Heima er bezt - 01.10.1960, Side 29
Rögnu, og hún ákveður í huga sér að kynnast högum
hennar, eins og kostur er á, ef hún gæti eitthvað fyrir
hana gert, því hún er þess full viss, að þessi unga kona
á við erfiðleika að stríða í einhverri mynd.
Frú Eygló fer niður í tösku sína og tekur upp úr
henni þá peninga, sem hún á þar, en það eru rúrnar
hundrað krónur. Hún leggur peningana ofan á vagn-
inn og segir við Rögnu:
— Litla stúlkan þín á að eiga þessar fáu krónur frá
mér, þú fyrirgefur hvað það er lítið.
Ragna horfir í fyrstu alveg undrandi á frú Eygló,
án þess að snerta peningana eða þakka fyrir þá, hún er
svo óvön peningagjöfum. En þessi ókunnuga kona er
sérstæð í viðmóti, og frá henni stafa einhver unaðsleg
áhrif, hlýja, sem Ragna er ekki vön að finna hjá fólki,
en hana þyrstir eftir að finna og njóta. Hún hefur lengi
þráð að eignast vin eða vinkonu, sem hún gæti sagt allt
um hagi sína í trúnaði og fengið leiðbeiningar hjá. En
það hefur enginn kært sig um að hafa slík kynni við
hana nú á síðari árum, ekki síðan hún þurfti þeirra með.
Hve hana langar innilega til að kynnast nánar þessari
ókunnu konu, sem svo óvænt hefur orðið á vegi henn-
ar, og hún ætlar að hætta á það að hjóða Iienni inn í
fátæklegu íbúðina sína til að byrja með.
Ragna tekur loks peningana af vagninum og réttir
síðan frú Eygló höndina: — Ég þakka þér innilega
fyrir barnið mitt, segir hún klökk.
— Fyrirgefðu, það er svo lítið. Frú Eygló tekur um
hönd Rögnu og þrýstir hana, en í handtaki hennar er
fólgin sú hlýja og kraftur, sem gerir Rögnu enn þá
djarfari að leita eftir nánari kynnum við þessa ókunn-
ugu konu, og hún segir án þess að hika:
— Má ég bjóða þér að koma inn til mín, þó upp á
h'tið sé að bjóða?
— Já, þakka þér fyrir, ég vil engu síður koma inn
til þín fyrir það.
— Jæja, gerðu þá svo vel. Ragna gengur að kjallara-
dyrunum og lýkur þeim upp, og síðan fylgist frú
Eygló með henni inn í húsið. Fyrst korna þær inn í
lítið eldhús, en inn af því er stofa, og þangað býður
Ragna gesti sínum. í stofunni eru fjögur barnarúm,
einn legubekkur, borð og tveir stólar, annað ekki.
Fátæktin blasir þegar við augurn frú Eyglóar í þessari
þröngu íbúð, en þar er allt hreinlegt og ber vitni urn
snyrtilega umgengni. Ragna býður frú Eygló sæti, og
hún sezt á stól við borðið. Síðan h'tur Ragna næstum
feimnislega á gestinn og segir:
— Ég má koma með kaffi handa þér?
— Já, þakka þér fyrir, en bara smá molasopa, svarar
Eygló glaðlega. Hún er h'tið fyrir kaffi, og hana lang-
ar síður en svo í það núna, en það gæti kannske sært
Rögnu, ef hún vildi ekki þiggja góðgerðir hennar, og
hingað er hún ekki komin í þeim tilgangi að særa hana
á neinn hátt.
Ragna gengur í flýti fram í eldhúsið og framreiðir
kaffi handa gestinum, en frú Eygló virðir stofuna enn
betur fyrir sér á meðan. Sex manna fjölskylda í þessari
litlu íbúð og svona fátæklegri, hér hljóta að vera þröng
lífskjör, hugsar hún, og heit samúð streymir um sál
hennar.
Ragna kemur brátt inn í stofuna aftur með molakaffi
handa gestunum og sjálfri sér einnig. Hún setur bakk-
ann á borðið og biður frú Eygló að gera svo vel. Síðan
tekur hún sér sæti á hinum stólnum við borðið, og þær
byrja báðar að drekka kaffið. í fyrstu ríkir þögn.
Ragna kemur sér ekki að því að hefja samræður, og
frú Eygló veit ekki vel í fyrstu, hvernig bezt muni
vera að haga orðum sínum hér. En hún rná ekki eyða
tímanum lengi án þess að reyna að skyggnast enn betur
inn í kjör þessarar fjölskyldu, ef hún gæti síðan í ein-
hverju látið gott af sér leiða henni til handa í þjónustu
meistara síns.
Frú Eygló rýfur því brátt þöfnina, lítur á Rögnu og
segir glaðlega:
— Hvað eruð þið mörg í heimili?
— Við erum sex, börnin fjögur og við hjónin.
— Er Nonni litli elztur af börnunum?
— Nei, Siggi er elztur, Nonni næstur, og síðan telp-
urnar. Það var verst að þau skyldu ekki öll vera heima,
svo ég hefði getað sýnt þér hópinn minn.
— Ég fæ kannske að sjá hann seinna. — Hvað heitir
maðurinn þinn?
— Hallur.
— Hvað starfar hann?
— Nú sem stendur er hann verkamaður hjá bænum.
Ragna andvarpar eins og ósjálfrátt. — Stundum er hann
að tala um að ráða sig á togara, og ég vildi bara að
hann gerði það. Ég held næstum því, að hann væri í
minni hættu á sjónum heldur en hér í landi. Ragna
þagnar skyndilega og roðnar. Hún hefur kannske verið
nokkuð opinská við ókunnuga konu. En frú Eygló
þykir vænt um bersögli hennar, því nú á hún hægra
með að spyrja Rögnu, hvað högum hennar viðvíkur,
og hún segir því:
— Já, hætturnar eru engu síður á landi en á sjó. Þær
eru til í svo inörgum myndum, þó að við sleppum þeim
hættum, sem samfara eru hinum líkamlega dauða. Eruð
þið hjónin ættuð héðan úr borginni?
— Nei, við erum aðflutt hingað, bæði úr sömu sveit-
inni, og hér í borg á ég enga ættingja. Ragna andvarp-
ar á ný. — Já, svona fór það. Hér lentum við. Oft hef
ég óskað þess, að við Hallur hefðum borið gæfu til að
stofna okkar heimili í æskusveitinni heima.
— Kanntu ekki vel við þig hér í borginni?
— Ég kunni það fyrst, en svo nú á síðari árum....
Ragna þagnar í miðri setningu, og sársaukastuna stígur
frá brjósti hennar. Frú Evgló skynjar þungann að baki
þeirrar stunu og segir:
— Hafa kjör þín orðið eitthvað erfiðari nú á síðari
árum? — Þú fyrirgefur hvað ég er spurul.
— Já, það aru ekki svo margir, sem spyrja um kjör
mín af einlægni, en ég veit að þú gerir það, þó að við
þekkjumst lítið, og þess vegna er það mér hugarléttir
að svara spurningum þínum.
Heima er bezt 401