Heima er bezt - 01.10.1960, Page 33

Heima er bezt - 01.10.1960, Page 33
eftir í bænum,“ sagði Kristján. „Ég kann hálfilla við [tað.“ „Það amar víst ekki margt að mér. Ég hef það áreið- anlega náðugt, hef nóga mjólk og nóg kaffi og þá er nú flest fengið.“ Arndís gamla marg kyssti Geirlaugu og þakkaði henni fyrir öll gæðin við sig. Hartmann sagðist ekkert hafa fyrir því að kveðja vandlega. Hann kæmi aftur til að sækja nautgripina. Kristján þakkaði henni fyrir langa og dygga þjónustu. Ásdís kastaði bara á hana kveðju þar sem hún sat á hestbaki með son sinn í fanginu. Svo seig lestin af stað niður tröðina. Gamli maðurinn fór fyrstur og teymdi kerruklárinn. Þá konumar. Ásdís hnarreist með merkissvip, en gamla konan niðurbrotin og kjökrandi yfir harðleikni forlaganna, sem hröktu hana úr þessu hlýja skjóli, sem hún hafði átt þetta síðastliðna misseri. Kristján gekk síðastur og teymdi reiðhestinn við aðra hliðina, en fremsta reiðingshestinn við hina. Hann settist á bak þegar hann hafði lokað hliðinu og leit enn einu sinni yfir dökkgrænar slétturn- ar í túninu. Gott að hann þyrfti ekki að sjá fíflana og sóleyjarnar kinka kolli framan í hann. Ef hann gæti hitt á óskastundina, mvndi hann óska þess að þurfa aldrei að sjá þessa fallegu jörð framar. Geirlaug stóð ein á hlaðinu og þurrkaði augun með svuntuhorninu. Líklega riði hann ekki mikið ánægðari úr hlaði en kona hans og tengdamóðir höfðu gert. „Það er gaman, nú ber allt upp á sama daginn,“ var sagt með skjálfandi röddu fyrir aftan hana. Þar stóð Stína gamla á Bala. „Nei, það er ekki gaman, Stína mín. Ég kenni mikið í brjósti um Kristján,“ sagði Geirlaug. „O, þetta er lubbamenni. Hann sýnir það í því hvernig hann kemur fram við Ásdísi, vesalinginn.“ „Jæja, ég ætla ekki að kasta á hann steini. Það gera það sjálfsagt nógu margir,“ sagði Geirlaug. „Ég gat aldrei lynt við hana svo ég get ekki láð honum.“ , Flutningslestin þokaðist áfram inn eftir sveitinni. Enginn talaði orð. Veðrið var þungbúið og hálf kalt. Aldrei sá til sólar þó gamla konan óskaði þess. Dreng- urinn fór að verða órólegur. Ásdís bjóst við að hann væri orðinn þyrstur, en ekki var hægt að gefa honum brjóstið hér á hestbaki. „En þú hefur ekki haft vit á því, að gefa honum að drekka áður en þú fórst af stað,“ sagði Kristján með sínum vanalega kaldranaskap. Gamla konan stundi þungan yfir því hvernig svona sambúð myndi blessast. Aldrei talað hlýlegt orð til hennar eða barnsins. Hún skyldi ekkert í því hvemig þessi maður væri orðinn. Einu sinni var hann kátur og hlýlyndur, en svona gátu forlögin leikið mennina grátt. Hartmann var orðinn kippkorn á eftir með kerm- hestinn. Samt gat hann látið konurnar heyra til sín. „Þarna sjáið þið nú hilla undir slotið.“ Framundan var lágreistur torfbær í þýfðu túni. „Ja, hvað ertu að segja,“ sagði kona hans. „Mikill er nú munurinn eða að horfa heim að Hofi. Drottinn góð- ur hjálpi manni.“ Þá gall í Ásdísi: „Þarna veit ég að ég kann vel við mig. Ég er vön við þúfurnar og þykir þær fallegar.“ „Það er eftir þínum smekk,“ sagði Kristján. Konurnar riðu fyrst í hlaðið, en hvorug treysti sér hjálparlaust af baki. „Hjálpaðu henni fyrst af baki,“ sagði gamla konan þegar sonur hennar ætlaði að hjálpa henni úr söðlinum. Hann tólt þá sængurböggulinn úr kjöltu Ásdísar. Drengurinn leit svo skrítilega út með nýju húfuna niðri í augum, að faðir hans brosti til hans í fyrsta sinn og lagaði húfuna svo hann nyti sjón- arinnar. „Þarna ertu nú kominn á leiðarenda óheilla- gepillinn þinn,“ sagði hann. „Osköp er nú að heyra til þín, maður,“ sagði rnóðir Kristjáns. „Þetta eru víst fyrstu orðin, sem þú talar til hans.“ „Er það svo sem nokkur sérstök þula, sem á að þylja yfir þeim í fyrsta skipti, sem talað er til þeirra,“ sagði Kristján. „Ég var þó það skárri en móðir hans, að ég tók húfuna frá augunum á honum, því auðvitað hefur hann verið að vola yfir því, að geta ekkert séð í kring- um sig, greyið litla.“ Ásdís hafði rennt sér af baki og hallaði sér upp að hlið hestsins og brosti yfir þessu mikla láni að sjá Kristján halda á drengnum og heyra hann tala til hans. „Viltu taka við stráknum svo ég geti hjálpað henni mömmu af baki,“ sagði Kristján, óblíður í máli. „Ég held það verði til þess að ég geti ekki verið í horninu hjá þér, ef þú verður svona kaldlyndur við barnið. Ég hef aldrei getað heyrt slíkt,“ sagði Arndís gamla, þegar hún var komin af hestbaki. „Mér finnst ég nú hreint í hvorugan fótinn geta stigið eftir þetta ferðalag.“ Hún staulaðist heim að bæjardyrunum. Þar stóð Ásdís með son sinn í fanginu. „Ég er nú bara aldeilis uppgefin í handleggjunuin,“ sagði Ásdís. Hún benti með augunum á stórar holur, sem grafnar voru út í veggina í dyrum og göngum. „Skárri eru það húsakynnin, sem aumingja Kristján minn tekur við,“ sagði gamla konan. „Það lítur út fyrir að það sé allt á einn veg fyrir honum hvað framtíðina snertir." Þær sigu inn eftir göngunum til baðstofunnar. Þar var kalt og fúlt loft. „Skárri er það nú bölvað grenið,“ sagði Ásdís dauf- leg. Það var allur glansinn horfinn af framtíðar heimil- inu. Það voru sex fastarúm í baðstofunni. Þil var fyrir aftan tvö innstu rúmin, en engin hurð fyrir. „Skyldi þetta nú eiga að heita hjónahúsið?“ sagði Ásdís, vonleysisleg á svip. „Ég hefði ekki átt að hlakka eins rnikið til að komast hingað.“ „Það var lítil ástæða til að hlakka til þess að yfirgefa annað eins heimili og Hof er,“ sagði gamla konan og skimaði upp um alla baðstofu. „Sjálfsagt aldrei verið gert hreint og líklega allir rúmbálkarnir fullir af flóm og öðrum óþverra.“ Feðgarnir komu inn með rúmfatapokana. „En sá Heima er bezt 405

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.