Heima er bezt - 01.10.1960, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.10.1960, Blaðsíða 26
Á gallabuxum og gúmmískóm, hún gengur árla dags, í fiskiverið svo frísk og kát, og flakar til sólarlags. í stöðinni er hún stúlkan sú, sem strákana heillar mest, og svo er hún líka við fiskinn fim, hún flakar allra bezt. Hún Maja litla með ljósa hárið, litfríð er hún á kinn, og nú er hún komin á átjánda árið, og augun sú, drottinn minn. Og þegar hún brosir og blikkar þá, blossa hjörtun af ástarþrá, og alveg hún dansar og alveg hún hlær, eins og sumarblær. Hún Maja litla með Ijósa hárið, hún líkist helzt álfamær. Nú þegar haustar að, verða dægurlögin í útvarpinu til að stytta mörgum stundir um dimm haustkvöldin, og býst ég þá við að bréfum fjölgi um birtingu dægur- Ijóða, og mun ég reyna að verða við óskum bréfritara eftir því sem rúm leyfir. Stefán Jónsson. BRÉFASKIPTI Júhanna Þórðardóttir, Kvígsstöðum, Andakílshr., Borgar- firði, vill komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrin- um 14—16 ára. Hlif Kristjánsdóttir, Lambastöðum, Laxárdal, Dalasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur, 13—15 ára. Kristín Kristjánsdóttir, Lambastöðum, Laxárdal, Dalasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur 16—20 ára. Kristin Sigmarsdóttir, Heykollsstöðum, Hróarstungu, N.- Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrin- um 11—15 ára. Sveinn Björnsson, Heykollsstöðum, Hróarstungu, N.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við fólk á aldrinum 25—30 ára. Þórir H. Hermannsson, Eyrarkoti, Kjós, Kjósarsýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrin- um 13—15 ára. SMELLIN VÍSA í Árbók Þingeyinga 1960 er grein um hinn þjóð- kunna hagyrðing Egil Jónasson á Húsavík, sextugan, og mynd af Ágli fylgdi greininni, en prentsmiðjan taldi myndina ekki nothæfa og skrifaði Agli og bað um aðra mynd. Ný mynd kom frá Agli og þessi vísa með: Sé þetta ekki nothæft á nokkurn hátt, þú neyðarskeyti sendir, í hingað-átt. Þá fer ég í skó og landið legg undir fótinn, og leita til Kjarvals — að mála helvítis þrjótinn. Vígannöttur Um síðustu aldamót var Axel Tulinius sýslumaður Austfirðinga, skörulegt yfirvald, athafnasamur, fram- farasinnaður maður, dáður af alþýðu. Axel sýslumaður keypti einn fyrsta mótorbátinn, sem til landsins kom, og gerði hann út frá Eskifirði. Það var haustið 1904 eða 1905 í nóvembermánuði, að fyrr nefndur bátur lagði úr höfn á Eskifirði á fisk- veiðar kl. 3 að nóttu, mannaður fjórum mönnum, sem hétu: Erlendur Stefánsson, Einar Sigurðsson, Sigurjón Pétursson og Jón Austfjörð. Allir voru menn þessir rígfullorðnir, glöggir og greindir vel. Þessa nótt sem hér um ræðir, var nokkurt frost, veð- ur stillt og bjart, alstirndur, stjörnubjartur himinn og tungl í fyllingu, þá staðsett í norðvestri. Leið fiskimannanna lá fyrst í austur eða suðaustur inn á Reyðarfjörðinn, síðan eftir þeim firði í norðaustur út á Atlantshafið. Er út úr fjarðarmynninu kom var sveigt til suðausturs og haldið beina leið suður og austur fyrir Skrúð, þar átti að leggja línuna. Þangað er 3 til 4 tíma sigling frá Eskifirði. Ferðin gekk viðstöðulaust, menn- irnir voru allir í bezta skapi, ræddust við um daginn og veginn og voru vongóðir um mikinn og góðan afla í svo góðu veðri. Þegar mótorbáturinn var kominn utarlega á Reyðar- fjörðinn þögnuðu samræðurnar skyndilega og alger þögn ríkti í bátnum meðal mannanna, hugsun þeirra og sjón varð gagntekin af óvæntri sýn, er tók hug þeirra allan. Sýnin var sú er nú skal greina: Á himinhvolfinu í norðvestri í stefnu frá tunglinu, kom hnöttur einn mikill með geisihraða, á stærð við tunglið eða vel það, glóandi og kastaði frá sér eldleg- um bjarma. Hnöttur þessi þeystist með feikna hraða og gný um loftið og dró á eftir sér langa eldrák sem líkt- ist hala. Eftir á að gizka 2 til 3 mínútur rakst hnött- urinn á Reyðartind, sem er sunnan Reyðarfjarðar. Þá gaf að líta mikilfenglega sjón, hávaðinn, dunurnar og dynkirnir keyrðu úr hófi fram, þegar áreksturinn varð og hnötturinn gjörsamlega sundraðist í ótal brot, er hurfu sjónum fiskimannanna í fjallstindinum. Vega- lengdin frá upptökum vígahnattarins og þar til hann sundraðist í Reyðartindi, telur Jón vera um tvær til þrjár mílur, sé mæld bein lína um loftið. Þegar svona hnettir sjást svífa um himingeiminn er sagt að víga- hnöttur sé á ferðinni. Sýn sem þessi var algeng um síð- ustu aldamót á Austfjörðum og e. t. v. víðar á land- inu. Fiskimennirnir áttuðu sig því strax á því hvað hér var um að ræða. En engu að síður höfðu þeir yndi af sýn þessari og hún geymdist í hugarheimi minning- anna, sem óbrotgjarn gimsteinn, eins og Jón Austfjörð, sem nú er orðinn 82 ára, sannar bezt með frásögn sinni. í desember 1957. Haraldur Hallsson. 398 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.