.1960, Side 24
í þjóðsögum er sagt að örninn verpi þremur eggjum og sé óskasteinn falinn í einu þeirra, — en því eggi komi fuglinn strax undan og eyðileggi það, og þess vegna finnist varla nema tvö egg í hreiðri. Það væri sorgarsaga, ef þessi tígulegi fugl, örninn, yrði aldauða hér á landi, eins og geirfuglinn, en síðasti geirfugiinn féll í valinn árið 1844. Þegar ég var lítill drengur, lærði ég þessa vísu um örninn: „Sterklegur fugl og stór er örn, stundum hremmir hann lítil börn, — flýgur með þau í krepptri kló, í klettahreiður í mosató.“ í öllum löndum eru til sagnir urn það, að ernir hafi rænt börnum og flogið með þau upp í hreiður sín, sem oftast eru hátt í ókleifum klettum. Fuglafræðingar á Islandi munu þó draga það í efa, að slíkir atburðir hafi gerzt hér á íslandi. Allir íslendingar vita þó, að ernir leggjast stundum á unglömb og hremma þau nýborin. Talið er að örninn fljúgi þá með þau í heilu lagi upp í hreiðrin, til fæðu fyrir ungana, eins og refurinn, sem dregur dauð lömbin heim í greni sitt. Sterkur, fullorð- inn örn, ætti því að geta lyft litlu barni „í krepptri kló“, og flogið með það í sitt „klettahreiður í mosató11. í sambandi við þetta ætla ég að skrá hér sögu um örn, sem rændi barni hér á Islandi í Hörðudal í Dala- sýslu. Söguna sagði mér fyrst, fyrir 30 árum, háöldruð kona, Sesselja Erlendsdóttir, ættuð úr Suður-Dölum, og þá til heimilis að Seljalandi í Hörðudal. — Ég var ekki svo hygginn að skrá söguna strax eftir frásögn gömlu konunnar, — en frásögn hennar var mjög ljós og lifandi, eins og atburðurinn væri henni sjálfri í fersku minni. Ekki man ég þó eftir að hún nefndi nöfn hjón- anna, sem um ræðir í sögunni, en þó vitnaði hún til þekktra manna, er þá voru uppi í Dölum þannig, að mér virtist sem sagan hefði átt að gerast fyrir 100—150 árum miðað við árið 1930. Vel getur það verið, að eitthvert atriði úr sögunni hafi fallið í gleymsku hjá mér á nær því þremur áratugum, en fyrir nokkrum ár- um skrifaði ég tveimur kunningjum mínum, sem fædd- ir eru og uppaldir í Dölum, þeim Kristjáni Magnús- syni bónda í Seljalandi og Teiti Þorleifssyni kennara, og bað þá að segja mér söguna, eins og þeir hefðu lært hana í foreldra húsum. Brugðust þeir báðir vel við og skráðu söguna fyrir mig, hvor urn sig eftir minni. Ber frásögn þeirra í öllum aðal-atriðum saman við sögu gömlu konunnar, Sesselju Erlendsdóttur. Ég skrái hér söguna eftir þessum heimildum öllum, en segi hana þó í aðal-atriðum eins og gamla konan sagði mér hana. — í sumar brá ég mér svo vestur í Hörðudal og hitti fólk að máli, sem kunni þessa sögu, og þar á meðal frú Hólmfríði Teitsdóttur, móður Kristjáns Magnússonar í Seljalandi, sem nú er 84 ára að aldri, en glöð og hress í anda, og man allt vel frá sínum æskuárum og hefur átt heima í Hörðudal, á bæjunum Hóli og Seljalandi, alla ævi sína. Er henni þessi saga í barnsminni. Vænt þætti mér ef þeir, sem þennan þátt lesa, vildu senda mér línu, ef þeir hafa einhverju við þessa frásögn að bæta, eða leiðrétta, ef eitthvað væri missagt. Sagan er sorgleg, en margt bendir til þess að hún sé sönn, þótt erfitt sé að sanna það. Og hefst þá sagan: — Bæirnir Hóll og Seljaland í Hörðudal eru all- skammt hvor frá öðrum, vestan megin í dalnum. Er Hóll nokkru utar. Upp undan bænum á Seljalandi er brattlendi mikið og efst uppi er eggmynduð fjallsbrún, er Svartabrún heitir. Skammt neðan við brúnina er sérstæður risastór steinn eða klettur, sem Tregasteinn heitir. Er þetta örnefni grunntónn sögunnar, er hér verður sögð. Steinninn er toppmyndaður og gífurlega hár. Blasir hann vel við upp undir Svörtubrún af þjóð- veginum fyrir innan Geirshlíð. Ekki veit ég til að hæð þessa risavaxna steins hafi verið mæld, en mér virtist, er ég kom að honum fyrir 30 árum, að hann væri 10— 12 mannhæðir, en aðrir telja hann 18—20 mannhæðir. Verður vikið að þessu síðar. Leiðin frá Seljalandi upp að Tregasteini er all-löng og ákaflega brött. Er varla gengið frá Seljalandi upp að Tregasteini á minna en 30—40 mínútum af léttgeng- um mönnum og tel ég því, að leiðin upp sé um 2000 metrar. Þegar þessi saga gerðist áttu arnarhjón hreiður sitt í steininum og höfðu orpið þar um marga áratugi. Kon- an á Seljalandi (sumir segja á Hóli) var að þvo sokka- plögg í litlum læk, sem rennur hjá túninu. Veður var yndislegt, blæjalogn og sólskin. Konan hafði tekið út með sér kornabarn, sumir segja tveggja mánaða, sem lá sofandi í reifum sínum, rétt hjá henni á lækjarbakk- anum. Ekki er getið um fleira fólk heima á bænum, en bóndinn var við slátt á engjum niður við ána, skammt frá bænum. — Konan kepptist við að skola þvottinn og uggði ekki að sér, enda átti hún sér einskis ills von. Allt í einu bregður skugga fyrir, og hún heyrir flug- þyt yfir höfði sér, — og sér hvar risa-stór öm fleygir sér niður rétt hjá henni, hremmir bamið og flýgur með það í klónum á leið til fjalls. Konan verður harmi lost- in, en hefur þó þrek til að hrópa á mann sinn, og hleypur svo af stað upp fjallshhðina í þá átt, er örn- inn fló. Maðurinn fleygir frá sér orfinu og þýtur á eftir konunni, en hann átti miklu lengri leið, því að hann kom neðan af engjunum. Leiðin er brött og löng upp að steininum, sem rís einstakur upp við Svörtubrún, enda varð hún konunni harmþrungnu ofraun. Konan náði þó alla leið upp, en hneig niður örend rétt hjá steininum. — Aðkoman var sorgleg fyrir örþreyttan manninn. Þegar hann kom upp að steininum, hafði örninn grandað barninu, en konan lá örend við fætur hans. Heitir þessi steinn síðan Tregasteinn. Sesselja Erlendsdóttir, gamla konan, sem sagði mér söguna fyrst, sagði að örþreyttur bóndinn og harmi 396 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.