Heima er bezt - 01.10.1960, Side 32
Hartmann gamli fyllti hvern pokann eftir annan af
sauðataði og hrúgaði |>eim í kerrukassann. Það var af
nógu að taka. Asdís klæddi son sinn í nýju fötin og
amma hans var búin að prjóna handa honum ákaflega
skrítna húfu og leista. Það var eiginlega í fyrsta sinn
sem nokkur hafði séð hann nema á kafi í yfirsæng.
„Nú á hann að fara að ferðast í fyrsta sinn út í þenn-
an kalda, miskunnarlausa heim,“ sagði amma hans.
Kristján stóð á gólfinu og horfði á þau. „Hann er
svei mér orðinn stór, strákurinn,“ sagði hann.
„Ojá, hann dafnar vel, anginn litli,“ sagði Arndís.
„Það er óþarfi að líta hann hornauga. Þú eða þín syst-
kini voru ekki myndarlegri en hann.“
„Ætli hann líkist ekki meir í móðurættina svo
skemmtileg sem hún er,“ sagði hann og gekk inn í
hjónahúsið og kom aftur með sængurfötin sín í poka.
Það var búið að bera allt út úr húsinu nema rúmin.
Geirlaug hjálpaði til að láta niður þvottinn úr tau-
skápnum.
Þá kom Kristján inn og tók hálft hjónarúmið, kall-
aði til Ásdísar að koma með hitt. Hann hafði ekki tal-
að orð við hana allan morguninn. Hún var fljót að
grípa rúmið, leit glottandi til Geirlaugar og sagði: „Það
á sjálfsagt ekki illa við að við berum hjónarúmið út í
félagi og líklega verður það félagseign á nýja heimil-
inu.“
Geirlaug þagði. Það fór að fækka glósunum, sem hún
gæti sært hana með. Það hefði mátt vera fyrr, sem hún
hefði riðið úr hlaði þessi manneskja.
Það var borinn fram morgunmaturinn áður en eld-
húsborðið yrði tekið. Þar settust allir að seinustu mál-
tíðinni á þessu heimili. Ásdís sagði að það væri eftir að
bera út nýja rúmið, sem væri inn í hjónahúsinu.
„Það fer nú sjálfsagt ekki langt,“ sagði Geirlaug.
„Það er rúmið hans Jóns litla og sængurfötin hans, sem
í því eru. Kristján fer varla að taka það.“
„Þú bara læsir húsinu svo það sé ekld hægt að ná
því. Það er meira bölvað ráðríkið í þér yfir öllu sem
Rósa hefur átt,“ sagði Ásdís og var nú orðin verulega
reið og ætlaði að lesa rækilega yfir Geirlaugu á síðustu
stundu.
Þá sagði x\rndís gamla, óvanalega hátt: „Ósköp rýk-
ur þarna og logar. Hverju er verið að brenna?“
„Það er bara rusl svona til þrifa,“ sagði Hartmann.
„Hann er enginn trassi hann sonur okkar máttu vita.“
Geirlaug gekk út að glugganum. Það var eitthvað
meira en rusl, sem var að brenna í hlóðunum. Fljótt á
litið var það ekki ólíkt hliðarmynd af tveim mannver-
um, sem stæðu þarna í reykjarkófinu og hölluðu sér
saman að ofan. Rauðar eldtungumar færðu sig upp
eftir þeim eins og kátir krakkar í leik, unzt há eldsúla
teygði sig upp yfir reykjarhafið. Hún fór að hlæja til
að leyna klökkvanum, sem settist í kverkar henni. „Það
er hjónarúmið, sem hann hefur borið á bálið,“ sagði
hún. „Betra gat hann ekki gert,“ svo flýtti hún sér
burtu.
„Bölvaður asnaskapur er þetta að fara að brenna
þessu indæla rúmi. Eg get varla trúað því,“ sagði Ásdís.
Þá kallaði Kristján úr bæjardyrum: „Eruð þið ekki
ferðbúin. Eg er búinn að leggja á hrossin og allt er til-
búið.“
Faðir hans kallaði á móti: „Hér bíður matur og kaffi
eftir þér.“
„Ég hef enga lyst á kaffi eða mat. Ég sýp kaffi hjá
Geiriaugu seinna.“
Þá komu allir út á hlaðið nema Geirlaug. Hún stóð
enn þá við baðstofugluggann og horfði á rúmið gömlu
og nýju húsbændanna sinna brenna. Það var búið að
standa inni í hjónahúsinu öll þau ár, sem hún var búin
að vera á þessu heimili og nú var það að verða að ösku
á svipstundu. Hún hefði helzt viljað fara að gráta yfir
þessu öllu, en það gat víst beðið þangað til hún væri
orðin ein.
Ásdís hafði farið upp að Bala þennan morg-
un og fengið lánaðan söðul hjá Stínu gömlu, þar sem
enginn söðull var til á heimilinu. Bogga hafði náttúr-
lega farið með sinn söðul, átta ára kaupið, en Geirlaug
hafði aldrei átt söðul. Nú stóð rauði reiðhesturinn hús-
bóndans í hlaðvarpanum með fallegum söðli ekki nýj-
um, en vel með förnum. Þá glaðnaði yfir henni. Hún
hló hátt og sagði: „Þó þtt hefðir haft hugsun á því að
láta mig hafa söðul til að reiða son þinn í á nýja heim-
ilið okkar.“
var nú að hugsa um hana mömmu, en ekki þig,“
anzaði hann. „Þú getur víst séð þér fyrir reiðtygjum.“
Það dofnaði yfir henni við þessi vonbrigði á eftir
hinum. En Hartmann gamli svaraði skörulega eins og
vant var. „Hún var líka búin að fá lánaðan söðul, en
líklega ætlarðu henni þó ekki að fljúga á honum eða
hvar er reiðskjótinn.“
„Getur hún ekki setið í kerrunni með strákinn?“
sagði Kristján.
„Ofan á þessu bölvuðu drasli og skrani,“ sagði Ás-
dís öskuvond. „Það verður víst ekkert af því. Ef þú
getur ekld lánað mér almennilegan hest skal ég gera
þér það til skammar að fara gangandi með barnið í
fanginu.“
Hartmann gamli spretti reiðingnum af einum klárn-
um og lagði söðulinn á án þess að tala meira um það.
Svo hélt hann á strákanganum meðan Ásdís var að
koma sér fyrir í söðlinum, batt svo löngum ullartrefli
utan um allt saman og aftur fyrir sveifina. Svo hló
hann kuldahlátri og sagði: „Mér þykir mjög líklegt að
þú fáir þennan söðul til afnota, því varla fer Arndís
Kristjánsdóttir að taka upp á því að ríða út. Hún hef-
ur aldrei átt söðul á sinni ævi. Ég býst við að þú sért
búin að vinna fyrir honum í hálft annað ár. Engum
dettur þó í hug að segja að þú hafir svikið hann á vinnu
þinni.“
Kristján anzaði rausi hans engu, en sagði honum að
láta reiðinginn ofan á kerruhlassið.
Þá kom Geirlaug út. „Ég held það yrði nú betra fyrir
þig, Geirlaug mín, að koma með okkur, en verða ein
404 Heima er bezt